föstudagur, 21. desember 2007

Komin heim í jólafrí

Þá erum við komin heim til Íslands á stysta degi ársins. Birtan gægist hægt og bítandi yfir Grafarholtið og nýjar byggingar og vegir koma í ljós.

Aðsetur er á suðvesturhorninu (Hafnarfjörður, Hveragerði og Grafarholt)

Gömlu símanúmerin eru komin í gagnið: 895 6661 (finnur) og 895 3859 (hanna)

Sjáum ykkur vonandi sem flest

föstudagur, 14. desember 2007

Flutt!

Já við erum flutt til Nærum! Það gerðist með atlögu fyrstu helgina í desember en allt gekk svaka vel með frábærri hjálp frá Jónasi, Gumma, Enok og Marjan. Að maður tali nú ekki um Sluseholmen gengið sem voru með gríslingana tvo í góðu yfirlæti þar sem þau hökkuðu í sig fiskinn hennar Dagnýar og nutu "öskurlaganna" hans Hjartar. Þúsund þakkir, þetta var ómetanleg hjálp fyrir okkur.

Og svo mun þetta vefsvæði verða framtíðarmiðlunarbúnaður fjölskyldunnar. Enn er unnið að gagnaflutningi síðustu ára og er ekki laust að gamall fiðringur taki sig upp þegar maður þjösnast á mysql fyrirspurnum, setur breakpoint og googlar svo það sem er ekki alveg að smella. Orðið nokkuð síðan maður var í þeim pakkanum. Meira orðið svona ferlar og fólk núorðið, sem er líka gott.

Krakkarnir sitja í sófanum og horfa á disney stundina (sem er ein besta uppfinning dana í sjónvarpsefni) með hluta jólaballssælgætispokans frá síðustu helgi. Það var víst lendingin í samningaviðræðunum síðasta sunnudagseftirmiðdag. Og látið ykkur ekki dreyma um að Baldur Freyr hafi verið búinn að gleyma því...

föstudagur, 28. september 2007

.. back in the USA. You don't know how lucky you are,boy

Jæja þá er maður aftur í landsnúmeri 1, Bellevue WA nánar tiltekið. Sit hér á hótelherberginu við þjóðveg 520 og horfi á endursýningar á Johnny Cash Show á KCTS stöðinni, dásamlegt efni...


Við komum hér á sunnudaginn frá Microsoft í Kaupmannahöfn í vinnuferð. Allra stífasta fundarprógramm sem ég hef setið (þraukað) í gegnum. Held að ég sé fær í flestan fundasjó núna.

Á morgun tökum við þó smá hvíld og förum í ferðalangaleik niðri í Seattle miðborg, sem maður hefur ekki komist í að heimsækja hingað til. Fundir og matarplön fram á kvöld og svo er barasta bensínið búið. Johnny Cash og Discovery stöðin bjarga þó miklu.

Ég tók kraftkaup áhlaup í morgun. Mætti með strákunum í verslunarmiðstöðina á húninn klukkan hálftíu. Ég tók 5 mínútur í skipulag bardagaáætlunnar innkaupa og lét svo vaða. Einum og hálfum klukkutíma seinna hafði ég áorkað 97% markmiða og náð að vingast við óléttu afgreiðslukonuna í Macys og svo víðsýnu og vinalegu ömmuna í GAP. Svitaperlurnar þerraðar og svo spænt upp í Microsoft á næstu fundarlotu.

sunnudagur, 19. ágúst 2007

Aftur í hversdagsmynstrið

Sumarfríið búið og allir komnir aftur heim. Hanna og krakkarnir áttu dásamlega daga á Íslandi og kominn er tími til að komast aftur í hversdaginn. Það er síður en svo tíðindalaust á heimilinu.

Margt er að gerast hjá litlu snillingunum þessa dagana. Ásta Lísa byrjaði í leikskólanum hans Baldurs þann 13. ágúst og gengur stórvel, enda nokkuðkunnug aðstæðum, krökkum og starfsfólkinu. Hún fékk strax eitt stykki verndarengil, hann Corantin vin hans Baldurs. Hann passar sko vel upp á Ástu og fylgir henni hvert fótmál, reimar skóna hennar o.s.frv. Svo knúsast þau að morgni og að kveldi, svaka rúsínur.

Sama dag og litla frökenin byrjaði í leikskólanum, þá gerði hún sér lítið fyrir og byrjaði að pissa í klósettið eins og ekkert væri. Sagði bara: ég þarf að pissa og skellti sér á gustafsberginn. Daginn eftir var hún búin að finna út úr því hvernig átti að gera númer tvö. Þó nokkuð af stórum viðburðum á þremur dögum.

Baldur er voðalega mikið að spekúlera þessa dagana, kannski eins og oft áður. Núna eru það unglingar sem eru heillandi viðfangsefni. Spurningarnar dynja á okkur: hvenær verður maður unglingur, hvað gera unglingar, eiga þeir kærustur og giftast og svona....

Tölurnar og klukkan eru stúderaðar stíft á heimilinu. Mikið verið að taka út tölur og tíma dagsins.

föstudagur, 10. ágúst 2007

Fargo - Dagur 5

Langur svefntími frá fyrri nótt setti mynstrið eitthvað úr skorðum og það gekk erfiðlega að sofna og ég vaknaði snemma, upp úr fimm. Bylti mér þar til ég nennti því ekki lengur og greip í ítalsku löggusöguna um Zen fram að fótferðartíma.


Síðasti dagur námskeiðsins var bara nokkuð bærilegur. Ég var alveg bara með hátt í fulla athygli í að gramsa í öryggisstillingum Axapta og 4 tímar flugu hratt fram að mat. Úti fyrir var heldur betur búið að hitna vel og það var heiðskírt og ábyggilega nokkuð vel yfir 30 gráðum, alger veggur.

Við fórum aftur á Qdoba mexíkó hraðfóðurstöðina. Það verður að segjast að kaninn er orðinn gríðar framþróaður í að láta hlutina ganga hratt fyrir sig með toppþjónustu. Við mættum í eitthvað sem maður myndi kalla ágætis röð, en maður var bara kominn út á borð í sólina á 2 mínútum. Magnað.

Komum við í Barnes og Nobles, þar er sko hægt að gleyma sér svo dögum skiptir held ég bara við að skoða það sem til er. Fundum eina bók um bókhald sem við vorum að leita af og svo náði ég að finna svolítið handa litlu ormunum mínum tveimur. Eftir svona góða verslunarferð þá var um að gera að verðlauna sig og heimsækja hið óðdauðlega fyrirbæri Krispy Kreme, sérstaklega þegar við vorum ekki með ónot í maga og með matarlyst. Þetta er bara ofvaxin kleinuhringjafabrikka sem hægt er að fá allar mögulegar og ómögulegar samsetningar af sykri og fitu með deigbindingu. Fékk mér orginalinn með glassúr og svo eina kremfyllta bollu. Það var nóg fyrir mig, lagði sko ekki í bláberja- og súkkulaðihringina.

Síðustu kvöldmáltíðina snæddum við á hinu stórfína Timber Lodge steikhúsi. Þar eru sko buffalóhausar á veggjum, hreindýrshornaljósakrónur og steikur hátt að hálfu kílói! Við fengum þó alveg bara passilega skammta og komumst alveg óskaðaðir út. Þetta var rosa fínt kjöt, meyrt og gott. Samuel Adams bjórinn alveg prýðilegur með steikinni.

Á morgun fljúgum við svo heim að loknum nokkrum fundum sem við John höfum stillt upp fyrir hádegið. Þetta er líka að vera gott, orðið hálfgerður ground hog day þar sem allir dagar eru eins. Morgunverður, námskeið, hvað eigum við að borða í hádegisverð, námskeið, upp á hótel eða versla, hvað eigum við að fá okkur í kvöldverð, upp á hótel, sjónvarp, dund og sofa. Spennandi, ekki satt....?

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

Fargo - Dagur 4

Líðanin var nokkru betri eftir 12 tíma hvíldina og matarlystin að mestu komin aftur. Ég gat því fengið mér eitthvað annað bara eitt epli í morgunmat. Af öllu sykurkruðeríinu valdi ég mér hafragrautinn sem er alveg bara prýðisgóður.


Enn einn dagurinn í kennslustofunni framundan og ég fékk mér verkja og hitalækkandi til að slá á hausverkinn og stífleikann í hnakkanum. Það hlýtur bara að vera annað hvort eitthvað slævandi í þessu dufti og pillum eða að kennslu efnið var svona leiðinlegt, því ég var gersamlega að sofna. Dottaði bara þó nokkuð oft undir hádegið.

