Stór dagur rann upp í dag og langþráður hjá Baldri Frey: hann byrjaði að æfa fótbolta hérna hinu megin götunnar. Það er sko ekkert smá flott að geta sagt að maður æfi með BSV 5 (hópur fimm). Enda hefur Baldur vart getað beðið eftir að byrja síðan við fengum fréttirnar um inntöku af laaanga biðlistanum nú um páskana. Baldur kom einmitt fram hér í gærkvöldi svolítið ringlaður og úfinn, hélt að núna væri þetta loksins komið: fótbolti í dag. En við feðgar brunuðum niður á vallarsvæði í dag og dressuðums í Barcelonahaminn við gáminn (vorum ekki búnir að græja fataskiptin), ég náði að skakklappast í réttan hóp og var settur í markið um leið af hinum vörpulega Mads. Sem betur fer voru þetta bara þrír strákar þannig að þetta skyndinámskeið mitt í þáttöku í dönskum drengjafótboltaæfinahefðum fór rólega af stað. Baldur Freyr tók þetta allt saman af mestu alvöru, mjög einbeittur að drepa, rekja og skjóta. Skýtur fast og er mikið stoltur af því að vera eitruð vinstrifótarskytta. Mads þjálfari sagð...