Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Tónlist

Haglabyssusöngvarinn

Ég má til með að mæla með nýjustu plötu Kris Delmhorst, Shotgun Singer . Ég hafði rekist á fyrri útgáfur hennar þegar ég var að þræða niðurhölin á eMusic fyrr á árinu. Þá leist mér svona rosa vel á Strange Conversations . En þessi plata er enn betri að mínu mati. Ber einkenni þeirra platna sem fara í fyrsta rekka hjá mér; plata sem þarf margar hlustanir og vinnur og límist meira og meira á mann. Mætti kalla þetta laukplötur þar sem maður flysjar hvert lag af lauknum við hverja hlustun. En nú er lag ekki sama en lag, er það? Eða þannig, æi hættu nú alveg. Þið vitið hvað ég meina.... Þessi plata er tekin upp í lágstemmdum aðstæðum upp í fjallakofa og lýsingin á tilurðinni passar einmitt við lauklýsinguna mína. Maður er ekki alveg galinn. Eða hvað, og þó...

Íslensk tónlist í góðum farvegi

Ég er núna búinn að vera ánægður viðskiptavinur eMusic í rúm 2 ár. Þar greiði ég áskriftagjald fyrir mín 40 niðurhöl á mánuði sem eru í formi hreinna og beinna mp3 skráa. Ekkert takmark á fjölda niðurhala á sama lagi/plötu né takmörk á hvaða tölvur ég set skrárnar á, ekkert röfl. Nema hvað, ég hef verið að slæðast eftir Íslenskri tónlist hjá þeim og þar er nú barasta slatti í handraðanum. Í gær sá ég að Sprengjuhöllin er í sviðsljósi mánaðarins , á forsíðu sem umfjöllun dagsins og í öðru sæti á topp albúmum dagsins . Ekki slæmt það! Og platan þeirra er stórgóð, auðvitað sótti ég hana um leið. Til lukku með þetta strákar. Vonandi fær maður svo að sjá nýju plöturnar hjá Benna Hemm Hemm og Emiliönu innan skamms.

Flugdrekadauði

Það er ansi margt gott í gangi í tónlistarflórunni í Danmörku eins og um allan heim. Ég stundaði það svolítið að hlusta á netútvarp DR og var Modern Rock stöðin ötul í að kynna nýtt og spennandi efni til sögunnar. Þar heyrði ég einmitt BHF Asta melódíuna frá Death by kite sem greip mig eins og skot. Þetta er kraftmikið tríó sem gæti minnt þónokkuð á Placebo í hraðara tempóinu. Endilega tékkið á þessu ef ykkur vantar smá hristing í hljóðhimnurnar, þó ekki væri nema til að hreinsa út merginn....

Niðurhal í maí

Hérna er svo það helsta sem ég er að hlusta á af niðurhali mínu í maímánuði. Ef þið viljið prófa áskrif hjá eMusic þá get ég skotið á ykkur boði um mánaðarprufu með 50 niðurhölum. Mountain Battles Artist: The Breeders Release Date: 6. april 2008 Genre: Alternative/Punk Label: 4AD Sú fjórða á 20 árum og bara mjög lofandi! Eiginlega bara mjög góð plata. Inn á milli eru lög sem færa mig í huganum til baka til Bossanova plötu Pixies. Motorcade of Generosity Artist: Cake Release Date: 7. februar 1994 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative Label: Upbeat Records / IODA Eftir að hafa náð mér í glymskrattaskífuna b-sides and rarities um daginn gat ég ekki annað en sótt þessa líka. Klassískt Cake. Mæli með að sækja b-sides diskinn, kryddar öll partí og samfagnaði með frábæru blandi af sveitatónlist, gömlum rokkhundum og allt þess á milli. In The Future Artist: Black Mountain Genre: Alternative/Punk Styles: Indie Rock Label: Jagjaguwar / SC Distribution Klassastykki sem fær mann til að kíkj...

