sunnudagur, 25. mars 2007

Sumarið er tíminn

Sunny girl sagði:
Sumarið er formlega komið.

Klukkan var færð fram um einn tíma í nótt og vetrarskórnir komnir í ruslið.

Rigtig god sommer :-)

Sólarstelpan

laugardagur, 24. mars 2007

Daginn í dag....

Litli Prinsinn minn er veikur, það er ekki oft sem það gerist. Ég held að það sé kannski tvisvar til þrisvar frá þvi fluttum hingað í sept. '05. En hann velur tímann. Í fyrsta sinn sem við fórum heim til Íslands í efterårsferien þá vaknaði hann um nóttina með bullandi hita. Hugur minn fór að sjálfsögðu á fullt; "hvað nú?", "þarf ég að hætta við?", "hvað geri ég þá?" etc. en svo vaknaði hann um morguninn eins og ekkert hefði í skorist og við fórum til Íslands. ÁLF var reyndar veik nánast alla þá viku en það er önnur saga....

einnig í þetta sinn valdi prinsinn daginn......


við vorum nefnilega búin að plana (í annað sinn - fyrra skiptið klikkaði v. veikinda ÁLF) að fara í sleepover i Sluseholmen hjá Dagnýju, Hirti og Kolbeini. Við búin að hlakka svo mikið til. Strákarnir, Finnur og Hjörtur ætluðu að flytja dótið okkar (sem þeir eru að gera í þessum skrifuðu orðum) úr íbúð hólmaratríósins í búslóðageymsluna í Hørsholm og svo átti að njóta dagsins, elda e-ð gott, spila og jafnvel opna eina flösku af rauðvíni eða tvær eða þrjár eða fjór......

En þetta eigum við þá bara inni og huggum okkur við það að það er ekki langt í páska en þá skellum við okkur í bústaðinn.

Hér er linkur á bústaðinn ef þið viljið kíkja: líf og fjör og læti.

Eftir að við breyttum plönunum með Sluseholmen-genginu í morgun hringdi Dagný og spurði hvort ekki mætti bjóða Prinsessunni í gistingu. Prinsessan fór því með pabba sínum í morgun og varð eftir. Allt hefur gengið vel og útlitið því gott með gistinguna. Ég verð nú samt að viðurkenna að þetta er svolítið skrýtin tilfinning. En hún er í mjög góðum og töff höndum svo að ég hef engar áhyggjur.

Ég bið bara að heilsa í bili og vona að þið eigið góða helgi.

Kys og knús Blöbbý


föstudagur, 23. mars 2007

Öryggisleysi

Hvað maður getur nú verið háður þægindum nútímans? Það er nú bara með eindæmum eins og dæmin sanna...


Á miðvikudagskvöldið buðum við hólmaratríóinu í kveðjukvöldverð og Harðsnúnar húsmæður gláp. Það leið óðum að kvöldmatnum, pizzan og franskarnar komin inn og allt að smella. Búmm, allt svart. Við erum rafmagnslaus!

Það er ekkert grín að vera í ókunnugri íbúð og ætla sér að finna eitthvað jafn framandi eins og kerti eða vasaljós. Að maður tali ekki um rafmagnstöfluna sem Árbæjarsafnið dauðöfundar okkur ábyggilega af. Fjórum mínútum og 122 spurningum Baldurs síðar mættu Sara, Olga og Anna á myrkrasvæðið.

Eftir að náð hafði verið í nágrannakonuna (eða réttara sagt dóttir hennar) til skrafs og ráðargerða, ákváðum við að besti möguleiki okkar fælist eflaust í því að fara með bæði 10A og 16A öryggin út á bensínstöð og athuga hvað væri heilt og hvað ónýtt. Vonandi að fá nýtt öryggi líka.

Það varð svo úr að nýtt 10A öryggi var það sem þurfti og við gátum klárað að elda pizzuna og átt ljómandi skemmtilegt kvöld saman.

