Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Barnadagbækur

Júlí-Agúst 2006, ÁLF

Segir loksins pabbi Sjóbað í fyrsta sinn og likar það vel Orðaforðinn alltaf að aukast Forfallinn íssjúklingur Orðaforðinn eykst sífellt en dönsku orðin og frasarnir eru þó í meirihluta: íddss (ís), míddts (mitt), ata (ásta), amma, babba (pabbi), kssss (keks), hvadee (hvad er det), deove (der over), obbose (op ad side), deinn (steinn), dí (Guðrún), díja (píkachu úr pókemon), hoppa, óa (joan), ite (gitta) Segir loksins pabbi eftir hátt í 22 mánaða bið föðursins. Sterklega grunuð um að hafa viljandi ástundað stríðni og ekki þóst geta sagt pabbi. Faðirinn kallaður mamma fyrstu 22 mánuðina. Fer í fyrsta skipti út í sjó í einni af fjölmörgum strandferðum til Vedbæk. Líkar það bara ljómandi vel. Óþreytandi að sitja í fjöruborðinu og láta færa sér látlaust meira af vatni í föturnar (mere, mere, mere). Hellt úr og kallað á meira. Knúsar orðið mikið. Duglega að koma og knúsa bróður sinn. Veit sko alveg hvað er hægt að gera við sjónvarpið og vill gjarnan og oft fá að setjast í stólinn sinn og h...

Júlí-Agúst 2006, BFF

Pabbi sagði: Strandagæji í sólríku sumrinu Sumarfrí til Svíðþjóðar og Marielyst fjölskyldumót Erfitt að trappa sig niður úr hinu ljúfa sumarfríi, fyrsti leikskóladagur eftir sumarfrí tekinn með trukki Gerist stranddýrkandi í sólarbrælunni. Förum oft út að Vedbæk að kæla okkur við sjóinn. Fyrst er nú farið varlega en svo einn daginn: ég vil fá ermakútana. Svo er bara synt og synt út í sjónum þar sem áður var eingöngu farið hangandi á foreldrunum. Fitulagið skortið þó áþreifanlega og farið er að skjálfa fljótlega eftir nokkrar dýfur. Verður voðalega viðkvæmur fyrir því þegar bíllinn þarf að fara í viðgerð. Ekki hrifinn af því að skilja þurfi hann eftir þar og má vart minnast á það meir. Sumarfrí í Svíþjóð. Gist á farfuglaheimili, nokkuð spennandi og hlaupið út um allt. Kojur prófaðar all ítarlega. Góða lífið í sumarfríinu venst fljótt og biður oft og iðurlega um ís. Enda verður það orðið staðalneysla að fá 2 stk á dag, kvölds og morgna. Siglir á kanó á Öresjoe í Svíþjóð og vara nokkuð br...

Maí 2006, Ásta Lísa

Ásta er farin að labba og skipar fyrir eins og herforingi. Tryllt í makríl og fer í fyrstu klippinguna sína. Farin að vera dugleg að labba hjálparlaust og á það til að taka hlaupasyrpur ef gripið er gott (góðir inniskór). Segir iðulega: Hej, hej. og Hvad er det? Ákveðin dama. Stjórnar oft kvöldmatnum með viðeigandi hrópum, látum og bendingum. Gefur ekki eftir fyrr en það skilst hvað það er sem auðmjúklega skal rétta prinsessunni. Við erum náttúrulega að stefna hraðbyri í "terrible two" Er og verður alltaf mikil jafnaðarkona. Allir skulu fá jafnt. T.d. þegar henni er skenkt í glas, skal Baldur fá líka og pabbi og mamma. Eins er það með nuddið. Ef pabbi nuddar aðeins mömmu við matarborðið á hún líka að fá nudd. Svo vill hún nudda pabba, pabbi skal nudda aftur mömmu, mamma nudda Baldur o.s.frv. Allt samkvæmt hennar skipunum Gjörsamlega tryllt í Makríl. Umtalað hjá Joan hversu ákaflega hún rífur makrílinn í sig. Orðrómurinn sannreyndur í Sölleröd. Fær fyrstu klippinguna sína. St...

