Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Myndir

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum. Myndir segja meira en mörg orð:   Útsýni frá Fira 0 1 0 0

Myndir - Gautaborg Feb 2011

Við brugðum undir okkur betri fætinum og fórum í helgarferð til Gautaborgar til fundar við Önju, Ársæl og Ástu (frænku, systir, mághzu) Við áttum yndislega helgi og nutm fallegs veðurs þrátt fyrir hressilega bláar "hita" tölur á mælum.

Myndir - tunnusláttur og búningagleði

Við hittumst einn sælann sunnudaginn þrjár fjölskyldurnar og slógum tunnu í hel, klædd hinum ýmsustu og flottustu búingum.  Geishan og nornin 

Jól og áramót 2010/2011 - Myndir

Jæja, það var víst löööngu kominn tími á að skutla inn smá skammti frá stundunum sem við áttum í góðum félagsskap um jól og áramótin hér um (ehemm) daginn. Við fengum marga góða gesti víða af (Hjörtur, Jakob, Maria og Elin) og eyddum svo áramótunum í Gautaborg hjá heiðurshjúunum Önju og Arsæli. Mmm, góðir tímar ....

Vegaferd2010 - myndir, skammtur 2

 Lokaskammtur af myndum kominn inn. Hér má sjá svipmyndir af sólardegi á Emerson, Lundúnarferð, Brusselheimsókn, Tilburg og Amsterdam í Hollandi og svo síðasta nóttin í stórkósí heimagistingu í úthverfi Hamburg. Góðar stundir

Vegaferð 2010 - myndir, skammtur 1

Jæja þá er maður búinn að slumma inn fyrstu hrinu af myndunum frá ferðalagi okkar um NV-horn Evrópu í Júlí mánuði. Við fengum konunglegar móttökur hjá Ástu frænku í Englandi og brölluðum ýmislegt þar í 5 daga. Vorum voða dugleg í badminton, ríkulegum morgunmat og útsoferí. Kíktum m.a. í Brighton, Crowleytúr, Emerson, Bangsimon heimkynninn ofl. Svo kom að því að bruna til Dover á ferð okkar til Brussel. En meira um það síðar...

Útilegur Vízindaklúbbsins anno 2010 - myndir

Vízindaklúbburinn átti náðuga endurfundi í sumar og gerði sér dagamun í tvígang úti í náttúrunni með börnum og buru. Alltaf gott veður og stuð. Að venju.

Egyptaland 2010 - myndir 2

Næsti skammtur af myndum frá Egyptalandsreisunni miklu. Hér fer fjölskyldan meðal annars í jeppasafarí, reiðtúr á kameldýrum og snorklar við Blue Hole í Dahab. Önnur eins keyrsla og meðferð á Toyota Landcruiser hefur vart sést...

Fjölskyldumyndir

Í lok nóvember kom Hildur með Ágústi og Margréti hingað upp í Nærum. Tilefnið var myndataka af fjölskyldunni í fallegu litum haustins utandyra sem og innandyra í minimalíska skandínavíuheimilinu. Ásta Lísu fannst ekki lítið spennandi að skipta um föt og setja upp grímur ofl og var til í að vera lengi að. Þegar það var komið að Baldri tilkynnti hann: ég kann 5 stellingar. Svo dreif hann það af á 2 mínútum, búið.

Óðinsvé - menningarhelgi - myndir

Fyrstu helgina í September fórum við fjölskyldan í síðustu útilegu sumarsins. Það var rosa gaman enda var menningarnótt á föstudeginum og við náðum í tæka tíð til að sjá Jónas og hljómsveit á stórgóðum tónleikum í Grænlenska menningarhúsinu. Á laugardeginum var góð stemning í bænum þar sem uppskeruhátið var í gangi og hægt var að mjólka kýr, smakka afurðir, klappa grísum, kanínum ofl. Ákaflega vel heppnuð ferð verður nú að segjast.

Myndir úr fyrstu útlilegunni

Jæja, þá er verið að hreinsa til á minniskortinu og koma skikki á myndasafnið... Skelli hér inn nokkrum myndum frá fyrstu útilegu sumarsins í júnílok með Ásdísi, Anders og Leó upp í Kulhuse . Hreint út sagt frábær tími í sól og strönd, grill ofl. Þetta var skemmtilega ákvarðað, þar sem við sammældums í sumarbyrjun að fara saman í útilegu. Þá var bara sett dagsetning og fyrir þann tíma yrði barasta verið búið að redda sér útbúnaði (það sem við gerum best mörlandinn: vinna undir pressu). Þetta var fyrsta skipti sem við fórum með (þáverandi nýkeypta notaða) tjald út á land og við vorum að finna okkur í pökkun og vistum. Lærðum mikið af hinum sjóuðu grönnum okkar og stálum nokkrum hugmyndum og gerðum skurk í uppfærslum á útilegubúnaði fyrir þá næstu. En það er önnur saga, önnur tjald og annar myndabúnki.

Myndir frá Makedóníu

Jæja þá var ég að henda inn eins og 256 myndum og myndböndum frá ferðalagi okkar til Makedóníu 17-22. september. Gjörið svo vel og njótið myndrænnar frásagnarinnar...

Myndræn frásögn...

.. frá hinni stórfenglegu Lalandia ferð 23.-27. júní sl. Eitt hundrað stykkja myndasería ætti að gefa góða mynd (ha ha) af því sem brallað var....

Jóla og áramótamyndirnar

Var að skella inn nokkrum myndum frá jólum og áramótum okkar heima á Íslandi. Hér kennir ýmissa grasa: heimsóknir til vina- og frændfólks, jólin, áramót, mannfagnaðir ofl.

Opinn bóndadagur

Þann 17. september skellti föngulegur og fagur fjölskylduhópur sér upp í sveit og þáði höfinglegt boð bænda um skoðunarferðir og fræðslu.

Trollhattan myndir

Það er kominn þéttur pakki af myndum frá 5 daga dvöl okkar í Trollhattan í heimsókn til Kjell og Maríu á meðan Fallens Dager hátíðin stóð yfir.

Myndir frá ameríkuferð

Um daginn laumaði ég víst inn myndum frá ameríkuferðinni minni:

Risaskammtur af myndum

Ég var að setja inn eins og 200 stk af myndum frá vetrinum, jólum og áramótum . Við fengum marga góða gestina og vænan skammt af vetri milli jóla og nýárs. Sjón er sögu ríkari...