Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Garðurinn

Rækt

Á þessu síðustu og mestu tímum er ógalið að líta svolítið í eigin garð. Það gerði ég í allt sumar.... og tók myndir af því ferli. From Garðurinn Ég og Hanna tókum á leigu garðskika hérna útfrá bakvið róló og fórum í gegnum jómfrúarsumarið okkar með hann. Amma Valla kom sterk inn í apríl í plægingu og standsetningu sem skapaði grundvöll allrar framþróunnar þaðan í frá. Ýmislegt var reynt og rekið sig á. En í sumarlok held ég að við höfum bara verið nokkuð sátt. Smá endurhönnun var gerð á bréfsnepli á eldhúsborðinu eitt kvöldið og svo var pælt upp og sáð grasi í eitt hornið svona til frekari yndisauka. Hanna var ekki alveg að kaupa "freestyle" útlitið sem er víst þó í tísku í garðaheiminum. Einnig skelltum við upp moltukassa sem gleypir við lífrænum úrgangi okkar í hverri viku. Stundum er þetta ekki ósvipað og í heimi viðskiptanna: það þarf að henda úrganginum í safnhaug til rotnunnar og til nytja næstu kynslóða í formi áburðar.....

Í frjóan svörð

Jæja þá er nú aldeilis tíðin góð og hentug til sáningar og slíkrar garðvinnu. Kartöflur, baunir, spínat, gulrætur ofl. var sáð í vikunni. Jarðaberjaplönturnar eru í blóma þannig við fáum vonandi að sjá litla knappa brátt. Þetta er svo allt að koma með restina af garðinum varðandi tiltekt, illgresi og stígagerð. Það er helst sólbruni og moskítóbitin sem hrjá vinnufólkið þessa dagana en plönturnar kalla eftir góðri vökvun þar sem ekki er útlit fyrir að sólarblíðan og þurrkurinn sé á undanhaldi. Ég hef græjað myndaalbúm sem hægt er að fylgjast með framganginum...

Kraumandi kollvik

Það er aldeilis að kollvikin krauma núna, eins og ég sé með tvö rauð teppasýnishorn í kollvikakrókunum. Upphandleggir, handabök og hnakki eru í sama djúprauða stílnum, "þökk" sé garðvinnunni í sólinni í gær. Besti dagur ársins hingað til, ekki spurning. Krakkarnir voru meira að segja með bjartsýnni sólardýrkendum og hlupu um ber að ofan á garðstígunum. Mikill árangur varð í garðræktinni um helgina enda erum við með mömmu hérna í heimsókn sem er ansi hreint hagvön á gaffal, skóflu og klóru. Frá því á laugardagsmorgun hafa hátt í 10 hjólbörur með garðaúrgangi fengið að fjúka út í safnhaug, pælt upp ræktunarsvæði og beð afmörkuð. Risastór hola var líka grafin af mömmu til að hýsa tilvonandi sólberjarunna úr óleigða garðskikanum sem okkur áskotnaðist í gær í gegnum varaformann garðafélagsins. Það féll reyndar um sjálft sig í dag þegar talhólfsskilaboð frá Annette tjáðu okkur að leigjendur hefðu tekið við garðinum og sólberjarunninn því ekki lengur í boði. Við komum við á bensínst...