Fyrstu helgina í September fórum við fjölskyldan í síðustu útilegu sumarsins. Það var rosa gaman enda var menningarnótt á föstudeginum og við náðum í tæka tíð til að sjá Jónas og hljómsveit á stórgóðum tónleikum í Grænlenska menningarhúsinu. Á laugardeginum var góð stemning í bænum þar sem uppskeruhátið var í gangi og hægt var að mjólka kýr, smakka afurðir, klappa grísum, kanínum ofl. Ákaflega vel heppnuð ferð verður nú að segjast.