Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Tónleikar

The National

Stund og staður: Vega þann 12. ágúst 2008 Mat: Flott spilað, frábært band, Matt olli mér heilabrotum, virtist einagraður í eigin heimi Þetta mánudagskvöldið skellti ég mér niður á Vega til að sjá The National þar sem ég hafði mikinn hug á að sjá þá í eigin persónu. Ég var búinn að vera hlusta á Boxer og Alligator sem eru báðar þrusugóðar. Enginn vafi á því að hljómsveitin hefur spilað sig sundur og saman, það heyrist glöggt á hvað vel er farið með allar taktskiptingar og krúsidúllur. Trommuleikarinn er all svaðallegur að mínu mati og kom mér fyrir sem óbrigðult takt-vélmenni sem ekkert hafði fyrir því að halda 100% bíti og krúsidúllast um leið. Rytmasveitin algerlega steinlá. Stór hluti af sjarma sveitarinnar er falinn í rödd og söngstíl Matt Berninger, en þessi djúpi trega-baritónn minnir mann á Tindersticks/Joy Division. Ég hef nú aldrei séð hann á sviði áður og átti í nokkrum erfiðleikum með að átta mig á honum þar sem hann hékk á míkrafóninum en sneri baki í salinn þess á milli. Ei...

Seiðandi snillingur

Meðan regnið seytlar hér af húsþökum er upplifunin enn að seytla inn í mig eftir tónleikana með Bonnie 'Prince' Billy fyrr í kvöld. Ég og Hanna fórum saman í tónleikasal tívolísins og fengum tvo hnausþykka og gómsæta klukkutíma með snillingnum og meistarabandi hans. Maðurinn er snillingur og því fylgir að hann er týpa. Okkur Hönnu datt í hug E-prívat (fyrir þau ykkur sem hann þekkja) þegar hann vaggaði og tvístég á fótunum til skiptis með uppbrettar skálmar í bleikum crocs skóm með tásurnar. Augnayndi. Tónlistarmennirnir (og konan) sem hann er með eru ekkert slor. Þéttara Kentucky angur-kántrý fær maður varla og indjáninn með ásláttartrommurna og tambórinurnar er af öðrum (anda)heimi. Will og félagar tóku góðan skammt af Letting Go og Master and Everyone . Eins var meirihlutinn byggður upp af nýju efni myndi ég halda þar sem ég þekkti það ekki. Ég fékk margoft gæsahúð en Will toppaði lagaprógrammið með því að enda það á I see darkness. Svo tóku nú tvö stykki uppklöpp við og r...

Prinsinn kemur og smyr konfekti í eyrun

Það kom að því að maður fengi að sjá prinsinn í eigin persónu. Hann mætir í tónleikasal Tívolísins þann 8. júlí og þá mun ég sitja úti í myrkrinu og leyfa Bill að smyrja konfekti í eyrun. Þeir sem hafa ekki kynnt sér öll alter-egó Will ættu að krækja sér í perlur eins og I see a darkness, Valgeirsframleiðsluna Letting go , ease down the road o.s.frv.

Mugi..... bomba!

Við vorum að koma neðan úr Vega og það suðar ennþá í eyrunum á okkur. Mugison kom sá og sigraði á sviði litla Vega í kvöld. Þvílík bomba. Ég og Hanna vorum í fremstu röð og létum dynja yfir okkur dásemdirnar sem þeyttust úr mögnurum og skinnum strákanna á sviðinu. Pétur , Aggi, Mugison, Davíð Þór og Gunni áttu ótrúlegan samleik þar sem farið var vítt og breitt um tónsvið og hljóðstyrk. Sveitamúsík og sárróma söngvar fikruðu sig yfir í murr murr sem gaf upptaktinn að þyngri deildinni. Þar sýndi sveitin að hún gefur ekkert síðhærðum svartbolum eftir í þungu rymrokki sem væri fullfallið til að hljóma á The Rock í köben. Takk, takk, takk Mugison og fylgisveinar fyrir frábært kvöld! Þetta var út úr korti góð kvöldstund en því miður höfðum við ekki tíma til að dvelja við og kaupa diskinn af þér. Það gerum við um hæl á netinu!

Akron/Family

Flytjandi: Akron/Family Staður: Lille Vega, Köben Stund: 12. apríl 2007 Mat: 4/5 * Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn. Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með. Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður. Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér. Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta l...

Sex árum seinna á Skeldunni

Kaffibrúsakarlinn sagði: Sunnudaginn 2. júlí sneri ég aftur á Hróarskeldu eftir sex ára fjarveru frá þessari dásemdar tónistarveislu. Aðstæður voru ögn öðruvísi en þegar ég, Maggi Sæla og Hanna skildum eftir okkur sviðna jörð sex árum áður. Myndir hér . Ég lagði af stað einn sólríkan sunnudag í silfurgrá skódanum mínum suður til Hróarskeldu. Fjallraven pokinn fékk nýtt hlutverk þennan dag og dagmömmudótið hennar Ástu Lísu fékk að víkja fyrir kaffibrúsa, smurðu brauði, kexi, peysu, teppi og drykkjarföngum. Þetta var um klukkutími sem það tók að komast frá bílastæðinu á Sölleröd inn í gegnum á West hliðið á svæðinu. Eftir 12 metra var afgreitt skyldusímtal við Magga Sælu, ég var náttúrulega á heilagri grundu. Byrjaði á því að reyna að komast að í þvögunni á Artic Monkeys. Meira síðar.....