Veðrið: Þurrt og hlýtt fyrir utan hressilegan skúr í miðdaginn Meðal efnis: Ikea ferð - sýnishorn í dönskum trylling Regnskógur heimsóttur Tikka masala og bað Baldur var fljótur að átta sig á tímamismuninum og stillti sig strax á danska tímann. Fjölskyldan fór því á fætur upp úr kl 8 að venju. Hinn gríðarvinsæli róló var heimsóttur um morguninn en svo snæddum við hádegisverð úti á verönd áður en haldið var í IKEA leiðangur til Árósa. Sólin skein í heiði við komuna til Árósa og það var hlýtt og gott á bílastæðinu. Danir hafa náð einhverju æðra stiigi við útfærslu ranghala IKEA-verslana því það var ekki nóg með að það að við þyrftum að fara alla hringavitleysuna, án möguleika á styttri leið, heldur hafa þeir kosið að hafa lönguvietleysuna á 2 hægðum. Kaupleiðangurinn lukkaðist þó dæmalaust vel og kom litala fjölskyldan skælbrosandi út í sólina með nýja barnastólinn hans Baldurs ásamt viskustykkjum sem hafði skort tilfinnalega í híbýlunum í Ebeltofte. Vegna einmuna sólarblíðu og hungurs h...