Fara í aðalinnihald

Júlí-Agúst 2006, ÁLF

Nývaknaða Ásta Lísa með sprell
 • Segir loksins pabbi
 • Sjóbað í fyrsta sinn og likar það vel
 • Orðaforðinn alltaf að aukast
 • Forfallinn íssjúklingur

 • Orðaforðinn eykst sífellt en dönsku orðin og frasarnir eru þó í meirihluta: íddss (ís), míddts (mitt), ata (ásta), amma, babba (pabbi), kssss (keks), hvadee (hvad er det), deove (der over), obbose (op ad side), deinn (steinn), dí (Guðrún), díja (píkachu úr pókemon), hoppa, óa (joan), ite (gitta)
 • Segir loksins pabbi eftir hátt í 22 mánaða bið föðursins. Sterklega grunuð um að hafa viljandi ástundað stríðni og ekki þóst geta sagt pabbi. Faðirinn kallaður mamma fyrstu 22 mánuðina.
 • Fer í fyrsta skipti út í sjó í einni af fjölmörgum strandferðum til Vedbæk. Líkar það bara ljómandi vel. Óþreytandi að sitja í fjöruborðinu og láta færa sér látlaust meira af vatni í föturnar (mere, mere, mere). Hellt úr og kallað á meira.
 • Knúsar orðið mikið. Duglega að koma og knúsa bróður sinn.
 • Veit sko alveg hvað er hægt að gera við sjónvarpið og vill gjarnan og oft fá að setjast í stólinn sinn og horfa á stubba, latabæ ofl.
 • Orðin nokkuð kröftug handfylli. Mætti eignilega segja að sé komin langleiðina á T2 (terrible two). Berst um, hendir sér í gólf, reynir að fleygja sér upp úr Trip-trap stólnum ofl. Jú, jú þetta eru alveg alveg klassísk einkenni.
 • Vill gera allt eins og fá allt eins og stóri bróðir. Héðan í frá verður að gera allt í tvíriti til að halda friðinn.
 • Forfallinn íssjúklingur og hlýtur langt frá því bara á því í sumarfríinu þar sem hið ljúfa líf skaffar að meðaltali 2 ísa á dag í hitanum. Stillir sér reglulega upp fyrir framan frystiskápinn með vonarglampa í augunum og segir: "íddds?, ídddss?". Öll orð sem bera minnstu hljóðeiningar orðsins ís vekja heilmikil viðbrögð og hlaup að frystiskápnum. Saman gildir um þegar sótt er frosið hakk, franskar, brauð og þess háttar. Það má alltaf vona...
 • Er alveg í essinu sínu í sumarfríinu, bæði í Svíþjóð og í niðri í Marielyst með stórfjölskyldunni. Kannast greinilega vel við ættfólk sitt og unir sér vel við leik við Emmu frænku, enda fljót að læra og segja nafnið hennar.
 • Um og eftir sumarfrí byrjar nýr kapítuli í svefni prinsessunnar. Nú á að fara að taka upp á því að vera með vesen í hinni áður einföldu, föstu og skotheldu "í rúm-snuddur-góða nótt-slökkva-sofnuð" sem var til algerrar fyrirmyndar hingað til. Nú má ekki slökkva ljós, gólað á foreldrana í von um þjónustu og svona almennt vesen. Uppstokkun á síbreytilegum svefnstöðum í sumarfríinu gæti hafa brenglað dömuna? Eða opnað augu hennar fyrir ýmsum möguleikum....?
 • Eftir uppástungu Baldur bróðurs flytjast þau systkinin saman í herbergi og getur þá brói svolítið tjónkað við og þjónustað frökenina. Oftar en ekki búið að hrúga dóti í rúmið þegar kíkt er inn undir miðnætti. Góð þjónusta hjá bróðir...
 • Tekur fullan þátt í Pókemon æði bróðursins og þekki Píkachu með nafni...
 • Dugleg að púsla og fær áhuga fyrir bókunum (enda er bróðirinn að lesa).
 • Alltaf að passa upp á að allir fái nú jafnt. Til dæmis: allir í skó, allir með glös, allir með að borða, allir með hjálma o.s.frv.
 • Er að verða rosa dugleg að synda, færir sig meir og meir upp á skaftið í sundlaugunum, baðinu og ströndunum

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var