Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Reisubækur

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa. Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með. Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var ...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr ...

Fargo - Dagur 5

Langur svefntími frá fyrri nótt setti mynstrið eitthvað úr skorðum og það gekk erfiðlega að sofna og ég vaknaði snemma, upp úr fimm. Bylti mér þar til ég nennti því ekki lengur og greip í ítalsku löggusöguna um Zen fram að fótferðartíma. Síðasti dagur námskeiðsins var bara nokkuð bærilegur. Ég var alveg bara með hátt í fulla athygli í að gramsa í öryggisstillingum Axapta og 4 tímar flugu hratt fram að mat. Úti fyrir var heldur betur búið að hitna vel og það var heiðskírt og ábyggilega nokkuð vel yfir 30 gráðum, alger veggur. Við fórum aftur á Qdoba mexíkó hraðfóðurstöðina . Það verður að segjast að kaninn er orðinn gríðar framþróaður í að láta hlutina ganga hratt fyrir sig með toppþjónustu. Við mættum í eitthvað sem maður myndi kalla ágætis röð, en maður var bara kominn út á borð í sólina á 2 mínútum. Magnað. Komum við í Barnes og Nobles, þar er sko hægt að gleyma sér svo dögum skiptir held ég bara við að skoða það sem til er. Fundum eina bók um bókhald sem við vorum að leita af og svo...

Fargo - Dagur 4

Líðanin var nokkru betri eftir 12 tíma hvíldina og matarlystin að mestu komin aftur. Ég gat því fengið mér eitthvað annað bara eitt epli í morgunmat. Af öllu sykurkruðeríinu valdi ég mér hafragrautinn sem er alveg bara prýðisgóður. Enn einn dagurinn í kennslustofunni framundan og ég fékk mér verkja og hitalækkandi til að slá á hausverkinn og stífleikann í hnakkanum. Það hlýtur bara að vera annað hvort eitthvað slævandi í þessu dufti og pillum eða að kennslu efnið var svona leiðinlegt, því ég var gersamlega að sofna. Dottaði bara þó nokkuð oft undir hádegið. Við fórum á Godfather's pizzustað í hádeginu en þeir voru með hlaðborð. Það sem sló mig þar var ein pizza sem er ætluð í eftirverð. Svona sykurhlaðið deig með glassúr og M&M kúlum en það var líka hægt að fá deigkúlur í kanilsykurhjúp, úúghhh. Ég bara næstum ældi, þetta er alveg týpiskt bandarískt, alveg löðrandi í sykri, enda gat maður séð það á 80% af matargestum að þar voru menn svolítið yfir kjörþyngdinni. John prófaði d...

Fargo - Dagur 3

Um miðnætti skall á með skjálfta hérna í hitamollunni í Fargo. Ég skaust fram og tók sængina af hinu rúminu og setti hitann í botn. Já, ég var bara að fá bullandi hita. Ég komst einhvern vegin í gegnum nóttina þar sem skiptist á skjálfti og hitakóf eins og vaninn er þegar maður fær hita. Mér leið svona bærilega í morgunsárið og ákvað að prófa að fara á námskeiðið og sjá svo bara til hvort það gengi. Matarlystin var samt nærri núllinu og ég fékk mér epli og te í morgunmat, alveg hámark af því sem ég gat sett ofan í mig. John fór með mér í súpermarkaðinn að kaupa eitthvað verkja og hitalækkandi. Þar klikkar kaninn ekki, allt gersamlega flæðandi í úrvalinu af alls kyns lyfjum. Mesta vandamálið var að velja eitthvað úr hillunni. Þar kom sér vel að hafa John á kantinum. Maður sigldi einhvern veginn í gegnum daginn en þegar ég kom upp á hótel þá lagðist ég fyrir og var byrjaður að dotta upp úr klukkan sex. Ég ákvað að sleppa því að fara í kvöldmat og vera bara inni á herbergi og ná upp hvíld...