Við fórum á Godfather's pizzustað í hádeginu en þeir voru með hlaðborð. Það sem sló mig þar var ein pizza sem er ætluð í eftirverð. Svona sykurhlaðið deig með glassúr og M&M kúlum en það var líka hægt að fá deigkúlur í kanilsykurhjúp, úúghhh. Ég bara næstum ældi, þetta er alveg týpiskt bandarískt, alveg löðrandi í sykri, enda gat maður séð það á 80% af matargestum að þar voru menn svolítið yfir kjörþyngdinni. John prófaði deigkúlurnar og fannst þær fínar en deigpizzan þótti honum hræðileg og sagðist hafa meitt sig bókstaflega í tönnunm.

Seinnipartinn á leiðinni frá námskeiðinu fórum við í gegnum möguleika okkar í kvöldmatar málum. Möguleikarnir eru óendanlegir því allt er nú hægt að fá, allan sólarhringinn, allan ársins hring. Við ákváðum því að taka ameríska pólinn í þetta og fara á alþjóðlega pönnukökuhúsið sem kvöldmat. Það virtist nú ekki vera svo óalgengt hjá fólki því eitthvað var nú af gestunum. Þjónustustúlkan var eitthvað svo rosalega kammó og í rúllandi rullu að mér fannst það bara hálf pínlegt. Næstum eins og hún væri aðeins þroskaheft, en það var nú ekki raunin því hún breyttist aftur í venjulega manneskju þegar hún sópaði gólfið. John hlýtur að hafa séð eitthvað skrýtinn svip á mér því hann kom með athugasemd um að hér væri unnið fyrir þjórfé. Við tókum smá umræðu um það hversu þjónusta getur verið aðeins of ágeng. Maturinn var alveg allt í lagi, eggjabaka með fyllingu og svo pönnukökur. Að sjálfsögðu allt of mikið, svona passlegt fyrir tvo og komið með auka gosglas þegar við erum komnir hálfa leið niður úr því fyrra.
Ég held bara svei mér þá að ég myndi grennast hérna í Bandaríkjunum þar sem ég er kominn með hálfgert ógeð á mat þar sem þetta er allstaðar í andlitinu á manni (matsölustaðir og auglýsingar) og í allt of stórum skömmtum í yfirgengnum útfærslum (feitt og sykrað). Maður verður beinlínis frábitinn mat þegar allar þessar auglýsingar og neysluhvatning gera þetta að hálfgerðu klámi.

Það var ekki annað hægt en að kíkja í móðurskip verslanna, Wal-Mart. John átti eftir að klára nokkur innkaup af listanum. Eins og allt í Ameríku var þetta náttúrulega risastórt og allt til í óteljandi úrvali og vöruflokkum. Rakinn úti skall á okkur þegar við höfðum lokið verslunarrápinu, það var reyndar svo heitt í lofti að regndroparnir nánast gufuðu upp jafnóðum.

miðvikudagur, 8. ágúst 2007

Fargo - Dagur 3

Um miðnætti skall á með skjálfta hérna í hitamollunni í Fargo. Ég skaust fram og tók sængina af hinu rúminu og setti hitann í botn. Já, ég var bara að fá bullandi hita.


Ég komst einhvern vegin í gegnum nóttina þar sem skiptist á skjálfti og hitakóf eins og vaninn er þegar maður fær hita. Mér leið svona bærilega í morgunsárið og ákvað að prófa að fara á námskeiðið og sjá svo bara til hvort það gengi. Matarlystin var samt nærri núllinu og ég fékk mér epli og te í morgunmat, alveg hámark af því sem ég gat sett ofan í mig. John fór með mér í súpermarkaðinn að kaupa eitthvað verkja og hitalækkandi. Þar klikkar kaninn ekki, allt gersamlega flæðandi í úrvalinu af alls kyns lyfjum. Mesta vandamálið var að velja eitthvað úr hillunni. Þar kom sér vel að hafa John á kantinum.

Maður sigldi einhvern veginn í gegnum daginn en þegar ég kom upp á hótel þá lagðist ég fyrir og var byrjaður að dotta upp úr klukkan sex. Ég ákvað að sleppa því að fara í kvöldmat og vera bara inni á herbergi og ná upp hvíld. Það gekk alveg eftir og ég svaf hátt í 12 tíma og hefði alveg getað sofið meira. Ekki mikið fjörið á manni þennan daginn...

þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Fargo - Dagur 2

Það var ekki upp á marga fiska næturhvíldin, ef það mætti kalla það sem svo. Líkamsklukkan eitthvað bjöguð og ræsti mig fram að pissa eins og einu stykki syndaflóði tveim tímum eftir að ég sofnaði þrátt fyrir samviskusamlegt fyrir-nóttina-piss. Mætti halda að maður væri bara óléttur?


Í dagsbirtunni sést enn betur hversu rosa flatt og rúðustrikuð Fargo er, eða það sem ég hef séð af borginni. Breiðar og hornrétt stræti og götur ná ekki að þekja mikið af sléttunum hér. Sjaldan séð eins mikið magn af matsölustöðum og verslunum samankomið á einum stað. Merkilega margir að fá sér McDonalds í morgunmat í bílalúgunni hérna á staðum við hliðina í morgun. Það var meira að segja ein konan sem kom inn í morgunverðasalinn með Mc poka með sér. Glætan maður hefði lyst á svoleiðis brasi fyrir hádegi.

Fundum Microsoft hérna ekki langt frá úti á sléttunni. Ég þurfti að fylla reglulega á kaffi og kólabirgðirnar við hliðina á mér í kennslustofunni til að halda meðvitundarstiginu fyrir ofan núllið. En þetta hafðist nú allt saman þrátt fyrir að ég og John neyttum ýmissa sleggjuaðferða við að fá uppsetninguna á Axapta í gegn, sem var eitt verkefnanna. Ég sat svolítið áfram til að fylgja eftir nokkrum málum og skaut póstum út í geim og kom á fundi með nokkrum heimamönnum á föstudaginn.

Ég lagðist svo upp í rúm á hótelherberginu í klukkutíma til að aðeins að reyna að komast upp fyrir núllið í meðvitundarstiginu. Stillti klukkuna og tók smá hring á þessum 50+ rásum og sá þar frétt um hörmulegt gengi á flugvöllum með tilliti til þess að vera á tíma. Júnímánuður sl. var víst sá alversti í áraraðir og það fer víst ekki batnandi. Chicago flugvöllur kom víst alverst út úr þessu með rétt um 55% fluga á áætlun. Hljómar alveg kunnulega.

Eitthvað fór klukkustillingin úr skorðum því ég rankaði við mér við það að John bankaði á dyrnar hjá mér um hálf sjö. Við fórum á einn indverskan veitingastað, The Indian Passage. John var eitthvað slæmur í maganum og borðaði nánast ekkert af sínum mat. Mér leið ekki sem best heldur og borðaði jú eitthvað en ekki mikið. Þjónustustúlkan gat ekki orða bundist: "what happened"? Við gáfum skýringarnar en John bjargaði ærunni með því að biðja um að taka matinn með út úr húsi. Held að hann ætli að fara beint í rúmið, skil það vel.

Uppi á herbergi nýtti ég mér hina inniföldu nettengingu til að skrifa niður og setja á netið þessa dagbókarbrot. Ennþá frekar ómögulegur í maganum, á í mestu erfiðleikum með að finna sjónvarpsstöð sem er ekki að hella yfir mann fitulöðrandi matarauglýsingum. Hef dottið niður á Survivor Man á Discovery sem hefur nánast engan mat fyrir augunum, enda er hann alltaf hálf allslaus í eyðilendum.

Fargo - Dagur 1

Þá var komið að því að skella sér til Fargo. Skemmtileg tilviljun að hin ódauðlega mynd Cohen bræðra hafði einmitt verið á dagskrá kvöldið áður á TV film. Ég tók lestina frá Klampenborg niður á Kastrup upp úr hálf eitt. DSB bara nokkurn vegin á áætlun, til hamingju!


Innritunarröðin var ekki svo slæm, en alveg sá ég fyrir að fjórmenningarnir á undan mér væru svona vesen fólk. Miðaldra ráðvilltar kerlingar með körlunum sínum. Frúin var með allt of þunga tösku, meira segja fyrir economy extra! Þá var byrjað að tína upp drasl bara þar sem hún stóð, jæja hvað skal maður þurfa að bíða lengi eftir að þetta rugl leysist. Á hinu innritunarborðinu voru tveir félagar að stefna hraðbyri í seinni afmælisdaginn sinn. Eitthvað droll á þeim.

