Já við erum flutt til Nærum! Það gerðist með atlögu fyrstu helgina í desember en allt gekk svaka vel með frábærri hjálp frá Jónasi, Gumma, Enok og Marjan. Að maður tali nú ekki um Sluseholmen gengið sem voru með gríslingana tvo í góðu yfirlæti þar sem þau hökkuðu í sig fiskinn hennar Dagnýar og nutu "öskurlaganna" hans Hjartar. Þúsund þakkir, þetta var ómetanleg hjálp fyrir okkur. Og svo mun þetta vefsvæði verða framtíðarmiðlunarbúnaður fjölskyldunnar. Enn er unnið að gagnaflutningi síðustu ára og er ekki laust að gamall fiðringur taki sig upp þegar maður þjösnast á mysql fyrirspurnum, setur breakpoint og googlar svo það sem er ekki alveg að smella. Orðið nokkuð síðan maður var í þeim pakkanum. Meira orðið svona ferlar og fólk núorðið, sem er líka gott. Krakkarnir sitja í sófanum og horfa á disney stundina (sem er ein besta uppfinning dana í sjónvarpsefni) með hluta jólaballssælgætispokans frá síðustu helgi. Það var víst lendingin í samningaviðræðunum síðasta sunnudagseftirmi...