Maí 2006, Baldur Freyr

Fannar Logi er kærastinn hans Baldurs. Loksins fær maður bíl! Leikur sér á dönsku. Er sem fyrr mikið að spekúlera. Kærustur/kærastar er hugak sem spáð er í. Pabbi: hvað heitir kærastan þín? Þetta spinnst upp úr samtali við Dagný þar sem hann er að slá aðeins saman því að Dagný og Hjörtur eru kærustupar, en jafnframt vinir. Ályktun: "Fannar Logi er kærastinn minn" Fær mannréttindabrot sitt leiðrétt þegar bíll er keyptur inn í fjölskylduna. Loksins! Og mikið er minn maður stoltur, alveg að rifna og leyfir hverjum sem vill að heyra og sjá að þarna standi nú nýi bíllinn hans. Er mikið í því að ögra og reyna á þanþol foreldranna. Getur verið á stundum alveg fram úr hófi óskammfeilinn. Hráka-, fruss- og rassatímabilið í fullum gangi. Það finnst lús á ný og það þarf að fara í kemba-sápa-kemba ferlið aftur. Stendur sig eins og hetja greyið í þessu óþverra verki Sólarvarnarsmurning breyta morgunstundum í hálfgerða martröð þegar það brestur á með brakandi blíðu og 25 gráðu hita í 10 da...

Jan 2006, Baldur Freyr

  Stór strákur fær stórt rúm, er á kafi í flugvélum og byssum. Flugvéladellan er lífseig. Allt verður að flugvélum, heimasmíðaða legóflugvélin samt alltaf vinsælust. Alltaf sama módelið smíðað eftir kúnstarinnar reglum þrátt fyrir að burðarvirkið sé frekar lasburða. En allar tilraunir til að styrkja flugvélaskrokkinn mæta hörðum mótmælum, þrátt fyrir að betrum bætur myndu koma í veg fyrir það að flugvélin væri alltaf að detta í sundur (sérstaklega í baðferðunum) Pappírsskutlur verða nokkuð vinsælt innlegg í flugvéladelluna en háar kröfur á útfærslur og módel gera foreldrum erfitt fyrir og leita þarf á náðir internetsins í leit að uppskriftum. Baðferðirnar styttast aðeins, eru núna bara svona rúmur hálftími enda er litla systir með fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Siðmenntun nær hærra stigi á salerninu þegar beðið er um bók til að lesa á meðan tefla á við páfann. Ekki barnabók, heldur svona bók með stöfum. Stóri strákurinn fær nýtt stórt rúm sem var orðið tímabært. Rosalega stoltur ungur m...

Jan 2006, Ásta Lísa

  Ásta fékk hlaupabólu, tekur til við að príla upp í stiga ofl, staulast aðeins ef hvatning er fyrir hendi. Unga konan er hálfgerð óhemja í bíl. Bíltúr á nýársdag var þokkaleg þolraun. Það varð að snúa við þegar mútur kexkökurnar voru búnar. Kannski ágætt að vera bara bíllaus? Fer í pensilínofnæmisrannsókn og úr því fæst skorið að ungfrúin er ekki með ofnæmi fyrir þessu sveppagumsi. Hlaupabólan skellur á að kvöldi 18. janúar þegar þrjár litlar bólur sjást á hægra herðarblaðinu. Daginn eftir er þetta orðið alveg ljóst þegar bólurnar margfaldast í fjölda sínum og dreifa sér um allt. Meira að sega á tunguna, sem er ekki góður staður. Svo vondur að fúlsað er við snuddum, þá er nú mikið sagt. Hæsi og hor fylgja í kjölfarið en þetta gengur yfir á rúmlega viku. Kvenkynið og nafnið skila algerlega af sér símafíkninni en það er mikið sport að fá símann frá pabba, skoppa um gólfið á rassinum og blaðra hástöfum. Sófapríl kemst í tísku. Gefnar skýrar skipanir um að taka sessurnar úr sófanum svo hæ...

Október 2005, Baldur Freyr

Margt gerðist hjá Baldri í október. Hann byrjaði í nýjum leikskóla, fór að kúka í klósett, fór á kanó í fyrsta skipti ofl... Byrjar í Engevang Syd (leik)skólanum þann 3. október. Gengur nokkuð vel í aðlögunni. Klárar fyrstu vikuna ágætlega með smá niðursveiflu eftir hádegi á föstudeginum, þegar þrekið hefur sennilega verið búið. Er annars ánægður með að vera með öðrum krökkum að leika. Einn íslenskur strákur er líka þarna: Garðar (Gæi). Morgnarnir eru oftast erfiðir, lítill í sér og grætur. Hundaleikur tekinn í gagnið: binda hundinn (pabba/mömmu) og skilja eftir fastan við kommóðu eða önnur húsgögn. Er hrifinn af köttum. Latibær uppgötvast á Norskri stöð (tv 2). Mjög vinsælt og tekið upp á spólu. Farinn að horfa á meiri flóru af teiknimyndum og barnaefni, enda úrvalið mjög mikið í stöðvaflórunni. Fer að sofaupp í hjá foreldrunum. "Þú átt að sofa bara í þínu rúmi", "Nei, stundum þarf að sofa í þessu rúmi. Stundum er það bara svoleiðis.". Mát. Frasar: "Þannig er ...