Hugsanir mínar voru lesnar og röskur SAS starfsmaður kallaði á mig inn á næsta checkin borð og græjaði innritunina á 5 mínútum, gluggasætið klárt og hægt að strunsa upp í öryggishlið. Ég sá að það var sennilega hægt að fara í gegnum SAS hraðbrautina á Economy Extra miðanum og svo reyndist vera. Var kominn í gegn á 7 mínútum.

Hitti John inni á vappinu og við fórum út að hliði 40 að bíða eftir innritun. Loks kom að því og ég tyllti mér niður með Dynamics AX doðrantinn og þrælaði mér strax af stað í lesturinn, sjáandi fyrir mér kvikmyndasýningu á eftir sem gulrótarverðlaun. Lesa í 2 tíma og fá svo 1-2 góðar kvikmyndir í þessu nýja og endurbætta skemmtikerfi SAS manna. Frá árinu 2007 er Nú er hægt að sækja og sjá kvikmyndirnar eftir þörfum og vild. Stoppa og taka teygju og pissustopp og allt. Það eru svo sannarlega framfarir frá því ég flaug síðast til Redmond. En öllum framförum geta fylgt vaxtaverkir og mér til mikilla vonbrigða tilkynnti yfir flugfreyjan skömmu eftir flugtakið að kvikmyndasýningahluti skemmtikerfisins væri bilaður, því miður. Ojojojoj, nú fauk gulrótin sem dögg fyrir sólu. Bara vinna, ekkert fjör og um níu tímar í háloftunum framundan. Svo hafði ég í þokkabót nú óvart vistað word skjölin á rangt snið á fartölvuna þannig að ekki var hægt að lesa um skýrslu notendarannsóknanna. Bara einn vistaður póstræfill og jú MapPoint sem hægt var að skoða hvar hótelið er og svona.

Þannig að farið var í smá fornleifagröft. Gat skoðað ansi magnaðar hreyfimyndir af gríslingunum og alveg ótrúlegt að sjá Ástu Lísu skríða á rassinum með snuddu í munni og mállausa með Baldur stóra bróðir að drösla henni inn og út af baðherberginu í hestaleik. Ómetanlegt.

Það er samt ekki hægt að kvarta yfir dúlleríinu í fóðurdeildinni hér. Búið að fá smá fyrir mat snakk, kjötbollur með mús og trönuberjum, kaka og kaffi á eftir, sífellt verið að bera í mann vatn og safa og nú rétt í þessu kom sælgætismoli og ítalskur ís. Nammi namm. Svolítið huggulegra á Economy Extra. Hvernig ætli lífið sé þarna hinu megin við tjaldið á Business Class?

Hitamollan skall á okkur á Chicagoflugvelli við komuna um 18 að staðartíma. Þessi flugvöllur er ekkert smávægis flæmi og allt á kafi í flugvélum að koma og fara. Vængirnir snerta nánast hvor annann þegar vélarnar mætast á leið sinni til og frá flugbrautunum.

Erillinn átti eftir að sýna sína verri hlið þegar fluginu okkar til Fargo var frestað í sífellu og flutt milli hliða a.m.k. fjórum sinnum. Við máttum bíða í 3 tíma umfram áætlaðan flugtíma og við virtumst ekki vera eina flugið sem var í þeirri stöðu. Bara stórmerkilegt að heyra innritunarmanninn á hliði 12 reyna að selja farþegunum það að þetta væri alveg að koma. Flugvélin komin, bara eftir að fá áhöfnina, hún er bara rétt ókomin frá Newark. Reglulega ómuðu tilboð flugfélaganna um að gefa eftir sæti sitt fyrir frá fría gistingu, uppihald í Chicago og flugmiða til að bjarga yfirbókunum.

Það voru þokkalega rauðeygðir og steiktir tvímenningar sem innrituðu sig inn á Fairfield Inn hótelið um eitt eftir miðnætti á staðartíma (átta að morgni í Danmörku). Orðið bara ágætt eftir tæplega sólarhringsvöku 19 tíma þvæling.

mánudagur, 30. júlí 2007

Regn, ragn og pyntingastopp

Ég eiginlega bara var á mörkum þess að trúa því hversu mikið magn gat
puðrast niður úr himninum í dag. Hanna fór í pæjuklipp hjá Elvu niðri í
bæ en við krakkarnir vorum heima að gormast við myndaskoðun, leik, át
og teiknimyndagláp. Á meðan skiptist á súld og úrhelli.

Þess má til gamans geta að júnímánuður 2007 var sá votasti frá upphafi mælinga í Danmörku. Júlimánuður er óðfluga að stefna í metmánuð. Við eigum rúmlega 25 mm eftir til að ná í 140 mm metið frá 1931. Einn dagur eftir, koma svo!
Olga, Sara og Anna: við reyndum að selja ykkur dönsku sumarblíðuna frá því fyrra án árangurs. Þið kusuð rétt í mars, fóruð heim í hólminn og nutuð veðurblíðunnar. Gott hjá ykkur...

Það svona smá súrnaði í genginu og við fórum loks af stað eftir hádegið að ná í hjól í viðgerð og á bókasafnið. Baldur tók smá drama yfir gleymdri plastflautu við brottför en annars bara allt þokkalega rólegt.

Garg, væl og tos á bókasafninu gerði ferðina styttri og skertri af gæðum en áður hefði verið vonast eftir. Við strunsuðum út með Ástu og Baldur í misjöfnum gír. Ásta hálfgólandi en Baldur bara almennt fúll. Keyptum brauðbollur á útleiðinni og tókum strikið út á bílastæði. Við útganginn stóðu strákur og stelpa um tvítugt á vegum Amnesty International í góðum tilgangi. Ófrávíkjanlegri beinni spurningunni var skellt á okkur á bestu stund: Vilt þú vera með í að stoppa pyntingar?

Eins eigingjarnt og það hljomar var mín fyrsta hugsun: myndir þú vilja hjálpa að stoppa okkar pyntingu? Kannski skipta bara við okkur; væri bara fínt að við Hanna myndum stilla okkur upp fyrir utan Kvickly og spyrja fólk um pyntingastopp. Þau tækju bara króana...

Það er kannski ekki að ástæðulausu að liðið (sérstaklega Baldur) séu svona mátulega óstöðug þessa dagana. Við erum búin að vera í fullu prógrammi í sumarfríi í Svíþjóð, Bon Bon land, Bakken o.s.frv. Til að setja punktinn yfir i-ið styttist æ meira í Íslandsför barna og Hönnu sem er tímasett á miðvikudaginn 1. ágúst. Baldur talar æ meira um að keyra yfir fjallið til að fara til afa Sæma og jafnvígt hótar hann í verstu hviðunum að flytja til Íslands í Kambahraunið.

fimmtudagur, 26. júlí 2007

Aftur í vætuna...

Þá erum við komin aftur í metregnsvæðið norður af Kaupmannahöfn. Áttum alveg hreint dásamlega viku með Nirði, Kollu, krökkum, Sigga og Borghildi upp í skaníubænum Södertalje í gula húsinu. Það rignir ennþá hér í Danmörku á meðan við fengum bara alveg ágætis veður í landi Gústafs.

Rosa var nú spennandi að sofa á dýnu, ekki í rúmi fyrir Ástu Lísu og Baldur kom heim með boga og örvar af riddarahátíðinni. Komumst klakklaust með það í gegnum tollinn með smá tilfæringum.

Margt var brallað og gert á þessari viku. Fórum í tívolí Gröna Lund, Astrid húsið Junibacken, riddarahátíð, strandferð ofl á milli þess sem við höfðum það gott í stóra húsinu og garðinum í Pershagen í Suður Södertalje. Myndir koma jú síðar...

laugardagur, 14. júlí 2007

Sumarleyfi...

Það hófst formlega þann 6. júlí þegar við brunuðum í beljandi rigningu yfir gegnumflotna akra Skánar á leið okkar til Trollhattan. Maður fórnar sér fyrir heildarhagsmunina og lætur lægðarhraðbrautina yfir sig ganga til að ættmennin á Íslandi fái nú að njóta sólríks sumars.

