Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2009

Tímans tönn

Múrinn er rofinn, þann 19. sept rann upp sá dagur sem markaði meirihluta lífskeiðs míns með bílprófs en án. Jú, ég varð 35 ára . Þetta var ægilega frábær dagur. Að hætti fjölskyldunnar var huggulegur morgunverður með kertaljós og fínerí í rólegheitunum að morgni afmælisdagsins sjálfs. Enda hitti þetta á laugardag þetta árið. Greinilega var búið að leggja upp margvísleg samsærisplön í tilefni dagsins og þau komu smá saman í ljós.... Fyrst var ég sendur út í bíl að ná í bjórinn sem var keypur á svo agalega góðu tilboði daginn áður en Hanna náði ekki að bera hann inn. Þegar ég spurði um bjórtýpu og prís, þá var þetta langt framúr öllum tilboðsvíddum sem ég hef nokkurn tíman heyrt um. Vá hvað Hanna hefur verið lunkin að hitta á þetta... Nema hvað, ég rölti út í gamla grána (Skoda) og vippa upp skottlokinu. Haa, bíddu hér er bara kassi. Weber? Hah? Lít upp og sé frúnna glottandi hringinn þarna uppi á stigapalli. Jah hérna, meiri prakkarinn. Núna erum við með dýrindis gasgrill hér úti á svöl...