Fargo - Dagur 2

Það var ekki upp á marga fiska næturhvíldin, ef það mætti kalla það sem svo. Líkamsklukkan eitthvað bjöguð og ræsti mig fram að pissa eins og einu stykki syndaflóði tveim tímum eftir að ég sofnaði þrátt fyrir samviskusamlegt fyrir-nóttina-piss. Mætti halda að maður væri bara óléttur? Í dagsbirtunni sést enn betur hversu rosa flatt og rúðustrikuð Fargo er, eða það sem ég hef séð af borginni. Breiðar og hornrétt stræti og götur ná ekki að þekja mikið af sléttunum hér. Sjaldan séð eins mikið magn af matsölustöðum og verslunum samankomið á einum stað. Merkilega margir að fá sér McDonalds í morgunmat í bílalúgunni hérna á staðum við hliðina í morgun. Það var meira að segja ein konan sem kom inn í morgunverðasalinn með Mc poka með sér. Glætan maður hefði lyst á svoleiðis brasi fyrir hádegi. Fundum Microsoft hérna ekki langt frá úti á sléttunni. Ég þurfti að fylla reglulega á kaffi og kólabirgðirnar við hliðina á mér í kennslustofunni til að halda meðvitundarstiginu fyrir ofan núllið. En þet...

Fargo - Dagur 1

Þá var komið að því að skella sér til Fargo. Skemmtileg tilviljun að hin ódauðlega mynd Cohen bræðra hafði einmitt verið á dagskrá kvöldið áður á TV film. Ég tók lestina frá Klampenborg niður á Kastrup upp úr hálf eitt. DSB bara nokkurn vegin á áætlun, til hamingju! Innritunarröðin var ekki svo slæm, en alveg sá ég fyrir að fjórmenningarnir á undan mér væru svona vesen fólk. Miðaldra ráðvilltar kerlingar með körlunum sínum. Frúin var með allt of þunga tösku, meira segja fyrir economy extra! Þá var byrjað að tína upp drasl bara þar sem hún stóð, jæja hvað skal maður þurfa að bíða lengi eftir að þetta rugl leysist. Á hinu innritunarborðinu voru tveir félagar að stefna hraðbyri í seinni afmælisdaginn sinn. Eitthvað droll á þeim. Hugsanir mínar voru lesnar og röskur SAS starfsmaður kallaði á mig inn á næsta checkin borð og græjaði innritunina á 5 mínútum, gluggasætið klárt og hægt að strunsa upp í öryggishlið. Ég sá að það var sennilega hægt að fara í gegnum SAS hraðbrautina á Economy Extr...

Bandaríkjaför - Dagur 5

Síðasti dagurinn, kíkt á markað, búðir og safn. Heimferð Pakkað í morgunsárið, vaknaði snemma um kl 6. Horfði á morgunfréttirnar og fór í sturtu. Morgunmatur að venju, svo fórum við niður í bæ. Héldum að við ættum stefnumót við Bang og Nuriu um kl 10 á Palace Center Market. Reyndist ekki vera svo. Skoðuðum líflegan markaðinn, hálfgert kolaport. Röltum svolítið um, Djordje verslaði í Banana republic. Héldum áfram upp að Seattle space needle. Fylgdum monorail, sem gengur víst ekki vegna slyss fyrir 2 mán eða svo. Fórum á Music experience safnið. Mjög áhugavert í alla staði. 2 klst flugu hratt og þá áttum við eftir að fara í gegnum Dylan hlutann sem við gerðum frekar hratt. Allt annað, eins og músikvinnustofurnar, komumst við ekki yfir. Þetta getur tekið meira en dag að fara í gegnum þetta almennilega. Röltum um og fundum Lola veitingastaðinn sem var alveg ljómandi. Mátulega stórir skammtar Shawarma strimlar með cumin kryddi gerðu sig vel ásamt gríska jógúrt ísnum með bláberjunum. Kaffið ...