Við vorum í heimsókn hjá Kjell og Maríu í þessa fjóra daga. Jakob var með í för á meðan Anja klofaði yfir leðjuhaugana á Hróarskeldunni. Þetta var í alla staði frábær ferð og verulega gaman að hitta þau skötuhjú og drengina þeirra, Alexander og Kristoffer. Veðrið var alveg ásættanlegt og við sáum til sólar í fyrsta skipti í Svíþjóð þegar við komum til Trollhattan. María var svo sniðug að hafa útbúið fjársjóðsleit heima hjá þeim í sveitinni sem sló svona svakalega í gegn hjá krökkunum.

Annars hefur svo bara verið nokkuð í blautari kantinum hjá okkur en við bindum vonir við morgundaginn þar sem dagurinn í dag var frábær, rauk upp í tæplega 30 stig og misturs mollu. Maður bara hrökk við, orðinn óvanur þessu. Bon bon land verður að öllum líkindum heimsótt á morgun, nú þegar Baldur er sennilega (vonandi) orðinn hitalaus. Svo er það Svíþjóð aftur næsta fimmtudag. Þá förum við í vikudvöl í skiptihúsnæði Njarðar og Kolbrúnar upp við Stokkhólm. Það verður án efa stórfenglegt....

þriðjudagur, 26. júní 2007

Það var þá loksins...

Við erum flutt! Eremitageparken 105 2A, Lyngby.

Þetta hafðist allt saman svo miklu betur en við höfðum þorað að vona. Þrátt fyrir sammælda bilun beggja síma, skort á reipi og að gleyma veski inn í ísskáp, þá var búið að rumpa öllu úr bílnum klukkan 17:40. Munar þar langmest um röskan hóp vinnufélaganna sem fjölmenntu sem fimmenningar og þrykktu farminum upp um hæðirna tvær á mettíma. Í þetta skiptið leigðum við stærri bíl sem rúmaði allt draslið í einni ferð og Hanna hafði hlaðið bílinn fyrr um daginn. Þetta gekk bara allt upp! Takk fyrir strákar!


Það voru svo bara jólin hjá krökkunum að endurheimta allt dótið sitt. Enda er herbergisgólfið þakið í dóti úr kössunum. Á morgun verða rúmin skrúfuð saman og fyrsta nóttinn í nýjum heimkynnum prufukeyrð. Mikil spenna fyrir því.

Við vorum bara að koma heim núna um hálf tíu og þá var farið í það að hátta og svæfa gríslingana sem voru orðin nokkuð græn í framan af öllum viðburðunum. Ásta Lísa er vonandi að jafna sig eftir viðskilnaðinn við vöruflutningabílinn sem þau fengu að sitja í hjá mér á leið upp á bílaleigu. Hún grét hástöfum yfir óréttlætinu að ekki væri hægt að keyra meira í stóra bílnum og sitja hátt uppi. Við verðum einhvern veginn að bæta henni það upp. Flytja aftur fljótlega? Æi, nei þá fæ ég mér frekar hestvagn á háum hásingum....

föstudagur, 22. júní 2007

Frá Kína

Var að sjá heimildarmynd á DR2 um tónlistarmenn í Kína. Það verður nú að segjast að ég hreifst af stelpnatríóinu Hang on the Box. Er að kíkja betur á þær stöllurnar.

Þær voru svo ljómandi geðugar á allan hátt og komu vel fyrir. Svo var eitthvað heillandi við lögin þeirra, eitthvað fléttukennt og tímasetningar element...


mánudagur, 11. júní 2007

Sól

Ég er að bráðna, það er svo heitt. Í dag fór hitinn yfir 30 gráður og það er bara ekki alveg í lagi....föstudagur, 8. júní 2007

Fréttir??

m. vastus medialis sagði:
Ég er á leið í rúmið, hlakka til að kúra mig niður í koddann minn og svífa á vit ævintýranna. Í nótt vorum við systurnar búnar að festa kaup á sveitajörð þar sem við ætluðum að opna verslun en það var eitt og annað sem þurfti að gera áður en við komumst svo langt. Annars man ég yfirleitt lítið hvað mig dreymir þessa dagana.

Einn mætur maður sagði að ef maður passaði sig ekki að láta sig dreyma í daglega lífinu þá kæmu draumarnir í svefni og oft vaknaði maður þá þreyttari.Ég held að ég sé einmitt í fasanum að láta mig dreyma á daginn, en draumarnir eru kannski ekkert endilega ævintýralegir; snúast aðallega um heimili og anatómíu. Það hafa ekki verið rólegir tímar hjá okkur fjölskyldunni fyrri hluta ársins og ég vona að nú fari að hægast um og við fáum kannski smá tíma til að hlú hvert að öðru.

Húsnæðismálin okkar eru vonandi að skýrast. Okkur hefur boðist ljómandi fín íbúð í Lyngby (eigum þó enn eftir að skrifa undir samning), húsið og stigagangurinn er ekki það fallegasta en íbúðin er mjög fín, risastórar svalir, umhverfið vel grænt og staðsetningin mjög góð. Við tókum þá erfiðu ákvörðun að sleppa húsinu sem við vorum búin að taka á leigu en ekki enn flutt inn í, en eins og eflaust mörg ykkar vita þá neitaði fyrri leigjandi að flytja út og það mál er enn í gangi og ekki hægt að segja
til um hvenær því lýkur. Tvær vikur hafa orðið að mörgum, mjög mörgum.

Ég glími við þann vankant að eiga mjög erfitt með að sleppa, og það á vel við í þessu tilfelli því að ég var búin að festa svo marga drauma og væntingar við það að flytjast í einbýlishús með garði. En af því verður ekki enn um sinn og ég verð að draga lærdóm af þessu. Fyrir mér er hann skýr; ekki láta drauma mína vera bundna í materalísku efni. Jæja nóg um það, er eiginlega komin með upp í kok af þessu öllu saman.

Ég er þessa dagana föst yfir anatomi-bókunum mínum og reyna að púsla þessum dýrðlega líkama sem við búum yfir. Þvílíkt sem hann er flókinn og fullkominn, ófullkomleikinn felst svo kannski í þessu huglæga sem við búum yfir ;-)

Ég hlakka svo barasta ógó mikið að komast í sumarfrí og fara njóta þessarar svaka veðurblíðu sem hér er í landi, þetta er barasta dásamlegt! Hvernig er það, er nokkuð rok og rigning hjá ykkur núna??

Jæja, ætli ég fari ekki að kveðja. Ég hélt að ég hefði frá svo miklu að segja en svo er lítið í kollinum á mér. Ekkert nýtt, hva :-) Ég vona bara kæru vinir að þið hafið það öll sömul gott og að þið horfið fram á veginn í stað þess að hafa augun á því sem liðið er.

Kram
Hanna

miðvikudagur, 16. maí 2007

Regn

Það sturtast niður regnið þessa stundina. Veðurmaðurinn á DR benti á bláa og fjólubláa klessu yfir Sjálandi sem tákn láþrýstisvæðisins sem er ábyrgt fyrir þessu úrhelli.

Vonandi verður veðrið nú ögn þurrara næstu 4 dagana en þá erum við öll fjölskyldan í fríi. Hlakka mikið til að slaka á og safna smá orku með genginu.

Ýmsar breytingar, tískusveiflur og dillur eru að gera vart við sig hjá ungviðinu.Ásta er líklega komin yfir mjólkurofnæmi sitt en við höfum smá verið að prófa okkur áfram með að gefa henni mjólk og mjólkurmat. Núorðið fréttist af dömunni þamba mjólk í akkorði hjá dagmömmunni. Um að gera að nota tímann á meðan mamma og pabbi sjá ekki.

Systkinin eru búin að uppgötva Koldskål og hafa hakkað í sig nokkrar skálar með gegnumdrekktum kammerjunkers. Svaka gott.


Það er helst á hverjum morgni sem Ásta verður að fá að pumpa í framdekkið á hjólinu áður en við hjólum upp í Nærum.

Baldur litaði hárið á Kiwanis (bangsanum) blátt í dag. Hann er með bláan hanakamb greyið. En Baldur sagði að hann (kiwanis) hefði dreymt um að fá blátt hár. Og hvað gerði Baldur annað en að láta draum hans rætast?

Baldur er líka að uppgötva kvenkynið. Farinn að spekúlera í brjóstum og sætum stelpum. Hafði orð á því við Alexander vin sinn í dag að starwars stelpan væri með brjóst (tí hí hí). Fór svo alveg á yfirsnúning þegar systir Alexander kom með pabba sínum að sækja hann. Hljóp um allt og lét eins og kjáni. En bara til að hafa það á hreinu: hann vill ekki leika við stelpur, bara töff stráka (að eigin sögn).


föstudagur, 4. maí 2007

Akron/Family

Flytjandi: Akron/Family
Staður: Lille Vega, Köben
Stund: 12. apríl 2007
Mat: 4/5 *

Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn.

Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með.

Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður.Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér.

Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta lag sitt hinum nýlega látna rithöfundi Kurt Vonnegut. Þeir tóku hið dáleiðandi Love and Space þar sem áhorfendurnir fengu það hlutverk að kyrja í kór: love and space á meðan þeir skiptust á að syngja versin að hætti "O brother where art thou?".

Beint úr negra/gospel í sýrurokkssprengju og svo skipt yfir í blús og gospel inn á milli þar sem mér fannst þeir eiga sína bestu spretti. Mættu hvíla/klippa út sýrurokkið en einbeita sér að þjóðlagalínunni sem þeir eru að gera frábæra hluti. Mjög þéttir og sveigjanlegir í blússpuna en kannski einn þeirra helsti galli er að þeir taka sjálfa sig langt frá því alvarlega; eins og þetta sé bara djók músík. Ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman af því hversu létt og skemmtilegt andrúmsloft þeir skapa, en mér finnst þeir eiginlega vera að gera lítið úr sjálfum sér og sínum verkum á köflum. Það mun vonandi koma til með auknu sjálfstrausti.

Þeir nota alls kyns hljóðfæri á sviðinu s.s. blokkflautur, hringlur ofl til að krydda aðeins. Allar stefnur teknar og þegar var að líða undir lokin hvíslaði ég að Jónasi: "við eigum þá bara eftir að sjá rappið". Það kom svo að sjálfsögðu.

Og áfram hélt veislan, þeir létu áhorfendurna syngja mikið með og þegar fór að líða að niðurlaginu grýttu þeir hristum og hringlum út í sal. Bassaleikarinn gegndi lykilhlutverki í að rífa upp stemninguna í salnum og fór nokkra túra út í sal með blokkflautuna sína. Þeir drifu áhorfendur upp á svið í langan söng af barnarímunni "circle, triangle, square" þar sem allir dilluðu sér og sungu. Fulli kallinn í salnum átti góðan sprett þegar hann reif sig úr að ofan og kjagaði og brölti um sviðið.

Maður skildi svo sannarlega hvað Family hluti nafnsins kom frá þegar allir stóðu á sviðinu og kyrjuðu.

þriðjudagur, 24. apríl 2007

Furðulegt háttarlag hunds um nótt

{mosimage}
Mark Haddon, 2004.

Frábærlega vel skrifuð bók sem á allt það hrós skilið sem ausið hefur verið á hana.

sunnudagur, 15. apríl 2007

Hús- og littekja

Það eru sennilega fáir sem ekki hafa heyrt af hústökukúltúr þeim sem tíðkast í Danaveldi. Nægir að nefna Ungdomshuset og Kristjaníu, en nú á síðustu mánuðum hefur í báðum tilfellum verið bundinn formlegur endir á hústökuna. Því miður þarf ekki að líta sér fjær til að upplifa áhrif hústekju, við erum svo að segja í hringiðunni.

Að littekjunni er það að frétta að heiðskíran og sólríkan himininn höfum við haft brosandi yfir höfðum okkar að undanförnu. Um helgina var svo loksins orðið stuttermahæft og er afrakstur 8 tíma útiveru í dýragarðinum og Valbyparken beinlínis rauðglóandi á örmum mínum og andliti í kvöld. Hanna er með afar smekklegan, rauðan prestkraga; svona hálsmálslaga.

Hústaka. Við bíðum enn eftir að "Mustafa" láti finna sig og mæti á fógetafund til að ræða ólögmæta dvöl hans í húsinu sem við bíðum enn eftir síðan 1. mars. Merkilegt hvað eymingjum skal takast að láta reka á reiðanum í réttarkerfinu. Á meðan erum við hálfgerðir hússníklar í fullhúsgagnaðri (og fataðri) íbúð Kelds sem af algerri góðmennsku sinni leyfir okkur að leigja eins og þurfa þykir. Vonandi tekur þetta enda sem fyrst og við bíðum nú eftir næstu fundaratlögu í maí. Þá getum við vonandi fengið allt dótið okkar til baka sem hýrist nú í kjallararými búslóðargeymslunnar upp í Hörsholm. Ekkert minna en flugeldasýning og grillveisla mun duga til að fagna þeim degi sem við flytjum inn.

þriðjudagur, 10. apríl 2007

Á ný

Ég er komin í kvennatölu á ný... með öllu sem því fylgir

Red mig - - - - -

þriðjudagur, 3. apríl 2007

Djamm og aftur djamm

Vitið þið að eftir því sem ég eldist þá finnst mér skemmtilegra að djamma. Ég held að það sé vegna þess að nú orðið gerist það svo sjaldan. En um helgina var farið á eitt ansi gott djamm, black russian og dansað upp á borðum.


Peta frænka mætti á svæðið, í sinni árlegu ferð til Køben (sjá færslu frá því fyrir ca. ári) og þá fengum við Dagný stelpuorlof og Nukka fékk hefðbundið orlof. Við fórum á fatamarkað í KB hallen þar sem merkjavara er seld á slikk og svo farið heim til mín, skotið upp einu alvöru stelpupartýi og farið svo í bæinn. Ákváðum að fara beint á Dubliner því þar er live musik og dansað upp á borðum. Peta gerði gott betur og rauk upp á svið og söng með hljómsveitinni ásamt hinum sænska mjaðmahnykkjara Tomas. Svo þegar nóg var komið var Dagný dregin af dansgólfinu af vinkonu sinni og enduðu þær kvöldið á Dubliner í slagsmálum þar sem dyraverðirnir stóðu og hlógu. Þá var fátt eftir en að fá sér að borða og að sjálfsögðu var Maccinn fyrir valinu og svo þegar við vorum á leið í taxa þurftum við að sjálfsöggðu að lenda í klónum á sjálfumglöðum Dana en hann fékk að heyra. Dagný - alltaf töff þó svo að hún hafi ekki kunnað að reikna þetta kvöldið ;-) Eina sem ég saknaði frá kvöldinu í ljósi kvöldsins fyrir ári, var að sjá hana frænku mína taka eina munnsveiflu ;-) En algert snilldarkvöld verð ég að segja og ég er farin að hlakka til að ári....

Við familían erum á leið í bústað með familíunni í Sluseholmen á fimmtudaginn. Veðurspáin lítur svo ljómandi vel út að það er kominn fiðringur.....

Ég vona kæru vinir að þið eigið góða páska og munið að vera góð hvert við annað!

Kys og kram
Hanna

sunnudagur, 25. mars 2007

Sumarið er tíminn

Sunny girl sagði:
Sumarið er formlega komið.

Klukkan var færð fram um einn tíma í nótt og vetrarskórnir komnir í ruslið.

Rigtig god sommer :-)

Sólarstelpan

laugardagur, 24. mars 2007

Daginn í dag....

Litli Prinsinn minn er veikur, það er ekki oft sem það gerist. Ég held að það sé kannski tvisvar til þrisvar frá þvi fluttum hingað í sept. '05. En hann velur tímann. Í fyrsta sinn sem við fórum heim til Íslands í efterårsferien þá vaknaði hann um nóttina með bullandi hita. Hugur minn fór að sjálfsögðu á fullt; "hvað nú?", "þarf ég að hætta við?", "hvað geri ég þá?" etc. en svo vaknaði hann um morguninn eins og ekkert hefði í skorist og við fórum til Íslands. ÁLF var reyndar veik nánast alla þá viku en það er önnur saga....

einnig í þetta sinn valdi prinsinn daginn......


við vorum nefnilega búin að plana (í annað sinn - fyrra skiptið klikkaði v. veikinda ÁLF) að fara í sleepover i Sluseholmen hjá Dagnýju, Hirti og Kolbeini. Við búin að hlakka svo mikið til. Strákarnir, Finnur og Hjörtur ætluðu að flytja dótið okkar (sem þeir eru að gera í þessum skrifuðu orðum) úr íbúð hólmaratríósins í búslóðageymsluna í Hørsholm og svo átti að njóta dagsins, elda e-ð gott, spila og jafnvel opna eina flösku af rauðvíni eða tvær eða þrjár eða fjór......

En þetta eigum við þá bara inni og huggum okkur við það að það er ekki langt í páska en þá skellum við okkur í bústaðinn.

Hér er linkur á bústaðinn ef þið viljið kíkja: líf og fjör og læti.