Vonandi hafið þið nú skilað ykkur heilar heim stelpur, takk fyrir síðast og við sjáumst vonandi sem fyrst!

fimmtudagur, 22. mars 2007

Jamm og jæja

stúdínan sagði:

Jæja jæja jæja er ekki kominn tími á að ég láti í mér
heyra.....

það er frí í skólanum hjá mér í dag og á morgun v. ráðstefnu
í Þýskalandi og ég er því hér heima að "læra".

Í gær var kveðjustund hérna með skellibjöllunum 3 úr
Søllerød Park. Olga og Sara eru að fara heim á morgun og Anna fer eftir viku.
Við munum sakna þeirra mikið og ekki síst krakkarnir. Við hlökkum því líka
mikið til þegar þær koma í heimsókn í sumar,
við eigum jú eftir að fara saman á ströndina í Vedbæk!!

Góða ferð kæru vinkonur - þið eruð frábærar.

Við erum búin að festa kaup á ferð til Svíþjóðar í sumar og
leigja bíl í þann tíma sem við verðum. Njörður og Kolla eru búin að skipta á
húsi við sænska fjölskyldu og við förum því í heimsókn til þeirra í
"nýja" húsið. Ég hlakka til, mig hefur svo lengi langað að fara til
Stockholm og nú verður af því. Svo nú er bara um að gera að fara að skoða hvað
er hægt að gera þar í kring. Það verður eflaust úr mörgu að velja - Svíarnir
klikka ekki ;-)

Svo erum við að fara í sumarbústað um páskana með
Sydhavn-familien. Erum búin að leigja bústað á Vest Sjælland og allt lítur vel
út. Við vonum bara að veðrið og bakteríurnar verði vinalegri en fyrir um ári
síðar.

Vorið er á leiðinni og allt farið að springa út.

Peta frænka er að koma um aðra helgi og ég treysti á að
djammið verði traust. Það var snilld síðast þegar hún kom. Ég hlakka svo
til.....

Ekkert nýtt að frétta af húsinu "okkar" í
Hørsholm. Við bíðum enn eftir fréttum en búumst við að þurfa að bíða með
innflutning þar til í maí. Súrt en við höfum það alveg fínt í íbúðinni hans
Keld hérna í Virum. Við vonum svo líka að Keld hafi það fínt í Indlandi.

Skrýtið hvað lífið getur verið afstætt. Ég læt mig (enn sem
komið er) dreyma um að fara til Indlands, Kína og Thailands en Keld gerir þetta
bara ansi oft. Hann vinnur í Indlandi fyrir danskt fyrirtæki, á tælenska konu
og var síðast þegar við heyrðum í honum á vinnufundi í Kína. Svo eru aðrir sem
dreyma um að koma til Íslands og það er nú bara ansi oft sem ég fer þangað.

Annars held ég að við séum búin að ákveða að koma ekki heim
í sumar. Setjum stefnuna á önnur ferðalög í staðinn og allar ábendingar um góða
áfangastaði eru vel þegnar. Það leynast nefnilega svo margar perlur á hinum
ýmsu stöðum.

Jæja tuss og lufs - ætla að fara að "læra"

kys og kramBlöbbýsunnudagur, 18. mars 2007

Mikið rétt

Blöbbz sagði:
Alger snilld þó svo ég hafi fengið að láni.....


I romantikken er der én regel der gælder: Gør kvinden lykkelig. Gør du noget hun kan lide, får du point. Gør du noget, hun ikke kan lide, mister du point. Gør du noget, hun forventer får du ingen point. Sådan er reglerne.

Enkle pligter
Du reder sengen +1
Du reder sengen, men glemmer pyntepuderne 0
Du smider sengetæppet over den uredte seng -1
Du glemmer at slå toiletbrædtet ned -5
Du sætter nyt toiletpapir på når det behøves 0
Du får ud for at købe super ultra bind med vinger til hende +5
- i regnvejr +8
.. men kommer hjem med en six-pack og to kammerater -5
Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd 0
Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd, men der var ikke noget 0
Ok, der var noget +5
Du skyder det +10
... men det var hendes kat -20

