Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2006

Trollhattan myndir

Það er kominn þéttur pakki af myndum frá 5 daga dvöl okkar í Trollhattan í heimsókn til Kjell og Maríu á meðan Fallens Dager hátíðin stóð yfir.

Sex árum seinna á Skeldunni

Kaffibrúsakarlinn sagði: Sunnudaginn 2. júlí sneri ég aftur á Hróarskeldu eftir sex ára fjarveru frá þessari dásemdar tónistarveislu. Aðstæður voru ögn öðruvísi en þegar ég, Maggi Sæla og Hanna skildum eftir okkur sviðna jörð sex árum áður. Myndir hér . Ég lagði af stað einn sólríkan sunnudag í silfurgrá skódanum mínum suður til Hróarskeldu. Fjallraven pokinn fékk nýtt hlutverk þennan dag og dagmömmudótið hennar Ástu Lísu fékk að víkja fyrir kaffibrúsa, smurðu brauði, kexi, peysu, teppi og drykkjarföngum. Þetta var um klukkutími sem það tók að komast frá bílastæðinu á Sölleröd inn í gegnum á West hliðið á svæðinu. Eftir 12 metra var afgreitt skyldusímtal við Magga Sælu, ég var náttúrulega á heilagri grundu. Byrjaði á því að reyna að komast að í þvögunni á Artic Monkeys. Meira síðar.....

Beirut - Gulag Orkestar

Eyrnastór sagði: {mosimage} Gulag Orkestar Artist: Beirut Release Date: 9. maj 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative Label: Ba Da Bing Records / Revolver Alger snilld frá hinum 19 ára Zach Condon frá Albuquerque. Hér blása balkanskir vindar svo sannarlega hressilega um hlustirnar. Fyrsta hlustun vekur áhuga, eftir það er maður orðinn háður fyrir lífstíð. Radenko frá Serbíu var yfir sig hrifinn og játaði að hann sé búinn að hlusta stöðugt "eins og bjáni" síðan á miðvikudaginn. Einkunn: 5/5

Sána

Já það mætti segja að við sitjum rassblaut í sánabaði þessa dagana. Síðustu vikuna er búin að vera hálfgerð hitabylgja hérna hjá okkur. Hitinn er 30+ í skugga og börn og fullorðnir hálfdasaðir í hitanum. Enda höfum við verið ansi léttklædd og förum reglulega á ströndina í Vedbæk , nú bara síðast í gær. Ansi hreint gott að skella sér í kaldan sjóinn og kæla sig. Á miðvikudaginn var sjávarhitinn 19,6 C. Í dag var svo mikill raki að það minnti mig barasta á þá tíma sem ég vann í gróðurhúsunum á Heilsuhælinu í Hveragerði á góðum sumardegi. Svona svipuð molla.

Saturday

Saturday, Ian McEwan. Ég kippti þessari með mér um daginn af bókasafninu í Holte. McEwan alltaf traustur í innhverfu sinni. Og ekki varð maður svikinn af McEwan sem tekur sér tímann í að setja upp sviðið og spinna þræðina í kringum persónugalleríið. Kláruð: Júlí 2006