Eftir að við breyttum plönunum með Sluseholmen-genginu í morgun hringdi Dagný og spurði hvort ekki mætti bjóða Prinsessunni í gistingu. Prinsessan fór því með pabba sínum í morgun og varð eftir. Allt hefur gengið vel og útlitið því gott með gistinguna. Ég verð nú samt að viðurkenna að þetta er svolítið skrýtin tilfinning. En hún er í mjög góðum og töff höndum svo að ég hef engar áhyggjur.

Ég bið bara að heilsa í bili og vona að þið eigið góða helgi.

Kys og knús Blöbbý


föstudagur, 23. mars 2007

Öryggisleysi

Hvað maður getur nú verið háður þægindum nútímans? Það er nú bara með eindæmum eins og dæmin sanna...


Á miðvikudagskvöldið buðum við hólmaratríóinu í kveðjukvöldverð og Harðsnúnar húsmæður gláp. Það leið óðum að kvöldmatnum, pizzan og franskarnar komin inn og allt að smella. Búmm, allt svart. Við erum rafmagnslaus!

Það er ekkert grín að vera í ókunnugri íbúð og ætla sér að finna eitthvað jafn framandi eins og kerti eða vasaljós. Að maður tali ekki um rafmagnstöfluna sem Árbæjarsafnið dauðöfundar okkur ábyggilega af. Fjórum mínútum og 122 spurningum Baldurs síðar mættu Sara, Olga og Anna á myrkrasvæðið.

Eftir að náð hafði verið í nágrannakonuna (eða réttara sagt dóttir hennar) til skrafs og ráðargerða, ákváðum við að besti möguleiki okkar fælist eflaust í því að fara með bæði 10A og 16A öryggin út á bensínstöð og athuga hvað væri heilt og hvað ónýtt. Vonandi að fá nýtt öryggi líka.

Það varð svo úr að nýtt 10A öryggi var það sem þurfti og við gátum klárað að elda pizzuna og átt ljómandi skemmtilegt kvöld saman.

Vonandi hafið þið nú skilað ykkur heilar heim stelpur, takk fyrir síðast og við sjáumst vonandi sem fyrst!

fimmtudagur, 22. mars 2007

Jamm og jæja

stúdínan sagði:

Jæja jæja jæja er ekki kominn tími á að ég láti í mér
heyra.....

það er frí í skólanum hjá mér í dag og á morgun v. ráðstefnu
í Þýskalandi og ég er því hér heima að "læra".

Í gær var kveðjustund hérna með skellibjöllunum 3 úr
Søllerød Park. Olga og Sara eru að fara heim á morgun og Anna fer eftir viku.
Við munum sakna þeirra mikið og ekki síst krakkarnir. Við hlökkum því líka
mikið til þegar þær koma í heimsókn í sumar,
við eigum jú eftir að fara saman á ströndina í Vedbæk!!

Góða ferð kæru vinkonur - þið eruð frábærar.

Við erum búin að festa kaup á ferð til Svíþjóðar í sumar og
leigja bíl í þann tíma sem við verðum. Njörður og Kolla eru búin að skipta á
húsi við sænska fjölskyldu og við förum því í heimsókn til þeirra í
"nýja" húsið. Ég hlakka til, mig hefur svo lengi langað að fara til
Stockholm og nú verður af því. Svo nú er bara um að gera að fara að skoða hvað
er hægt að gera þar í kring. Það verður eflaust úr mörgu að velja - Svíarnir
klikka ekki ;-)

Svo erum við að fara í sumarbústað um páskana með
Sydhavn-familien. Erum búin að leigja bústað á Vest Sjælland og allt lítur vel
út. Við vonum bara að veðrið og bakteríurnar verði vinalegri en fyrir um ári
síðar.

Vorið er á leiðinni og allt farið að springa út.

Peta frænka er að koma um aðra helgi og ég treysti á að
djammið verði traust. Það var snilld síðast þegar hún kom. Ég hlakka svo
til.....

Ekkert nýtt að frétta af húsinu "okkar" í
Hørsholm. Við bíðum enn eftir fréttum en búumst við að þurfa að bíða með
innflutning þar til í maí. Súrt en við höfum það alveg fínt í íbúðinni hans
Keld hérna í Virum. Við vonum svo líka að Keld hafi það fínt í Indlandi.

Skrýtið hvað lífið getur verið afstætt. Ég læt mig (enn sem
komið er) dreyma um að fara til Indlands, Kína og Thailands en Keld gerir þetta
bara ansi oft. Hann vinnur í Indlandi fyrir danskt fyrirtæki, á tælenska konu
og var síðast þegar við heyrðum í honum á vinnufundi í Kína. Svo eru aðrir sem
dreyma um að koma til Íslands og það er nú bara ansi oft sem ég fer þangað.

Annars held ég að við séum búin að ákveða að koma ekki heim
í sumar. Setjum stefnuna á önnur ferðalög í staðinn og allar ábendingar um góða
áfangastaði eru vel þegnar. Það leynast nefnilega svo margar perlur á hinum
ýmsu stöðum.

Jæja tuss og lufs - ætla að fara að "læra"

kys og kramBlöbbýsunnudagur, 18. mars 2007

Mikið rétt

Blöbbz sagði:
Alger snilld þó svo ég hafi fengið að láni.....


I romantikken er der én regel der gælder: Gør kvinden lykkelig. Gør du noget hun kan lide, får du point. Gør du noget, hun ikke kan lide, mister du point. Gør du noget, hun forventer får du ingen point. Sådan er reglerne.

Enkle pligter
Du reder sengen +1
Du reder sengen, men glemmer pyntepuderne 0
Du smider sengetæppet over den uredte seng -1
Du glemmer at slå toiletbrædtet ned -5
Du sætter nyt toiletpapir på når det behøves 0
Du får ud for at købe super ultra bind med vinger til hende +5
- i regnvejr +8
.. men kommer hjem med en six-pack og to kammerater -5
Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd 0
Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd, men der var ikke noget 0
Ok, der var noget +5
Du skyder det +10
... men det var hendes kat -20

Sociale forpligtelser
Du holder dig ved siden af hende hele festen 0
Du holder dig ved siden af hende et stykke tid, men går så hen for at snakke med en gammel drukkammerat -2
.. der hedder Silvia -4
Silvia er danser -6
Silvia har silikonebryster -17

Hendes fødselsdag
Du tager hende med ud til middag 0
Du tar hende med ud til middag på en restaurant der ikke har fjernsyn +1
Ok, der ER fjernsyn -2
Det er en spis-så-meget-du-vil-middag -3
Det er et fodboldværtshus, det er en spis-så-meget-du-vil-middag og du har malet ansigtet i favoritholdets farver -10

Ude med hende
Du tager hende med i biografen +2
Det er en film hun kan lide +4
Du tager hende med til en film du selv hader +6
Du tager hende med til en film du selv kan lide -2
Den hedder »Dødelig robot VI« -5
Den handler om uhyrer, der spiser mennesker -9
Du løj før i gik og sagde at det var en socialrealistisk film om forældreløse børn -12

Din krop
Du begynder at få en synlig ølmave -15
Du begynder at få en synlig ølmave og træner for at komme af med den +10
Du begynder at få synlig ølmave og begynder at gå med jogginbukser og store hawai-skjorter for at skjule den -30
Du siger: »Det spiller ingen rolle, du har jo også én« -1200

Det store spørgsmål
Hun spørger om hun ser fed ud
Du tøver med at svare -10
Du svarer: »Hvor?« -35
Et hvilketsomhelst andet svar -20

Kommunikation
Når hun vil tale om et problem:
Du lytter med en bekymret mine 0
Du lytter i mere en en halv time +5
Du lytter i mere end en halv time uden at se tv imens +100
Hun indser, at det er fordi du er faldet i søvn -200

Pointberegning
- Positive point neutraliserer negative point.
- Positive point har en maximal levetid på to uger.
- Negative point varer evigt.
- En balance på mindst 100 pluspoint er nødvendig for at få sex.
- En negativ balance på 1000 point betyder skilsmisse.

þriðjudagur, 13. mars 2007

13. mars 2007

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Ásta
hún á afmæli í dag.

Elsku kæra sys
Ég vona að dagurinn þinn vefjist inn í hamingjuna á litríka vegu.

Ég elska þig!
Þín syslaugardagur, 10. mars 2007

Hið góða

Undanfarið hefur efinn um að réttlætið og hið góða í mönnum og samfélaginu sem við lifum skotið upp kollinum. Samhliða því hefur maður reynt að setja hluti í samhengi og von um að karma heimsins jafni allt út og nú fari nú að snúast á gæfuhliðina.
Þegar maður fær svo loks teikn um að hið góða er síður en svo horfið úr heimi okkar, er léttirinn mikill og vonin vex í vorinu.