Bandaríkjaför - Dagur 4

Síðasti námskeiðsdagurinn, bæjarferð og út að borða. Síðasti dagur námskeiðs. Frekar laust í reipum og óstrúktúrað. Svolítið fálm í myrkri. Company store á eftir, keypti bakpoka fyrir Ana ásamt eitthvað smátterí fyrir mig og Sandeep Svo niður í bæ í smá verslunarrölt. Röltum fram og til baka og sáum m.a. Markaðinn. Fórum inn í Macys, hittum Bjorn og Nuria þar. Náði að versla á krakkana, var í vafa og vandræðum með Hönnu. Var að reyna að sigta út hatt fyrir Nelly, en rann út á tíma. Fórum að borða á P.H Chang bistro. Sem var fínt. Frekar samt sætt allt saman. Hægt að krydda upp með sósunum. Frekar vinsæll staður myndi ég halda, töluvert rennsli. Fékk mér bjóra: Mac and Jack, Pyramid "Hvítbjór", Honey Ale eitthvað. Great wall of chockolate kaka sem við skiptum með okkur 3. Risavaxin kaka, heldur betur. Komnir heim um 23, sofnaði upp í rúmi í öllum fötunum eins og fyrri daginn.

Bandaríkjaför - Dagur 3

Dagur 3, punktur. Venjubundinn morgunmatur en færi mig nú upp á skaptið og hef að innbyrða brauð með hnetusmjöri og sultu. Alger steinn í magann í morgunsárið... Námskeið skiptir yfir í hands on, skipt upp í hópa og farið í að útfæra árásaraðferðir. Reynt að gera þetta skipulega með því að hanna árásirnar fyrst. Farið niður á Bellevue Square í stóra verslunarkjarnann fram að kvöldmat. Keypti tvenna skó fyrir $97 Matur með Lance og hinum testurunum á Ruth's ?????. Svaka steikur, fínn staður, góð þjónusta. Alltaf sami hraðinnn á þjónunum. Passa að halda vel í diskana. Náði að smakka þrjá bjóra: Mac and Jack (redmond ófiltereaður), Pyramide Ale og annan ale. Fínt kjötflykki en nokkuð feitt. Fékk mér ís á eftir, tvær kúlur í vínglasi. Komnir heim rúmlega 10, sofnaði með skóna óreimaða við hlið mér. Frekar þreyttur.

Bandaríkjaför - Dagur 2

Flugþreyta, bæjarferð í Space Needle, mátulega útilátinn mat og áhugavert "open mike" kvöld með köldum alvöru bjór! Námskeið heldur áfram að venju. Flugþreytan lætur á sér kræla, enda eitthvað erfitt að sofa síðustu nótt. Hittum Parry og Ole í hádegismat. Mjög gaman að hitta þá, þeir sakna mikið danska mötuneytisins og vilja meina að menn verða mjög fljótt þreyttir á þessum mat. Sem ég skil mjög vel. Eftir námskeiðið brunuðum við heim í bækistöðvarnar og skiluðum af okkur tölvunum. Svo var brunað á demantabrautinni niður í miðborg Seattle. Ferðin gekk vonum framar og við vorum bara 30 mínútur frá Hóteli og niður í bæ. Lögðum hjá Space needle og þar skildu leiðir því Djordje átti miða á NBA leik með Seattle Supersonics gegn Phenix Suns í KeyArena. Við Klaus fórum upp í Space needle og nutum útsýnisins yfir Seattle svæðið úr 620 feta hæð við sólarlag. Alveg mögnuð upplifun að sjá svæðið í ljósaskiptunum og dvöldum við góða stund þarna uppi þar til hungrið rak okkur niður á jörð...

Bandaríkjaför - Dagur 1

Ameríkufarinn sagði: Fyrsti dagurinn á námskeiðinu í nýju landi í nýju tímabelti. Og það er vor! Dásamlegt vor í lofti og mikill munur að sjá græn lauf og stika um í hitastigi yfir frostmarki. Morgunmaturinn í hótelmóttökunni var með nóg af gúmmulaðinu og brasi en líka var hægt að fá sér jógúrt, múslí og hafragraut. Merkilegt nokk enginn ostur né kjötálegg. Formsatriðin Við komumst nokkurn vegin klakklaust til höfuðstöðva Microsoft í Redmond. Mættum inn í byggingu 16 en fengum þau skilaboð að við þyrftum að virkja aðgangskort okkar í bílakjallara byggingar 8 sem og skrá bílinn okkar á bílastæðalistann til að hann yrði ekki dreginn burt. Það var nú hálfgert greindarpróf að fylgja hvítu pílunum á malbiksgólfinu inn í þröngu kytruna með aðgangskortavinnslunni. Þegar búið var að redda formatriðunum fundum við kennslustofuna og fengum þar möguleikann á að úða í okkur glassúr og sykurhúðuðum kleinuhringjum. Starbucks gæðakaffi á könnunni og verður að segjast að það er Microsoft til mikils hr...

