Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2005

Áramótaandvarpið

Jæja, enn og aftur fer senn að líða að óumflýjanlegum árskiptum í okkar nútímalega Gregoríska tímatali.... ... og við hjúin sitjum hér við tölvuskjáinn og höfum rétt nýverið skolað niður skammtinum af innlenda fréttaannálnum. Það var ágætis hressing og góð upprifjun á atburðum sem við vissum bæði um og vissum ekki um. Lofuð sé stafræn útgeislun RÚV. Í gærkvöldi fóru svo Jakob, Oddný og Anja heim á leið til Íslands. Það gekk nú ekki alveg áfallalaust frekar en koman hingað. Við kíktum samviskusamlega á http://www.cph.dk/ og www.textavarp.is til að staðfesta brottfaratímana áður en Hanna skutlaði út á völl. En allt kom fyrir ekki, það var svo búið að fresta fluginu um klukkustund. En það var bara byrjunin því enn og aftur var frestað í klukkutíma og klukkutíma. Í stað þess að gefa bara réttar upplýsingar strax, drattaðist Iceland Express vélin í loftið að verða tvö í nótt í stað áætlað 20:25. En vélin var víst búin að liggja biluð heima á Íslandi allan daginn án þess að nokkrum dytti

Fall er....

Vertinn sagði: fararheill. Ekki satt? Í þessum töluðu orðum er glorsoltinn og slæptur hópur fólks á leið upp í Sölleröd eftir Helsiningör hraðbrautinni. Já í dag lentu Anja, Oddný og Jakob á Kastrup. Hanna og Baldur Freyr fóru og tóku á móti þeim. Ég og Ásta Lísa biðum heima og biðum spennt eftir komu þeirra. Ásta tók sína spennu út í svefni því hún hefur verið sofandi síðustu 4 tímana, svaka dugleg að sofa stelpan. En ég var búinn að gera klárt fyrir smurbrauðssnæðinginn og farinn að undrast lítið eitt um liðið þegar síminn hringdi. Það var Hanna. Bílaleigubíllinn bilaði og þau biðu eftir Falck bíl til að draga skrjóðinn á braut en svo átti eftir að fara niður á Kastrup að fá nýjan bíl. Við sjáum hvað setur, ég ætla að setja brauðið á borðið og sjá til hvort Ásta Lísa ætli ekki að fara að rumska. Hér er allt hið jólalegasta, snjónum kyngir niður síðan um hádegi. Gleðileg jól öll saman til sjávar og sveita. Jólakortin eru í vinnslu......

Þorláksmessa

Sveinki sagði: Það er aldrei að vita nema við munum hlusta á hann Bubba í kvöld því að það verður að segjast að okkur vantar svolítið íslensku jólalögin og íslensku stemninguna. En þrátt fyrir það höfum við það stórgott og hlökkum til að halda okkar eigin jól. Ég má nú til að segja ykkur aðeins frá upplifun Baldurs á jólaveininum. Málið er nefnilega að fyrstu nóttina kom sveinki með mandarínu og piparkökur. Hrifningin var ekki meira en svo að kökurnar voru teknar en mandarínan fékk að liggja í skónum áfram. Sveinki ákvað því að næstu nótt skyldi vera e-ð sem eflaust fengi meiri viðbrögð og viti menn, næsta morgun lá þar einn lítill hlauppoki. Baldur var mikið ánægður og næsta morgun er hann opnaði augun, néri hann saman höndunum, dæsti og sagði nautnalega: "hvað ætli sé í skónum??". Þegar hann sá að ekki var nammipoki, heldur e-ð Batman belti (sem Sveinki hélt að hann yrði svo ánægður með) þá létu viðbrögðin ekki á sér standa. Baldur lagðist í gólfið, grenjaði og skammaðist,

Jólakveðjur

Sveinki sagði: Ég held að ég noti þessa rólegu stund sem gefist hefur á heimilinu til þess að óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Einnig óska ég þess að árið sem í vændum er verði okkur öllum hamingju- og gleðiríkt. Við ætlum ekkert að breyta útaf venju og vera svolítið sein fyrir og því munu jólakort berast í seinna falli þetta árið og etv. barasta á nýju ári. Það er nú bara þannig, eins og hann Freysi myndi segja. Ástarkveðjur og knús frá Søllerød Park Hanna

Er líða fer að jólum

Stúfur sagði: Tíminn krafsar sig hægt og bítandi áfram og nú er barasta að koma að jólum. Við feðgarnir fengum meira að segja smá snjómuggu í andlitið í morgunsárið á leiðinni í leikskóla og vinnu. Æ fleiri teikn eru á lofti um komu jólanna. Við erum búin að fara á 'julehygge' hjá bæði Baldri og Ástu í skólunum þeirra. Þar er jafnan trompað fram hinum ljúffengu eplaskífum (sem innihalda að vísu engin epli), kirsjuberjasultu og flórsykri. Piparkökurnar eru heldur aldrei langt undan. Ef við víkjum aftur að eplalausu eplaskífunum þá er skýringin sú að áður fyrr var það venjan að baka þessar ljúffengu fitubolta á eplaskífupönnum þar sem eplabitum var stungið í hverja skífu. Það var tilfellið þegar fólk bjó þetta til sjálft en nú til dags er þessu gjarnan sleppt, sérstaklega í fjöldaframleiðsluumhverfinu. Svo erum við búin að fara á jólaskemmtun hjá Microsoft og svo fékk ég smá jólaglögg í dag (og að sjálfsögðu eplaskífur) í vinnunni. Hanna var svo að hræra í 'honninghjerte'

Verslunardagur frá helv....