Hann Keld veitti okkur vonina aftur á fóstudaginn með svari sínu frá
Indlandi að við gætum leigt íbúðina hans eins lengi og við þyrftum.
Þvílíku fargi sem af okkur var létt, nú þarf ekki að fara í að redda
næsta heimili um mánaðarmótin, bara hægt að draga andann og horfa fram
á við. Hvað segir maður annað en takk kærlega fyrir þetta, Keld.

Hann Keld sendi okkur svarpóst frá Peking í dag, þar sem hann var að
hefja vinnuferð sína, og sagði að sér þætti svo gaman að gleðja fólk.

Já, hið góða lifir enn.

Hissing Fauna, Are You The Destroyer?

{mosimage}
Artist: Of Montreal
Release Date: 23. januar 2007
Genre: Alternative/Punk
Styles: Indie Pop, Indie Rock
Label: Polyvinyl Record Co

Þetta er svo yndislegt bland í poka að unun er á að hlusta. Tortoise, Bloc Party, Funky múv (Gronland Edit), Electronica a la Ratatat að crossa Bítlana (Cato as a Pun) ofl dásamlegt.

Ítrekuð meðmæli sem ég gef!

þriðjudagur, 6. mars 2007

Ungdomshuset

Ungeren sagði:
Ég býst við að fréttaflutningur af Ungdomshuset hafi náð eyrum ykkur síðustu daga. Ég fékk sent bréf frá Pernille bekkjarsystur minni í dag og innihald þess er bréf/hugleiðingar Tomas bróður hennar. Hann er einn af þeim sem hafa verið mikið í Ungdomshuset og því getið þið núna skyggnst aðeins inn í tilfinningar þeirra sem finnst virkilega á sér brotið. Áhugaverð lesning og sterkar skoðanir!

Dear everyone who cares.

My friend. I want to tell you about the events taking place in Copenhagen,
right now. Please check out indymedia.dk , modkraft.dk , ungeren.dk or just
indymedia.org to learn what is happening, because I'm not going to give you
details. I am going to tell you another story. These days, one particular
image is ceaselessly haunting me. It is not an image of shattering bottles
bringing fire to police vans, or of my friends beaten, or people turning
the streets of my city into a zone of conflict and violence. It is not an
image saturated with the acts of revenge, retaliation and brutality, for by
now, my eyes have already become tragically accustomed to these horrors. It
is neither an image of rows of cops certain of the legitimacy of their
power, nor that of bands of activists and demonstrators thrilled by
experiencing the power they collectively hold, as they share the knowledge
that the streets have been reclaimed, temporarily liberated. It is not an
image of myself in telephone conversation with my mother, trying to explain
to her where all this rage is coming from, or an image of myself reading
the patronising news paper analysis of the conflict, performed by middle
aged men, firmly secure in their university positions. It is not an image
of Ruth Evensen - the leader of the (wannabe) Christian sect who bought our
Ungdomshus, neither of Ritt Bjerregaard - the City Mayor whom has utterly
failed in finding a political solution to a social problem, nor of all the
other faces that I should consider my enemies right now. It is neither of
these. Haunting me is an image brought to me on the front page of my
regular news paper. It is an image of two army helicopters in the first
deep blue light of morning, suspended above the rooftop of Ungdomshuset,
special forces descending with meticulous precision and timing, prepared as
they are for initiating the events that I call my life these days. Again,
my eyes fixate on their silhouettes as they crouch, performing their
profession. On the wall beneath them, a sentence confesses to me in white
paint that 'I still feel like rioting.' And I know exactly what it means. A
menace, a warning, and a prophecy. But most of all it is an embittered
expression of resignation. And I do feel like wrecking havoc in return for
the loss that I suffer when I see this image of beautiful choreography of
men, machine and building. For me it is a tragedy. For them, a job. Perhaps
merely so. It is not just my house they break and enter. Here, where I
and You and We have build communal playgrounds for art and politics. You've
been there, the two of us shared coffee and cake, thoughts, romance,
excitement, plans, visions and memories. We have shared knowledge,
experience and experimented with living our crazy, sad and exciting lives
on our own terms. Here, we have squatted hearts before buildings. Here we
have given and been given and taken and enjoyed and suffered. It is not
just a house, because a house is merely a collection of bricks and mortar.
It is not just a symbol, because a symbol is a reference for something
else. It is more than that. It is a space that we have carved for ourselves
to live in. Yes, it is a space-time where You and I have lived. Those men
in the cold light of mourning violate that space and I feel it to the very
bone of my being. I cannot remember the last time I have felt such sorrow
and such rage.As these men crouch, they must know exactly what they are
doing. I wonder what kind of hearts work their chests, what considerations,
reasonings and second thoughts riddle their minds. And I feel completely
alienated from them. What kind of people are they? Do we even share the
same humanity? The image of those helicopters haunts me because it makes me
feel something I do not want to feel. I do not wish to hate those uniforms,
but I do. I do not wish to consider them my enemies, but I do. I do not
wish to consider them humans broken, trained, disciplined, completely
conditioned and dehumanized. But I do, because it is the only way I can
make sense of what they are doing. They must know what they are asking
for.And whatever they asked for they have received in plenty. I guess you
know all about it by now. You've seen the pictures of fires, fights and
frictions. You've read the stories and dramatic reports from breathless
reporters on the spot. Some call us spoiled kids, rioters and hooligans;
some call us victims; some call us perpetrators and criminals. Some call it
a passing fad. I call it a becoming. Yes, a becoming. For we are a
generation painfully learning that we are not given what we want, need and
desire no matter how nicely and politely we ask for it. They don't care to
listen until we force them to and by then it no longer matters, because by
then the means we have used to make them listen disqualify whatever have to
say. Like the social and political rights we enjoy today rest on the blood
of our fathers and mothers before us, so we have learned that we'll only
get what we want when we resolve to take it. This is the nature of our
becoming. This is the nature of the revolution and revelation that I
suffer. What we desperately need is space and self-determination. When we
see our space diminishing and our freedom delimited, not by coincidence or
accident, but by the political determination of those who will recognize
our desires as relevant, then we can no longer afford to simply tolerate or
accept it. We respond by any means, for these are truly our lives. And
they are being violated. I return again and again to the image. It emanates
the calmest of violence and I understand that if you oppose the State, the
Powers that be and remains the same, i.e. the motherfuckers, if your
desires lead you astray, if those desires leave only a thirst and demand
for freedom that cannot be ignored and if you are determined to remain
loyal to that desire, then you will be broken, beaten, bruised, isolated,
marginalised, impoverished, cast out, ridiculed, patronised, you will be
made invisible, ultimately destroyed. And I know that I cannot walk away:
this, if anything, is my only certainty. Dear Friend, you have heard this
song sung before and I hate every second of it. I do not wish to consider
these people my enemies, but I do; I do not wish to believe the world is
hostile, but I do; I do not wish to feel violated, but I do. I do not wish
to harbour such anger. But I do. I do not wish to be what I am in this
moment; I hate every second. But those men of the rooftop in the early
mourning leave me no other choice. The image will not leave me alone and I
cannot forget. That is the nature of my becoming.I miss you, my friend.

Thomas B.

laugardagur, 3. mars 2007

Á leið í níunda fletið

Það má segja að ég hef verið að íhuga ýmsar frábrugðnar samfélagsgerðir frá hinum vestrænu eins og veiðimannasamfélag, flökkuþjóð, sígaunar o.þ.h. Nú erum við búin að vera á flakki um víðan völl í Danmörku og Íslandi síðan í Janúarlok. Í kvöld mun ég prófa að sofa í níunda rúmfletinu á þessu tímabili. Nú búum við í Virum.

Síðan við komum til baka þann 26. feb höfum við verið undir verndarvæng Hólmaratríósins (http://palads.bloggar.is/) Olgu, Söru og Önnu. Þær björguðu okkur alveg þegar við vorum að lenda í Danmörku, húsnæðislaus. Það fór betur en á horfðist og hann Keld sendi okkur góðar fréttir frá Indlandi: við getum fengið íbúðina í marsmánuði.

