Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum makedónía

Vatnaveröld

Makedóníuferð - dagur 2 (18.9.2008) Það var ræs 10 og rölt inn í bæinn. Marjan var með áætlanir eins og fyrri daginn. Við fórum í kruðerísbúllu sem átti að þykja framreiða besta burek-ið í bænum. Það var því tekið burek og jógúrt á línuna. Þetta er mjög hefðbundið í balkanlöndunum og er frekar feitt deig með alls kyns fyllingum s.s. kjöti, spínati og osti. Við fórum í ostinn og erum við því komin í undirtegundina zeljanica. Með svona ballest í maganum voru allir klárir í slaginn og við skelltum okkur í bílana. Áfangastaðurinn var syðri endi Orhid vatnsins þar sem fallegt svæði er með uppsprettum og klaustri heilags Naum. Að venju var vegurinn hlykkjóttur með eindæmum og við borguðum fyrir að leggja á grasi gróin og hálftóm bílastæðin. Ferðatíminn er greinilega búinn því ekki var troðningurinn hér í gangi. Samt voru ekki svo mörg skörð í sölubásunum, nema kannski í kebab deildinni sem var lokuð. Við byrjuðum á að skoða kirkjuna og klaustrið kennt við heilagan Naum. Þetta er eins og marg...

Myndir frá Makedóníu

Jæja þá var ég að henda inn eins og 256 myndum og myndböndum frá ferðalagi okkar til Makedóníu 17-22. september. Gjörið svo vel og njótið myndrænnar frásagnarinnar...

CPH - BUD - SKP

Makedóneíuferð - dagur 1 (17.9.2008) Ferðin suður til Skopje gekk eins og í sögu. Við lentum á áætlun um hálfþrjú á litla flugvellinum í Skopje. Þetta var í líkingu við Reykjavíkurfluvöll og töskurnar komu á skammri stund. Marjan, Katarina og bróðir hans biðu með bílana fyrir utan. Eftir mikla fagnaðarfundi hófum við að troða töskunum í bílana og brunuðum svo upp að aðsetri Marjan inn í Skopje. Hnúar okkar Hönnu voru hvítir eftir hurðararmana og ömmuböndin. Hann Viktor frá Hvítrússlandi var ekki alveg sá mest traustvekjandi í umferðinni. Við ræddum þetta á leiðinni og sömdum neyðaráætlun sem var hrundið í gang um leið og við stoppuðum hjá íbúð Marjan. Við spurðum lærvíslega hvort þau ættu bíl í Danmörku. Nei ekki var nú það. Ertu þá ekki vanur að keyra dags daglega. Nei, varla neitt síðasta 1,5 árið síðan hann flutti til Danmerkur. Nú vill svo til að við eigum bíl og keyrum á hverjum degi. Ég get alveg keyrt, við getum reynt að skiptast svolítið á. Það varð úr að ég tók við stýrinu og ...