Frá Kína

Var að sjá heimildarmynd á DR2 um tónlistarmenn í Kína. Það verður nú að segjast að ég hreifst af stelpnatríóinu Hang on the Box. Er að kíkja betur á þær stöllurnar. Þær voru svo ljómandi geðugar á allan hátt og komu vel fyrir. Svo var eitthvað heillandi við lögin þeirra, eitthvað fléttukennt og tímasetningar element...

Akron/Family

Flytjandi: Akron/Family Staður: Lille Vega, Köben Stund: 12. apríl 2007 Mat: 4/5 * Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn. Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með. Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður. Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér. Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta l...

Hissing Fauna, Are You The Destroyer?

{mosimage} Artist: Of Montreal Release Date: 23. januar 2007 Genre: Alternative/Punk Styles: Indie Pop, Indie Rock Label: Polyvinyl Record Co Þetta er svo yndislegt bland í poka að unun er á að hlusta. Tortoise, Bloc Party, Funky múv (Gronland Edit), Electronica a la Ratatat að crossa Bítlana (Cato as a Pun) ofl dásamlegt. Ítrekuð meðmæli sem ég gef!

Writer's block

{mosimage} Artist: Peter Bjorn And John Release Date: 19. juni 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative Label: Wichita Recordings / V2 Records Þetta er algert sælgæti. Sænskt gæðapopp eins og það gerist bara best. Ég mana ykkur að verða ekki flautandi Young Folks daginn út og inn eftir að hafa heyrt þann smell. Enda er laginu stillt upp á hinn táknræna nr 3 (Actung Baby: one, Transformer: Perfect Day, osfrv)

Ys

{mosimage} Artist: Joanna Newsom Release Date: 14. november 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Indie Rock Label: Drag City Það eru allir að missa það út af henni Joanna. Fyrsta sem kom í minn huga var: kvenkyns útgáfa af Devendra Banhart. Enda kemur svo í ljós að hún túraði með honum og meistara Smog. Þessi skífa hefur svona beinmergsdáleiðingaráhrif. Þessi keltneska harpa og barnslega röddin smýgur djúpt inn í merginn. Svo skemmir ekki fyrir að það eru engir aukvisar sem koma að plötunni: Steve Albini, Smog,

The Whitest Boy Alive - Dreams

Artist: The Whitest Boy Alive Release Date: 4. september 2006 Genre: Electronic Label: ASound / !K7 Records Hér er á ferð hinn norski Erlend Øye, betur þekktur sem annar helmingur Kings of Convenience. Dúndurgott efni, skemmtilegar spekúleringar í töktum og tímasetningum.

Sex árum seinna á Skeldunni

Kaffibrúsakarlinn sagði: Sunnudaginn 2. júlí sneri ég aftur á Hróarskeldu eftir sex ára fjarveru frá þessari dásemdar tónistarveislu. Aðstæður voru ögn öðruvísi en þegar ég, Maggi Sæla og Hanna skildum eftir okkur sviðna jörð sex árum áður. Myndir hér . Ég lagði af stað einn sólríkan sunnudag í silfurgrá skódanum mínum suður til Hróarskeldu. Fjallraven pokinn fékk nýtt hlutverk þennan dag og dagmömmudótið hennar Ástu Lísu fékk að víkja fyrir kaffibrúsa, smurðu brauði, kexi, peysu, teppi og drykkjarföngum. Þetta var um klukkutími sem það tók að komast frá bílastæðinu á Sölleröd inn í gegnum á West hliðið á svæðinu. Eftir 12 metra var afgreitt skyldusímtal við Magga Sælu, ég var náttúrulega á heilagri grundu. Byrjaði á því að reyna að komast að í þvögunni á Artic Monkeys. Meira síðar.....