Þá getum við a.m.k. andað léttar í bili og farið að spyrja Ole eftir hvernig gangi að fá húsið í Hörsholm tæmt. Meiri vitleysan, að það þurfi að höfða mál fyrir fógetarétti til að bera leigjanda út sem pillar sér ekki út eftir að samningur hans rennur út! John yfirmaður minn sagði að þetta væri 3ja daga ferli í Bandaríkjunum. Trítla niður í réttarsal og fá undirritaða útburðarbeiðni frá dómara, vippa sér yfir með plaggið til Sheriff og hann sér svo um að fleygja liðinu út. Málið dautt! Ekki eitthvað 3-4 vikna tafs og rugl í fógetarétti norður í landi.

Við læddum okkur inn eins og þjófar um nóttu í gærkvöldi með horgemlingana tvo. Þetta er svona nett eins og að vera í sumarbústað: lítið pláss (60 fm, eitt svefnherbergi), vantar alltaf eitt og annað (hvar eru kryddin okkar?) og svo bara steyta Nescafé úr krús. Þau við hliðina virðast nokkuð hress. A.m.k. var verið að baula nokkuð hátt og skýrt áðan. Gaman verður að fylgjast með því. Nú er byrjað að syngja aðeins.....

Jæja Ásta er vöknuð, spurning hvort hitinn hafi lækkað eitthvað. Vonandi er það nú.

miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Santanka nu

Hvaða rugl er í gangi?

Þegar við vorum upp á Íslandi um daginn þá sýndi Anja okkur nýju drykkjahandbókina sína þar sem var listi yfir að segja "skál" á hinum ýmsustu málum heimsins. Þar blasti við snilldin eina:

Icelandic: Santanka nu

Á þetta að vera Samtaka nú? Ekkert smá fyndið að nú virðist þetta altekinn sannleikur í alheimi netsins. Prófið bara að leita á google: http://www.google.com/search?q=Santanka+nu

Þá er spurning um að fara að koma í gang herferð um að planta Rassgatapíka í stað Santaka nu sem það sem nota skal við glasalyftingar.

Jónas, ertu með í það?

 


miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Tíminn

Merkilegt að velta þessu orðtökum fyrir sér og setja í samhengi. Að
vera háður tíma, að hafa (ekki) tíma, eitthvað tímabundið eða tekur
sinn tíma.


Maður hugsar oft eftir á að maður vildi hafa haft meiri tíma í ýmislegt eða hafa gefið sér tíma til ákveðinna verka. Nú svo sættir maður sig við eitt og annað þar sem eingöngu er um tímabundið ástand að ræða. Hvað gerir maður svo þegar framlengt er?

Við erum búin að búa að megninu til í ferðatöskum í röskan mánuð hér á Íslandi. Mánudagsmorguninn næsta fljúgum við svo heim og upphafleg tímaáætlun gerði ráð fyrir því að við þyrftum að brúa smá millibils tímabil fram að afhendingu hússins í Hörsholm. En svo fáum við að vita í morgun frá honum Ole að núverandi skríll í húsinu hefur ekki hugsað sér að hreyfa sig burt. Þetta er því komið í lögfræðinga og útburðarbeiðni. Fengum afrit af lögfræðibréfinu og nú þarf að græja eitthvað tímabundið húsnæði þangað við fáum húsið. Og hvenær verður það?

Það verður tíminn að leiða í ljós...

föstudagur, 9. febrúar 2007

Lífið

Þetta líf er svo óútreiknanlegt á margan hátt. Við höfðum pantað okkur flug heim til Íslands þann 9. febrúar til að geta átt góðar stundir með Oddný mömmu, tengdamömmu og ömmu. En lífið er víst þannig upplagt að stundum verður maður að játa sig sigraðan gagnvart stærri öflum en maður hélt að fyrir finndust.


Við flýttum för okkar heim eins hratt og hægt væri og komum heim þann 30. janúar. Það gaf okkur þó einungis nokkra daga í viðbót til að njóta með ástkærri Oddný okkar sem lést þann 2. febrúar eftir hetjulega baráttu sína við krabbamein.
Hún gafst aldrei upp, aldrei, og var alveg hörð á því að sigra allt
fram á síðustu stundu.

Það er svo furðulegt að vera í þessari aðstöðu og reyna að skilja og sættast við það sem orðið er. Heilabúið virkar bara þannig að ég býst við því að Oddný sé bara úti í Fjarðarkaupum á leiðinni heim á jeppanum eða rétt ókomin úr vinnunni. Bara rétt ókomin og bráðum kemur hún inn og segir "jæja".

En svo er víst ekki og það verður víst þannig framvegis að við verðum að reyna að eiga Oddný saman í gegnum þær góðu minningar sem við eigum saman.

Takk fyrir allt.
Minning þín lifir.föstudagur, 26. janúar 2007

Grand prix 2007

Þvottabirnan sagði:
Að dá þig á laun
er dásamleg raun

Er þetta í alvöru textinn í laginu hjá Scobie? Guð forði okkur frá því að senda þetta lag í Eurovision.

og hana nú....

Blöbbýþriðjudagur, 23. janúar 2007

Umskipti

Farmaður sagði:
Það er bara skollið á með vetri og kassarnir hrannast upp...


Mánudagsmorguninn gerði vonir okkar um að slá algerlega öll hitamet janúarmánaðar frá upphafi mælinga. Þá vöknuðum við bara í frosti og hvítri jörð, það var þá aldrei! Einmitt þennan sama morgun hafði ég strengt heit að byrja að hjóla aftur í vinnuna. Ég og Ásta Lísa gerðum við sprungna dekkið á sunnudeginum innan um ringlaðar laukaspírurnar og hikandi trjábrumin. Svo kom bara vetur, en ég skellti mér samt af stað og hef farið á milli síðustu tvo dagana vopnaður eyrnabandi undir hjálminum. Bara harkan!

Hanna hefur verið að stinga niður einu og öðru síðustu vikuna og svo allt í einu erum við komin með á annan tug kassa meðfram veggjum. Geymslan var hreinsuð út í kvöld og fengum við að trilla draslinu yfir til íslenska stelputríósins á 23. Eftir slétta viku er svo flutningur á búslóð upp í búslóðageymsluna og þá munum við leggjast til hvílu í tímabundnu íbúðinni í Virum þangað til við förum til Íslands þann 9. febrúar.

laugardagur, 20. janúar 2007

Writer's block

{mosimage}

Artist: Peter Bjorn And John
Release Date: 19. juni 2006
Genre:
Alternative/Punk
Styles: Alternative
Label: Wichita Recordings /
V2 Records

Þetta er algert sælgæti. Sænskt gæðapopp eins og það gerist bara best. Ég mana ykkur að verða ekki flautandi Young Folks daginn út og inn eftir að hafa heyrt þann smell. Enda er laginu stillt upp á hinn táknræna nr 3 (Actung Baby: one, Transformer: Perfect Day, osfrv)

Ys

{mosimage}
Artist: Joanna Newsom
Release Date: 14. november 2006
Genre: Alternative/Punk
Styles: Indie Rock
Label: Drag City

Það eru allir að missa það út af henni Joanna. Fyrsta sem kom í minn huga var: kvenkyns útgáfa af Devendra Banhart. Enda kemur svo í ljós að hún túraði með honum og meistara Smog. Þessi skífa hefur svona beinmergsdáleiðingaráhrif. Þessi keltneska harpa og barnslega röddin smýgur djúpt inn í merginn. Svo skemmir ekki fyrir að það eru engir aukvisar sem koma að plötunni: Steve Albini, Smog,

laugardagur, 13. janúar 2007

Línur skýrast

Eins og margi glöggir hafa eflaust getið sér til um, erum við komin til baka til Danmerkur. Mættum á svæðið 2. janúar í glampandi sól.

Línur eru farnar að skýrast í ýmsum efnum...


Loksins, loksins, loksins erum við komin með niðustöðu í íbúðarmálum. Við þurfum að losa núverandi íbúð í mánaðarlok og vorum farin að svitna aðeins í lófunum. Eftir mikla leit og spekúleringar tókst okkur að negla hvorki meira né minna en 120 fm einbýlishús með garði upp í Hörsholm, Brådebæk nánar tiltekið. Og það á minni pening en núverandi fjölbýlisíbúð okkar. Við hlökkum mikið til. Smá púsl með að brúa febrúarmánuðinn þar sem við fáum ekki húsið fyrr en 1. mars.

Svo skýrast línur almennt betur í veröld okkar Hönnu þar sem við pöntuðum okkur bæði gleraugu í dag inn í Lyngby. Ásta Lísa og Baldur Freyr stóðu sig eins og hetjur meðan ég prófaði og hringlaði með ábyggilega 999 umgjarðir. Ásta ruslaði merkilega fáum gleraugum af veggjunum þannig að þetta telst almennt séð vel heppnuð ferð í morgun.