Fara í aðalinnihald

The National

Stund og staður: Vega þann 12. ágúst 2008

Mat: Flott spilað, frábært band, Matt olli mér heilabrotum, virtist einagraður í eigin heimi

Þetta mánudagskvöldið skellti ég mér niður á Vega til að sjá The National þar sem ég hafði mikinn hug á að sjá þá í eigin persónu. Ég var búinn að vera hlusta á Boxer og Alligator sem eru báðar þrusugóðar.

Enginn vafi á því að hljómsveitin hefur spilað sig sundur og saman, það heyrist glöggt á hvað vel er farið með allar taktskiptingar og krúsidúllur. Trommuleikarinn er all svaðallegur að mínu mati og kom mér fyrir sem óbrigðult takt-vélmenni sem ekkert hafði fyrir því að halda 100% bíti og krúsidúllast um leið. Rytmasveitin algerlega steinlá.

Stór hluti af sjarma sveitarinnar er falinn í rödd og söngstíl Matt Berninger, en þessi djúpi trega-baritónn minnir mann á Tindersticks/Joy Division. Ég hef nú aldrei séð hann á sviði áður og átti í nokkrum erfiðleikum með að átta mig á honum þar sem hann hékk á míkrafóninum en sneri baki í salinn þess á milli. Eins vel og hnitmiðað hann syngur þá er hann með merkilegan úr-takti klappstíl og líkamsburði. Mér datt í hug einhverskonar heilkenni þar sem hann leysti út vélræn klöpp og skrykki algerlega í hálfu tempói og úr takti. En hann söng vel, ekki spurning.

Svo fóru leikar að æsast eins og t.d. Start a War og míkrófónastatífið fékk sveiflu og gítarbræðurnir áttu í fullu fangi með að forða sér. Matt fékk tiltal á milli laga. Eins og ég segi, þá áttaði ég mig ekki á honum. Virtist nett sagt vera í eigin heimi, hvort sem það er hans persóna, (eitur)lyf + áfengi, einver -ismi læt ég ósagt en ég skynjaði eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í hljómsveitinni. Svona eins og það væri hljómsveit á sviðinu og svo einn söngvari. Ekki ein eining heldur tveir heimar: Matt og svo hinir.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...