Grenjuskjóða sagði: Já ég skal sko segja ykkur það. Það var verslað í dag og ég verð að viðurkenna að ég er bara ekki kona sem nýt þess að fara búð úr búð og versla af mér rassgatið. Enda skaust í huga mér svolítil hugsun í dag, og þykja það nú tíðindi .... Ég hugsaði sísvona með mér að nú hlyti ég að ganga með þríburana og ef svo væri þá skyldi ég nú aldeilis eiga samtal við hann Þórð Óskars (sem er kvensjúkdómalæknirinn) því að hann ber ábyrgð á þessum málum, ef svo má að orði komast. Ástæðan fyrir spökuleríngum mínum varðandi óléttu kom til vegna þess að ég fór nú barasta að grenja í Lyngby í dag. Ég var að reyna að ná strætó til þess að komast til Gentofte, þar sem eru m.a. Elkó, Rúmfó og Ikea og tókst ekki betur til en svo að strætó leggur af stað er ég er uþb. að koma að honum. Ég geri með handahreyfingum ljóst að ég biðji um leyfi til þess að koma með en aumingja maðurinn sem var að keyra vagninn horfir á mig, eins og það væri ég sem væri auminginn, og hristir bara höfuðið; &quo

Blámi selst hæstbjóðanda

Bílasveinninn sagði: {mosimage}Jæja þá er um að gera að nýta sér möguleika netsins og auglýsa bláma okkar falan til kaups. Um er að ræða bláan 1999 árgerð af Mitsubishi Lancer, mjög góður bíll. Ekinn 103 þúsund, áhvílandi 300 þús hagstætt gengislán. Afborgun er tæplega 16 þús á mánuði. Jólatilboð: 500 þúsund Áhugasamir hafi samband við okkur gegnum tölvupóst ( finnur@finnur.com ) eða með öðrum hætti að eigin vali.

Tívolí ferð

Snigillinn sagði: Þau ykkar sem þekkið til hennar Sibbýjar minnar munið eflaust eftir eftirminnilegri ferð hennar til USA hér um árið.....   en þar var komið fram við þennan "ljóshærða engil" eins og hinn argasta kriminal og hefur hún enn ekki lagt í ferðalag vestur um haf. Í dag var Sibbý á ferð í Tivoli og þar komu kriminal-taktar hennar glögglega í ljós. Hún vogaði sér að standa upp á bekk til þess að ná betri mynd af frænda sínum, honum Baldri Frey en hann var í mikilli innlifun að stýra flugvél. Manninum, sem stýrði flugvéla-tækinu, fannst þetta uppátæki hennar ávíta vert og gargaði hástöfum. En Sibbý greyið var náttúrulega með hugann við frændann að hún heyrði ekki í honum. Hann ákvað því bara að garga enn hærra, í stað þess að nálgast krimmann og loks hnippti konan, sem stóð við hliðina á Sibbý, í hana og sagði henni að ekki væri leyfilegt að standa upp á bekknum. Ef ekki hefði verið fyrir þessa konu hefðu tveir grímuklæddir vopnaberar mætt til þess að vísa Sibbý á dyr

Hva, er ekkert að gerast?

Tíðindamaðurinn sagði: Jú jú, þrátt fyrir slaka uppfærslutíðni á vefnum hefur nú ýmislegt verið að gerast undanfarna viku og er enn að eiga sér stað... Fyrir rétt um viku síðan komu Jakob og Oddný í heimsókn til okkar hérna upp í Sölleröd. Heppin vorum við að vinnan hans Jakobs, Nýsir, hafði slegið til og splæst ferð fyrir starfsfólkið til kóngsins Kaupmannahafnar. Það urðu miklir fagnaðarfundir og áttum við góðar stundir saman. Fórum til dæmis saman á jólaball hjá Microsoft þar sem blöðrumaðurinn alræmdi framkvæmdi ógjörlega gjörninga af mikilli list. Hanna byrjaði svo í nýju vinnunni eftir helgina en þurfti að byrja á því að vera heima fyrsta daginn með Ástu Lísu sem hafði gripið í sig einhverja pest. En svo komst hún til vinnu í Barnahuset Egehegnet á þriðjudaginn og gekk það nú bara með ágætum og er þetta prýðis vinnustaður. Ekki skemmir fyrir að leikskólinn er við hliðina á Joan, dagmömmu hennar Ástu Lísu. Í dag rann svo loksins upp langþráður dagur. Loksins er komið að því að Ást

Glært

Geiri glæri sagði: Nú er það ekki svart, heldur glært. Eða þannig... Hér í Danaveldi virðist það vera óskráð lög að jólaljósaperurnar skuli vera glærar. Okkar íslensku og marglitu seríur hljóta að vekja undrun, aðdáun og gleði. Líkt og þegar konurnar á leikskólanum hans Baldurs Freys gátu ekki varist því að fylgjast með og brosa að skriðtækni Ástu Lísu sem skaust áfram um öll gólfin á rassinum eins og krabbi á 'julehygge' í síðustu viku. Einn af indversku samstarfsfélögum mínum varð samferða mér í strætó heim á föstudeginum. Hann var hálf glær af þreytu, enda sagði hann mér að það væri líka raunin. Hann býr með nokkrum öðrum starfsnemum og þar er víst oft glatt á hjalla. Reyndar hefur hann verið að skrifa bók, en sú vinna hefur alveg setið á hakanum þar sem ekki hefur skapast tímarými milli veisluhalda og vinnu. Hann vonaði að hann yrði nú ekki glærþunnur um helgina þar sem hann var nú að vonast til að vinirnir færu nú ekki að hringja og bjóða í fjör. Það er víst erfitt að stan