Sex ár eru í dag liðin frá því að við hjúin rugluðum saman reitum okkar, ég krúnurökuð og Finnur í Iggy Pop bol - rokkararnir sem rugluðust í ríminu ;o) Enn er þorranum fagnað í Höfninni og sendum við bestu kveðjur þangað. Helgin hefur lukkast vel fram að þessu, bílaleigubíll á planinu og búið að kíkja í Ikea/Toys r'us/Elgiganten/McDonald's og svo var farið í heimsókn til Dagnýjar, Hjölla og Kolbeins Hrafns í dag. Dásamlegt hreint þrátt fyrir 5 gráðu frost - brrrrrrr. Takk kærlega fyrir okkur - börnin sváfu eins og englar á leiðinni heim. Við erum nú búin að njóta kertaljósarmáltíðar með rauðvínsglas og komin í eftirréttinn. Í samræðum okkar höfum við farið um víðan völl og komum inn á það að vera í fjöltyngdu umhverfi. Því fannst okkur tilvalið að deila með ykkur tveimur sögum af okkar snilli í erlendum tungumálum: Dag einn var ég að spjalla við Joan, dagmömmu ÁLF, í símann og var að segja henni hvernig heilsan hjá Ástu Lísu hefði verið meðan á hlaupabólunni stóð. Ég ætlaði að...