Sociale forpligtelser
Du holder dig ved siden af hende hele festen 0
Du holder dig ved siden af hende et stykke tid, men går så hen for at snakke med en gammel drukkammerat -2
.. der hedder Silvia -4
Silvia er danser -6
Silvia har silikonebryster -17

Hendes fødselsdag
Du tager hende med ud til middag 0
Du tar hende med ud til middag på en restaurant der ikke har fjernsyn +1
Ok, der ER fjernsyn -2
Det er en spis-så-meget-du-vil-middag -3
Det er et fodboldværtshus, det er en spis-så-meget-du-vil-middag og du har malet ansigtet i favoritholdets farver -10

Ude med hende
Du tager hende med i biografen +2
Det er en film hun kan lide +4
Du tager hende med til en film du selv hader +6
Du tager hende med til en film du selv kan lide -2
Den hedder »Dødelig robot VI« -5
Den handler om uhyrer, der spiser mennesker -9
Du løj før i gik og sagde at det var en socialrealistisk film om forældreløse børn -12

Din krop
Du begynder at få en synlig ølmave -15
Du begynder at få en synlig ølmave og træner for at komme af med den +10
Du begynder at få synlig ølmave og begynder at gå med jogginbukser og store hawai-skjorter for at skjule den -30
Du siger: »Det spiller ingen rolle, du har jo også én« -1200

Det store spørgsmål
Hun spørger om hun ser fed ud
Du tøver med at svare -10
Du svarer: »Hvor?« -35
Et hvilketsomhelst andet svar -20

Kommunikation
Når hun vil tale om et problem:
Du lytter med en bekymret mine 0
Du lytter i mere en en halv time +5
Du lytter i mere end en halv time uden at se tv imens +100
Hun indser, at det er fordi du er faldet i søvn -200

Pointberegning
- Positive point neutraliserer negative point.
- Positive point har en maximal levetid på to uger.
- Negative point varer evigt.
- En balance på mindst 100 pluspoint er nødvendig for at få sex.
- En negativ balance på 1000 point betyder skilsmisse.

þriðjudagur, 13. mars 2007

13. mars 2007

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Ásta
hún á afmæli í dag.

Elsku kæra sys
Ég vona að dagurinn þinn vefjist inn í hamingjuna á litríka vegu.

Ég elska þig!
Þín syslaugardagur, 10. mars 2007

Hið góða

Undanfarið hefur efinn um að réttlætið og hið góða í mönnum og samfélaginu sem við lifum skotið upp kollinum. Samhliða því hefur maður reynt að setja hluti í samhengi og von um að karma heimsins jafni allt út og nú fari nú að snúast á gæfuhliðina.
Þegar maður fær svo loks teikn um að hið góða er síður en svo horfið úr heimi okkar, er léttirinn mikill og vonin vex í vorinu.


Hann Keld veitti okkur vonina aftur á fóstudaginn með svari sínu frá
Indlandi að við gætum leigt íbúðina hans eins lengi og við þyrftum.
Þvílíku fargi sem af okkur var létt, nú þarf ekki að fara í að redda
næsta heimili um mánaðarmótin, bara hægt að draga andann og horfa fram
á við. Hvað segir maður annað en takk kærlega fyrir þetta, Keld.

Hann Keld sendi okkur svarpóst frá Peking í dag, þar sem hann var að
hefja vinnuferð sína, og sagði að sér þætti svo gaman að gleðja fólk.

Já, hið góða lifir enn.

Hissing Fauna, Are You The Destroyer?

{mosimage}
Artist: Of Montreal
Release Date: 23. januar 2007
Genre: Alternative/Punk
Styles: Indie Pop, Indie Rock
Label: Polyvinyl Record Co

Þetta er svo yndislegt bland í poka að unun er á að hlusta. Tortoise, Bloc Party, Funky múv (Gronland Edit), Electronica a la Ratatat að crossa Bítlana (Cato as a Pun) ofl dásamlegt.

Ítrekuð meðmæli sem ég gef!

