Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Seattle

Bandaríkjaför - Dagur 5

Síðasti dagurinn, kíkt á markað, búðir og safn. Heimferð Pakkað í morgunsárið, vaknaði snemma um kl 6. Horfði á morgunfréttirnar og fór í sturtu. Morgunmatur að venju, svo fórum við niður í bæ. Héldum að við ættum stefnumót við Bang og Nuriu um kl 10 á Palace Center Market. Reyndist ekki vera svo. Skoðuðum líflegan markaðinn, hálfgert kolaport. Röltum svolítið um, Djordje verslaði í Banana republic. Héldum áfram upp að Seattle space needle. Fylgdum monorail, sem gengur víst ekki vegna slyss fyrir 2 mán eða svo. Fórum á Music experience safnið. Mjög áhugavert í alla staði. 2 klst flugu hratt og þá áttum við eftir að fara í gegnum Dylan hlutann sem við gerðum frekar hratt. Allt annað, eins og músikvinnustofurnar, komumst við ekki yfir. Þetta getur tekið meira en dag að fara í gegnum þetta almennilega. Röltum um og fundum Lola veitingastaðinn sem var alveg ljómandi. Mátulega stórir skammtar Shawarma strimlar með cumin kryddi gerðu sig vel ásamt gríska jógúrt ísnum með bláberjunum. Kaffið ...

Bandaríkjaför - Dagur 4

Síðasti námskeiðsdagurinn, bæjarferð og út að borða. Síðasti dagur námskeiðs. Frekar laust í reipum og óstrúktúrað. Svolítið fálm í myrkri. Company store á eftir, keypti bakpoka fyrir Ana ásamt eitthvað smátterí fyrir mig og Sandeep Svo niður í bæ í smá verslunarrölt. Röltum fram og til baka og sáum m.a. Markaðinn. Fórum inn í Macys, hittum Bjorn og Nuria þar. Náði að versla á krakkana, var í vafa og vandræðum með Hönnu. Var að reyna að sigta út hatt fyrir Nelly, en rann út á tíma. Fórum að borða á P.H Chang bistro. Sem var fínt. Frekar samt sætt allt saman. Hægt að krydda upp með sósunum. Frekar vinsæll staður myndi ég halda, töluvert rennsli. Fékk mér bjóra: Mac and Jack, Pyramid "Hvítbjór", Honey Ale eitthvað. Great wall of chockolate kaka sem við skiptum með okkur 3. Risavaxin kaka, heldur betur. Komnir heim um 23, sofnaði upp í rúmi í öllum fötunum eins og fyrri daginn.

Bandaríkjaför - Dagur 3

Dagur 3, punktur. Venjubundinn morgunmatur en færi mig nú upp á skaptið og hef að innbyrða brauð með hnetusmjöri og sultu. Alger steinn í magann í morgunsárið... Námskeið skiptir yfir í hands on, skipt upp í hópa og farið í að útfæra árásaraðferðir. Reynt að gera þetta skipulega með því að hanna árásirnar fyrst. Farið niður á Bellevue Square í stóra verslunarkjarnann fram að kvöldmat. Keypti tvenna skó fyrir $97 Matur með Lance og hinum testurunum á Ruth's ?????. Svaka steikur, fínn staður, góð þjónusta. Alltaf sami hraðinnn á þjónunum. Passa að halda vel í diskana. Náði að smakka þrjá bjóra: Mac and Jack (redmond ófiltereaður), Pyramide Ale og annan ale. Fínt kjötflykki en nokkuð feitt. Fékk mér ís á eftir, tvær kúlur í vínglasi. Komnir heim rúmlega 10, sofnaði með skóna óreimaða við hlið mér. Frekar þreyttur.

Bandaríkjaför - Dagur 2

Flugþreyta, bæjarferð í Space Needle, mátulega útilátinn mat og áhugavert "open mike" kvöld með köldum alvöru bjór! Námskeið heldur áfram að venju. Flugþreytan lætur á sér kræla, enda eitthvað erfitt að sofa síðustu nótt. Hittum Parry og Ole í hádegismat. Mjög gaman að hitta þá, þeir sakna mikið danska mötuneytisins og vilja meina að menn verða mjög fljótt þreyttir á þessum mat. Sem ég skil mjög vel. Eftir námskeiðið brunuðum við heim í bækistöðvarnar og skiluðum af okkur tölvunum. Svo var brunað á demantabrautinni niður í miðborg Seattle. Ferðin gekk vonum framar og við vorum bara 30 mínútur frá Hóteli og niður í bæ. Lögðum hjá Space needle og þar skildu leiðir því Djordje átti miða á NBA leik með Seattle Supersonics gegn Phenix Suns í KeyArena. Við Klaus fórum upp í Space needle og nutum útsýnisins yfir Seattle svæðið úr 620 feta hæð við sólarlag. Alveg mögnuð upplifun að sjá svæðið í ljósaskiptunum og dvöldum við góða stund þarna uppi þar til hungrið rak okkur niður á jörð...

Bandaríkjaför - Dagur 1

Ameríkufarinn sagði: Fyrsti dagurinn á námskeiðinu í nýju landi í nýju tímabelti. Og það er vor! Dásamlegt vor í lofti og mikill munur að sjá græn lauf og stika um í hitastigi yfir frostmarki. Morgunmaturinn í hótelmóttökunni var með nóg af gúmmulaðinu og brasi en líka var hægt að fá sér jógúrt, múslí og hafragraut. Merkilegt nokk enginn ostur né kjötálegg. Formsatriðin Við komumst nokkurn vegin klakklaust til höfuðstöðva Microsoft í Redmond. Mættum inn í byggingu 16 en fengum þau skilaboð að við þyrftum að virkja aðgangskort okkar í bílakjallara byggingar 8 sem og skrá bílinn okkar á bílastæðalistann til að hann yrði ekki dreginn burt. Það var nú hálfgert greindarpróf að fylgja hvítu pílunum á malbiksgólfinu inn í þröngu kytruna með aðgangskortavinnslunni. Þegar búið var að redda formatriðunum fundum við kennslustofuna og fengum þar möguleikann á að úða í okkur glassúr og sykurhúðuðum kleinuhringjum. Starbucks gæðakaffi á könnunni og verður að segjast að það er Microsoft til mikils hr...

Bandaríkjaför - Dagur 0

Ameríkufarinn sagði: Sunnudagurinn 12. mars rann upp og tími var kominn til að halda af stað til Ameríku. Nelly skutlaði mér niður á Skodsborg og hafði forláta ullarsokka við höndina. Sagði þá vera ómissandi í löngum flugum þar sem gott væri að fara úr skóm og fara í sokkana. Það reyndist svo alveg hárrétt. Innritun Ég stóð í hinni óendanlega löngu innritunarröð fyrir ameríkuflug í uþb þrjú korter en þetta hafðist fyrir rest. Ég last svolítið í námskeiðisbókinni á meðan ég silaðist áfram. Við Klaus keyptum okkur nokkra dollara og svo fórum við út í vél. Ég fékk sæti í miðjuröðinni við hliðina á móðir með 2 krakka á leið heim til USA. Greinilega af sænsku bergi brotin því börnin hétu Sven og Elsa en töluðu alveg ekta bandarísku. Og töluðu alveg heilmikið við mig um heima og geima. Flugfreyjur og flugþjónarnir drógu þá ályktun að ég væri pabbinn í þessari fjölskyldunni og ávörpuðu mig alltaf á sænsku. Flug Þetta reyndust rúmlega 9 klst flug sem leið bara nokkuð hratt. Kláraði námskeiðisb...