Október 2005, Ásta Lísa

Í október varð Ásta Lísa eins árs hvorki meira né minna. Fær pláss hjá fyrstu dagmömmu sinni ofl... Gangbrautarljós. Finnst svo gaman að fá að ýta á takkana. Byrjar að skríkja um leið og götuljós eru í augnsýn. Finnst líka gaman að ýta á takkana í lyftunum. Stingur sjálf með gaffli í matarbitana eftir stutta sýnikennslu. Getur sjálf! Voða hrifin af því að leika sér með plastdósirnar marglitu sem má raða ofan á og inn í hvor aðra. Farin að fara aðeins upp á hnén. Frekar löt við að standa í fæturnar, setur þær frekar í setstöðu þegar prófa á að tosa upp og láta standa. Tennurnar ryðjast fram. Fjögur stykki jaxlar koma upp á yfirborðið. Mikill pirringur vegna þess. Augntönn vinstra megin uppi kemur líka í ljós. Mikið að gera á gólfinu og oft verið að færa hluti fram og til baka, inn og út úr skúffum. Setja dót í uppþvottavélina og inn í skápa. Leikurinn gjörðusvovel-takk-gjörðusvovel-takk-.... osfrv voða vinsæll. Setur Fisher-Price kalla sjálf í stóla og kubbar saman Lego kubbum (stórum)....

September 2005, Baldur Freyr

Hvað var að gerast í september hjá Baldri Frey? Það var nú ansi margt, flutti m.a. til Danmerkur. Það helsta: Hættir í leikskólanum sínum, Hjalla. Er að fara í skóla (að eigin sögn), ekki leikskóla Hestaleikurinn sívinsæll. Nánast of vinsæll fyrir farlama foreldrahné sem þurfa að skríða um öll gólf. Hrifinn af hestum, farið reglulega að hestagirðingunni við Attemosvej og svo hesthúsasvæðinu við Skodsborgvej. Passa sig að fara samt ekki of nálægt þeim. Er hvað hrifnastur af hestum af öllum dýrum. Hundahræðslan verður mjög slæm eftir uppákomu þann 11. sept þegar "svarti hundurinn" hleypur Baldur Frey uppi og fer ofan á hann. Hundurinn var í ekki í bandi og hélt að það væri leikur í gangi, enda hvolpur. Verður dauðskelkaður og talað um þetta aftur og aftur. Getur hvorki né vill vera nálægt hundum. Alltaf að slá, fær nýja "sláttuvél" (dráttarvél+tæki) sem slær í gegn. Kominn nýr "Guðjón" bóndi í stað þess sem týndist í Hornslet í sumar. Allt víkur fyrir Playm...

September 2005, Ásta Lísa

Hvað gerðist í september hjá Ástu Lísu. Fyrst og fremst ber að nefna flutninga til Danmerkur en annað sem nefna má er: Fer að skríða á rassinum um öll gólf. Byrjaði í því þann 31. ágúst, 2 dögum eftir 10 mánaða skoðun. Rífur í allar hurðar og skúffur. Espist öll upp við að sagt sé eitthvað eins og "Ertu í hurðinni?" eða "Ertu komin í skúffurnar?". Þá ískrar í dömunni og þá er gaman, gaman að ögra svolítið. Hundasjúk, það breytist ekki þegar flutt er í hundalandið Danmörku. Verður alveg spinnigal þegar hundur birtist. Gildir líka um dúfur og flest dýr raunar. Borðar mikið til sjálf, farin að halda sjálf á stútkönnu og drekka úr henni. Drekkur loksins úr pela (vatn á nóttunni). Alveg óð í hvers kyns kjötálegg. Hakkar léttilega í sig nánast heilu bréfin af reyktum hamborgarahrygg o.þ.h. "Vill líka fá". Er orðin meðvituð um það sem aðrir (sérstaklega Baldur bróðir) eru að fá og vill þá líka. Lætur sko alveg í sér heyra með það! Myndbandstækið: djöflast í því o...