mánudagur, 21. mars 2005

Endurnýjun baðherbergisins

Að baki blöndunartækjunum býr óhroðinn

Jæja þá er ekki aftur snúið. Tímabært niðurrif og endurnýjun baðherbergisins hófst í dag, mánudag. Ég ætla að mynda þetta ferli í bak og fyrir í lok hvers vinnudags þar til yfir lýkur og nýtt baðherbergi fer að taka á sig mynd.


sunnudagur, 20. mars 2005

Myndir af Baldursdóttir

Góðan daginn gott fólk!

Þá er hún hún ónefnda litla frænka mín Baldursdóttir komin í netheima. Baldur var að setja inn fyrstu myndirnar í myndaalbúmið hennar í dag, þannig að allir æstir aðdáendur geta núna róast ögn og kíkt á litlu perluna. Alger meistarasmíð !


mánudagur, 14. mars 2005

The alternative to love

{mosimage}
Já gott fólk, í dag kemur út platan The alternative to love með meistaranum Brendan Benson. Ég hef beðið þessa með töluverðri óþreyju og spennu hvernig til tækist að fylgja eftir snilldarstykkinu Lapalco. Við Jack White erum samhljóma um að þetta sé einn af okkar uppháhalds lagasmiðum. En Jack og Benson eru miklir mátar og taka upp hjá hvor öðrum á nýjustu plötum sínum.


laugardagur, 12. mars 2005

Myndir frá vormánuðum

Þjóðlegar lummur snæddar í morgunsárið á konudaginn
Þá eru komnar inn nýjar frá fyrstu mánuðum ársins. Baldursdóttir glæný, Öskudagsbúningur, konudagur, gönguferð um hýra Hafnarfjörð ofl.


Bloc Party

Þessir koma ferskir inn, kraftmikið og gott rokk. Engar hjólauppfinningar hér en mun fremur vel útfærður kokkteill af hinum og þessum snilldarstraumum. Mæli með þessum.

http://www.blocparty.com