Bandaríkjaför - Dagur 0

Ameríkufarinn sagði: Sunnudagurinn 12. mars rann upp og tími var kominn til að halda af stað til Ameríku. Nelly skutlaði mér niður á Skodsborg og hafði forláta ullarsokka við höndina. Sagði þá vera ómissandi í löngum flugum þar sem gott væri að fara úr skóm og fara í sokkana. Það reyndist svo alveg hárrétt. Innritun Ég stóð í hinni óendanlega löngu innritunarröð fyrir ameríkuflug í uþb þrjú korter en þetta hafðist fyrir rest. Ég last svolítið í námskeiðisbókinni á meðan ég silaðist áfram. Við Klaus keyptum okkur nokkra dollara og svo fórum við út í vél. Ég fékk sæti í miðjuröðinni við hliðina á móðir með 2 krakka á leið heim til USA. Greinilega af sænsku bergi brotin því börnin hétu Sven og Elsa en töluðu alveg ekta bandarísku. Og töluðu alveg heilmikið við mig um heima og geima. Flugfreyjur og flugþjónarnir drógu þá ályktun að ég væri pabbinn í þessari fjölskyldunni og ávörpuðu mig alltaf á sænsku. Flug Þetta reyndust rúmlega 9 klst flug sem leið bara nokkuð hratt. Kláraði námskeiðisb...

Dagur 2 (2.júlí 2003)

Veðrið: Þurrt og hlýtt fyrir utan hressilegan skúr í miðdaginn Meðal efnis: Ikea ferð - sýnishorn í dönskum trylling Regnskógur heimsóttur Tikka masala og bað Baldur var fljótur að átta sig á tímamismuninum og stillti sig strax á danska tímann. Fjölskyldan fór því á fætur upp úr kl 8 að venju. Hinn gríðarvinsæli róló var heimsóttur um morguninn en svo snæddum við hádegisverð úti á verönd áður en haldið var í IKEA leiðangur til Árósa. Sólin skein í heiði við komuna til Árósa og það var hlýtt og gott á bílastæðinu. Danir hafa náð einhverju æðra stiigi við útfærslu ranghala IKEA-verslana því það var ekki nóg með að það að við þyrftum að fara alla hringavitleysuna, án möguleika á styttri leið, heldur hafa þeir kosið að hafa lönguvietleysuna á 2 hægðum. Kaupleiðangurinn lukkaðist þó dæmalaust vel og kom litala fjölskyldan skælbrosandi út í sólina með nýja barnastólinn hans Baldurs ásamt viskustykkjum sem hafði skort tilfinnalega í híbýlunum í Ebeltofte. Vegna einmuna sólarblíðu og hungurs h...

Dagur 1 (1.júlí 2003)

Veðrið: Íslenskur morgungrámi og dönsk sumarblíða í bland. Meðal efnis: Brottför Rúmkaup og sjóferð Snyrtiboxið sent í útlegð Baldur var brottnuminn upp úr kl 5 þriðjudagsmorguninn 1.júlí 2003 til að fara í bíltúr suður með sjó með mömmu sinni, pabba og Ástu, frænku, Kefla vík nánar tiltekið. Á vellinum hitti ég fyrir gamlan vin sem ég hef ekki séð árum saman, hann Elvar. Hann var á leið heim aftur til Noregs með Gunn spúsu sinni, en hann og Gilli fluttu einmitt út fyrir nokkurm árum og hafa aðlaðast sönglandi norskunni svona ljómandi vel. Flugvélin fór í loftið rúmlega 7:30 og stóð Baldur sig eins og hetja í flugtakinu. Honum þótti nú ekki mikið til þess koma og sofnaði fljótlega eftir flugtakið og móðirin fylgdi fordæmi hans. Við vorum svo lukkuleg að hafa autt sæti á milli okkar þar sem Baldur gat sofið vært og þar sem það virtist vera almenn stemning fyrir svefninum lokaði ég augunum líka. Lendingin var mjúkleg og áfallalaus en kom þó ekki í veg fyrir það að snyrtibox frúarinnar s...