Það er ekki oft sem maður er gerður fullkomlega hlessa og kjaftstopp. En það tókst Baldri og Imbu sunnudaginn 29. maí þegar þau voru að skíra hana Emmu Ósk. Þannig var að þegar Pétur hafði klárað að skíra og hamingjuóskirnar höfðu farið hringinn, var lítið fararsnið á honum úr holinu við skírnarfontinn. Baldur bróðir var eitthvað svo þvalur á höndunum og ekki laust við að hann væri stressaður þegar hann sagði: "Heyrðu Finnur, talaðu aðeins við mig." Inn í svefnherbergi bak við luktar dyrnar teygði Baldur sig í hringaöskjur upp í hillu og spurði hvort ég væri til í að vera svaramaður ef þau Imba létu pússa sig saman. Já auðvitað. Ha núna? Já, núna. Svo hófst næsta athöfn, öllum að óvörum, og fyrr en varir voru Baldur og Imba gift! Það tók nú nokkra dagana að meðtaka þetta, en ég er rosa ánægður með þetta hjá þeim. Til hamingju!