Fara í aðalinnihald

Kraumandi kollvik

Það er aldeilis að kollvikin krauma núna, eins og ég sé með tvö rauð teppasýnishorn í kollvikakrókunum. Upphandleggir, handabök og hnakki eru í sama djúprauða stílnum, "þökk" sé garðvinnunni í sólinni í gær. Besti dagur ársins hingað til, ekki spurning. Krakkarnir voru meira að segja með bjartsýnni sólardýrkendum og hlupu um ber að ofan á garðstígunum.

Mikill árangur varð í garðræktinni um helgina enda erum við með mömmu hérna í heimsókn sem er ansi hreint hagvön á gaffal, skóflu og klóru. Frá því á laugardagsmorgun hafa hátt í 10 hjólbörur með garðaúrgangi fengið að fjúka út í safnhaug, pælt upp ræktunarsvæði og beð afmörkuð. Risastór hola var líka grafin af mömmu til að hýsa tilvonandi sólberjarunna úr óleigða garðskikanum sem okkur áskotnaðist í gær í gegnum varaformann garðafélagsins. Það féll reyndar um sjálft sig í dag þegar talhólfsskilaboð frá Annette tjáðu okkur að leigjendur hefðu tekið við garðinum og sólberjarunninn því ekki lengur í boði.

Við komum við á bensínstöð á heimleiðinni frá náttúruleiksvæðinu og var fyllt á skóda litla sem og farþegana þar sem sólberjarunnadramað krafðist bland í poka til að komast yfir áfallið. Allir í bílnum voru hæstánægðir með þau kaup, sérstaklega Ásta og Baldur.

Hanna fékk svo yfirgripsmikla leiðsögn í plöntugreiningum, nytjum og góðráðum seinnipartinn úti í garði frá einni nágrannakonu. Þar voru sko ýmis góð ráð gefin og vonandi fer þetta nú allt að spretta og blómstra svo unun verði af. Án sólberjarunnans þó...

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Finnur Geir, þú verður 34 ára nú í haust og enn hefur þú ekki lært þá grunnreglu að bera á þig sólarvörn áður en þú ferð út í sólina!
Unknown sagði…
Mér til "varnar" var skýjað þegar ég fór út og voru allir klæddir í peysur og vindstakka. Svo glennti bara guli helíumboltinn sig svona svakalega og ég gleymdi mér algerlega með gaffalinn í moldarflaginu.
En þetta er rétt hjá þér, auðvitað á maður að nota sólarvörn. Ég hef lært mína lexíu, aftur....
Nafnlaus sagði…
Sæll Finnur.
Tek undir með Nirði að það er betra að bera á sig sólarvörn áður en haldið er út í sólina. Fékk að kenna á þessu þegar ég dvaldi í Salzburg fyrir um 11 árum síðan. 'A morgun 30.apr. hætti ég formlega á Sólheimum eftir 3ja ára starf. 'Asta mágkona þín er tekin við rekstri Völu á Sólheimum.
Heyrumst síðar.
Kv frá Íslandi
Böðvar Jens

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0