Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2009

Ekki alveg andvana - nýjar myndir komnar

Var einmitt búinn að vera að hugsa um það lengi hversu ergilegt það er að facebook virðist vera að ná langleiðina með að svæfa niður blogg og tölvupósta. Allt fer fram innan facebook í formi örskilaboða og maður lufsast ekki lengur inn hér og párar orð (hljóma bara eins og gamall afdalakall, eða hvað?) Nema hvað, loksins druslaðist ég til að setja inn nýjar myndir . Og það ekki af verri gerðinni, frá stórfenglegri rokkreisu 17-22 júní sl þar sem ég, Hjörtur og Ari héldum í mikla reisu þar sem ævintýri voru á hverju stráii (mest sjálfssköpuð þó). Lagt var upp með þemu til að halda smá samræmi, en áhöld eru um það hversu vel tókst til. Til dæmis fór þemað "Skynsemi" alveg einhvernvegin út af sporinu en þemað "ógeð" tókst fram úr björtustu vonum. Sjáið og njótið hér