þriðjudagur, 6. mars 2007

Ungdomshuset

Ungeren sagði:
Ég býst við að fréttaflutningur af Ungdomshuset hafi náð eyrum ykkur síðustu daga. Ég fékk sent bréf frá Pernille bekkjarsystur minni í dag og innihald þess er bréf/hugleiðingar Tomas bróður hennar. Hann er einn af þeim sem hafa verið mikið í Ungdomshuset og því getið þið núna skyggnst aðeins inn í tilfinningar þeirra sem finnst virkilega á sér brotið. Áhugaverð lesning og sterkar skoðanir!

Dear everyone who cares.

My friend. I want to tell you about the events taking place in Copenhagen,
right now. Please check out indymedia.dk , modkraft.dk , ungeren.dk or just
indymedia.org to learn what is happening, because I'm not going to give you
details. I am going to tell you another story. These days, one particular
image is ceaselessly haunting me. It is not an image of shattering bottles
bringing fire to police vans, or of my friends beaten, or people turning
the streets of my city into a zone of conflict and violence. It is not an
image saturated with the acts of revenge, retaliation and brutality, for by
now, my eyes have already become tragically accustomed to these horrors. It
is neither an image of rows of cops certain of the legitimacy of their
power, nor that of bands of activists and demonstrators thrilled by
experiencing the power they collectively hold, as they share the knowledge
that the streets have been reclaimed, temporarily liberated. It is not an
image of myself in telephone conversation with my mother, trying to explain
to her where all this rage is coming from, or an image of myself reading
the patronising news paper analysis of the conflict, performed by middle
aged men, firmly secure in their university positions. It is not an image
of Ruth Evensen - the leader of the (wannabe) Christian sect who bought our
Ungdomshus, neither of Ritt Bjerregaard - the City Mayor whom has utterly
failed in finding a political solution to a social problem, nor of all the
other faces that I should consider my enemies right now. It is neither of
these. Haunting me is an image brought to me on the front page of my
regular news paper. It is an image of two army helicopters in the first
deep blue light of morning, suspended above the rooftop of Ungdomshuset,
special forces descending with meticulous precision and timing, prepared as
they are for initiating the events that I call my life these days. Again,
my eyes fixate on their silhouettes as they crouch, performing their
profession. On the wall beneath them, a sentence confesses to me in white
paint that 'I still feel like rioting.' And I know exactly what it means. A
menace, a warning, and a prophecy. But most of all it is an embittered
expression of resignation. And I do feel like wrecking havoc in return for
the loss that I suffer when I see this image of beautiful choreography of
men, machine and building. For me it is a tragedy. For them, a job. Perhaps
merely so. It is not just my house they break and enter. Here, where I
and You and We have build communal playgrounds for art and politics. You've
been there, the two of us shared coffee and cake, thoughts, romance,
excitement, plans, visions and memories. We have shared knowledge,
experience and experimented with living our crazy, sad and exciting lives
on our own terms. Here, we have squatted hearts before buildings. Here we
have given and been given and taken and enjoyed and suffered. It is not
just a house, because a house is merely a collection of bricks and mortar.
It is not just a symbol, because a symbol is a reference for something
else. It is more than that. It is a space that we have carved for ourselves
to live in. Yes, it is a space-time where You and I have lived. Those men
in the cold light of mourning violate that space and I feel it to the very
bone of my being. I cannot remember the last time I have felt such sorrow
and such rage.As these men crouch, they must know exactly what they are
doing. I wonder what kind of hearts work their chests, what considerations,
reasonings and second thoughts riddle their minds. And I feel completely
alienated from them. What kind of people are they? Do we even share the
same humanity? The image of those helicopters haunts me because it makes me
feel something I do not want to feel. I do not wish to hate those uniforms,
but I do. I do not wish to consider them my enemies, but I do. I do not
wish to consider them humans broken, trained, disciplined, completely
conditioned and dehumanized. But I do, because it is the only way I can
make sense of what they are doing. They must know what they are asking
for.And whatever they asked for they have received in plenty. I guess you
know all about it by now. You've seen the pictures of fires, fights and
frictions. You've read the stories and dramatic reports from breathless
reporters on the spot. Some call us spoiled kids, rioters and hooligans;
some call us victims; some call us perpetrators and criminals. Some call it
a passing fad. I call it a becoming. Yes, a becoming. For we are a
generation painfully learning that we are not given what we want, need and
desire no matter how nicely and politely we ask for it. They don't care to
listen until we force them to and by then it no longer matters, because by
then the means we have used to make them listen disqualify whatever have to
say. Like the social and political rights we enjoy today rest on the blood
of our fathers and mothers before us, so we have learned that we'll only
get what we want when we resolve to take it. This is the nature of our
becoming. This is the nature of the revolution and revelation that I
suffer. What we desperately need is space and self-determination. When we
see our space diminishing and our freedom delimited, not by coincidence or
accident, but by the political determination of those who will recognize
our desires as relevant, then we can no longer afford to simply tolerate or
accept it. We respond by any means, for these are truly our lives. And
they are being violated. I return again and again to the image. It emanates
the calmest of violence and I understand that if you oppose the State, the
Powers that be and remains the same, i.e. the motherfuckers, if your
desires lead you astray, if those desires leave only a thirst and demand
for freedom that cannot be ignored and if you are determined to remain
loyal to that desire, then you will be broken, beaten, bruised, isolated,
marginalised, impoverished, cast out, ridiculed, patronised, you will be
made invisible, ultimately destroyed. And I know that I cannot walk away:
this, if anything, is my only certainty. Dear Friend, you have heard this
song sung before and I hate every second of it. I do not wish to consider
these people my enemies, but I do; I do not wish to believe the world is
hostile, but I do; I do not wish to feel violated, but I do. I do not wish
to harbour such anger. But I do. I do not wish to be what I am in this
moment; I hate every second. But those men of the rooftop in the early
mourning leave me no other choice. The image will not leave me alone and I
cannot forget. That is the nature of my becoming.I miss you, my friend.

