Þann 3. okt sl var hrundið af stað marglaga blekkingaráætlun með göfugt fyrirheit: koma Hönnu á óvart á afmælinu. Hanna var nú búin að hjálpa til við skipulagninguna með því að leggja fram ósk að fara eitthvað út úr bænum á afmælishelginni sinni. Flott, þá þyrfti ekki að vera að laumast til að stilla því upp. Ég sagði bara: vert þú ekkert að spá í því hvað við gerum, það kemur í ljós.... Ég og Ásta mágsa vorum búin að setja á svið viku lengri siglingatúr milli Seyðisfjarðar og Esbjerg. Allt gekk út á að Ásta yrði því miður að dvelja nokkra daga í Færeyjum og kæmi því ekki fyrr en 10. Okt. Hanna var samt eins og köttur í kringum heitan graut og kross-yfirheyrði Ástu um allt sem var í gangi á hverjum degi. Ásta þurfti að hafa sig alla við að spinna sögur úr hálfsannleiksgarninu til að láta þetta hljóma sannfærandi. Þá rennur helgin upp og Hanna endar með því að ganga beint á mig á föstudeginum: Ásta er ekkert að koma á morgun, er það? Hah, þvílík fjarstæða. Nehei, hún er í Færeyjum. Laug...