Þrátt fyrir það hve ágætt það var að vera á Íslandi um jólin, var alveg asssssgoti gott að koma aftur heim í Rundforbiparken hér í Danmörku. Um vikutími hefur svo farið í að trappa niður ungviðið og reyna að fá svefn og aðra rútínu á rétt ról. Við vorum að ná ákveðnum áfanga að þau séu bæði sofnuð klukkan tíu. Heima á Íslandi var þetta komið í tómt rugl, verið að skríða á fætur upp úr hádegi enda farið í bælið um miðnætti. Kassar, húsgagnasamsetningar, gardínu- og ljósapælingar hafa verið gegnugangandi í vikunni enda var bara búið að setja upp gardínur í svefnherbergjunum og eitt stykki ljós hjá gríslingunum. Hvað er svo meira viðeigandi en að kúra sig í sófann heima og horfa á Heima eftir Sigur Rós í kvöld!