Thomas B.

laugardagur, 3. mars 2007

Á leið í níunda fletið

Það má segja að ég hef verið að íhuga ýmsar frábrugðnar samfélagsgerðir frá hinum vestrænu eins og veiðimannasamfélag, flökkuþjóð, sígaunar o.þ.h. Nú erum við búin að vera á flakki um víðan völl í Danmörku og Íslandi síðan í Janúarlok. Í kvöld mun ég prófa að sofa í níunda rúmfletinu á þessu tímabili. Nú búum við í Virum.

Síðan við komum til baka þann 26. feb höfum við verið undir verndarvæng Hólmaratríósins (http://palads.bloggar.is/) Olgu, Söru og Önnu. Þær björguðu okkur alveg þegar við vorum að lenda í Danmörku, húsnæðislaus. Það fór betur en á horfðist og hann Keld sendi okkur góðar fréttir frá Indlandi: við getum fengið íbúðina í marsmánuði.

Þá getum við a.m.k. andað léttar í bili og farið að spyrja Ole eftir hvernig gangi að fá húsið í Hörsholm tæmt. Meiri vitleysan, að það þurfi að höfða mál fyrir fógetarétti til að bera leigjanda út sem pillar sér ekki út eftir að samningur hans rennur út! John yfirmaður minn sagði að þetta væri 3ja daga ferli í Bandaríkjunum. Trítla niður í réttarsal og fá undirritaða útburðarbeiðni frá dómara, vippa sér yfir með plaggið til Sheriff og hann sér svo um að fleygja liðinu út. Málið dautt! Ekki eitthvað 3-4 vikna tafs og rugl í fógetarétti norður í landi.

Við læddum okkur inn eins og þjófar um nóttu í gærkvöldi með horgemlingana tvo. Þetta er svona nett eins og að vera í sumarbústað: lítið pláss (60 fm, eitt svefnherbergi), vantar alltaf eitt og annað (hvar eru kryddin okkar?) og svo bara steyta Nescafé úr krús. Þau við hliðina virðast nokkuð hress. A.m.k. var verið að baula nokkuð hátt og skýrt áðan. Gaman verður að fylgjast með því. Nú er byrjað að syngja aðeins.....

Jæja Ásta er vöknuð, spurning hvort hitinn hafi lækkað eitthvað. Vonandi er það nú.