Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2011

Áskorunin

Stundum verður maður bara að láta slag standa og oflofa sér. Það gerði ég hér í ágúst byrjun þegar Lalli og Biggi  spurðu hvort ég væri til í að vera 3. maður í liði í 12 tíma fjallahjólakeppni . Ekki hafði ég farið mjög oft út í alvöru túra hér síðasta árið, nokkra einn og með Lalla og þar með upp talið. En stundum á maður bara að kýla á það. Og það gerðum við. Stuttu síðar í vinnunni spurði Marc mig hvort ég væri maður í að koma um borð í 5 manna lið MS á laugardaginn. Ég sagðist ekki geta það, væri að fara að taka þátt í keppni. Sem reyndist vera sú sama, Atea12. Hvað eruð þið margir? Öh, við erum 3ja manna lið. Núúú, ahah. Þá fékk ég á tilfinninguna að þetta yrði erfitt. Sú tilfinning kom aftur þegar Hans spurði um það sama og ég fékk aftur svona "einmitt, aha" þegar ég sagði að við værum 3. Við könnuðum aðstæður og hjóluðum upp að svæðinu þann 24. ágúst og tókum smá hring. Stemningin var komin af stað þá þegar og minnkaði ekki við að sjá svæðið. Lokaundirbúningur fór...

Egtved útilega

 Fjölskyldan brá sér í tjaldútilegu í kringum afmæli Baldurs Freys. Og í þetta skiptið var leigt hjólhýsi sem var algert undur og æði. Rigning var þegar við komum en svo brast á rjómablíða sem við nutum til fulls í Legolandi, Givskud Zoo og á tjaldsvæðinu við leik og slökun.

Kíkt á Oddný Birnu

Hér í maíbyrjun skelltum við okkur til Gautaborgar til að heilsa upp á nýstækkuðu fjölskylduna. Þar hittum við fyrir hana Oddný Birnu í góðum höndum skælbrosandi foreldranna Önju og Ársæls. Veðrið lék við okkur og á laugardeginum kíktum við á hana Maríu vinkonum okkar í Trollhattan þar sem hún var svo almennileg að græja siglingu á léttum mótorbát á Gautaskruðinum. Það sló algerlega í gegn og við áttum ljómandi huggulegan laugardag saman. Á leiðinni heim fórum við í vatnarennibrautareið mikla í Mölndal. Þar var hljóðmúrinn og nylon sundfatanna þanið til hið ítrasta þegar mest gekk á. Þangað verður sko farið aftur í næstu heimsókn, alveg klárt!

Myndir - Gautaborg Feb 2011

Við brugðum undir okkur betri fætinum og fórum í helgarferð til Gautaborgar til fundar við Önju, Ársæl og Ástu (frænku, systir, mághzu) Við áttum yndislega helgi og nutm fallegs veðurs þrátt fyrir hressilega bláar "hita" tölur á mælum.

Myndir - tunnusláttur og búningagleði

Við hittumst einn sælann sunnudaginn þrjár fjölskyldurnar og slógum tunnu í hel, klædd hinum ýmsustu og flottustu búingum.  Geishan og nornin 

Jól og áramót 2010/2011 - Myndir

Jæja, það var víst löööngu kominn tími á að skutla inn smá skammti frá stundunum sem við áttum í góðum félagsskap um jól og áramótin hér um (ehemm) daginn. Við fengum marga góða gesti víða af (Hjörtur, Jakob, Maria og Elin) og eyddum svo áramótunum í Gautaborg hjá heiðurshjúunum Önju og Arsæli. Mmm, góðir tímar ....