Kaffibrúsakarlinn sagði: Sunnudaginn 2. júlí sneri ég aftur á Hróarskeldu eftir sex ára fjarveru frá þessari dásemdar tónistarveislu. Aðstæður voru ögn öðruvísi en þegar ég, Maggi Sæla og Hanna skildum eftir okkur sviðna jörð sex árum áður. Myndir hér . Ég lagði af stað einn sólríkan sunnudag í silfurgrá skódanum mínum suður til Hróarskeldu. Fjallraven pokinn fékk nýtt hlutverk þennan dag og dagmömmudótið hennar Ástu Lísu fékk að víkja fyrir kaffibrúsa, smurðu brauði, kexi, peysu, teppi og drykkjarföngum. Þetta var um klukkutími sem það tók að komast frá bílastæðinu á Sölleröd inn í gegnum á West hliðið á svæðinu. Eftir 12 metra var afgreitt skyldusímtal við Magga Sælu, ég var náttúrulega á heilagri grundu. Byrjaði á því að reyna að komast að í þvögunni á Artic Monkeys. Meira síðar.....