Beirut - Gulag Orkestar

Eyrnastór sagði: {mosimage} Gulag Orkestar Artist: Beirut Release Date: 9. maj 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative Label: Ba Da Bing Records / Revolver Alger snilld frá hinum 19 ára Zach Condon frá Albuquerque. Hér blása balkanskir vindar svo sannarlega hressilega um hlustirnar. Fyrsta hlustun vekur áhuga, eftir það er maður orðinn háður fyrir lífstíð. Radenko frá Serbíu var yfir sig hrifinn og játaði að hann sé búinn að hlusta stöðugt "eins og bjáni" síðan á miðvikudaginn. Einkunn: 5/5

Herbert - Scale

{mosimage} Scale Artist: Herbert Release Date: 29. maj 2006 Genre: Electronic Label: !K7 Records Nei þetta er ekki Herbert Guðmundsson, heldur annar raftónlistarmaður sem mér leist bara nokkuð vel á í prufuhlustun og sótti mér í heild sinni af www.emusic.com

Cracker - Greenland

{mosimage} Greenland Artist: Cracker Release Date: 6. juni 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative, Alt-Country, Americana Label: Cooking Vinyl / Uploader Nú þegar ég fékk mér prufuáskrift hjá www.emusic.com sótti mér þessa til áheyrnar. Lofar góðu.

Cutes too narrow

{mosimage}The Shins - Cutes too narrow . 2003 Þessi átti svo sannarlega skilið að fá að rúlla aftur í mp3 spilaranum á hjólinu. Ljómandi skemmtileg og hressandi tónlist. Fjölbreytilegir og marglaga stílar í skemmtilega samsettri skífu. Góð ending þar sem maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt þegar maður vinnur sig niður úr lögunum í lögunum, eða þannig sko.... Mæli hiklaust með þessari.

Burning brides

Eyrnastór sagði: {mosimage}Burning brides - Fall of the plastic empire . 2002 Fór í gegnum mp3 möppurnar og fann þessa sem ég hafði greinilega sótt af netinu árið 2003 en ekki hlustað almennilega á. Skellti henni inn á hjólaglymskrattann minn til hlustunnar. Og jú, þetta er alveg þokkalegt bílskúrsrokk frá Fíladelfíu. Stooges hljómar veita hroll en þetta er frekar flatneskjulegt og verður einhæft til lengdar. Svolítið fyrirsjáanlegt stundum í frasadeildinni, en etv er nýrri afurðin eitthvað meira spennandi.

Good News For People Who Love Bad News

{mosimage} Bara verð ekki þreyttur á að hlusta á þessa snillinga, er búinn að vera með þessa nýjustu afurð í spilaranum síðan hún kom barasta út. Eru svoldið sér á báti með svo dáleiðandi hrynjanda og kraft. Það verður að segjast bara eins og er. Ekki spillti fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá þá á Gauki á Stöng 7. mars 2001, komnir 'ferskir' beint af Hróarskeldunni. Þeir voru frábærir þar. Þetta er samt fyrsta skífan sem kemst upp á yfirborðið og fer í almenna spilun í útvarpi, amk skv minni vitund en þeir sem hafa ekki ennþá uppgötvað töfra MM er bent á að hella sér í allan listann frá a-ö. útg: apríl 2004

Aw c'mon / No you c'mon

{mosimage} Tók fyrir þessar skífur og spólaði yfir á MP3 spilarann til að dúlla í hljóðhimnunum á leiðinni í vinnunna á grísastígnum á hjólinu. Skemmtileg stemningstónlist, missa sig stundum yfir í Neu og Tortoise úr lágstemmda kántrý-jassinum. Alveg ágætt bara, verður svolítið einsleitt reyndar. Aw c'mon / No you c'mon , útg: feb 2004  

The alternative to love

{mosimage} Já gott fólk, í dag kemur út platan The alternative to love með meistaranum Brendan Benson. Ég hef beðið þessa með töluverðri óþreyju og spennu hvernig til tækist að fylgja eftir snilldarstykkinu Lapalco . Við Jack White erum samhljóma um að þetta sé einn af okkar uppháhalds lagasmiðum. En Jack og Benson eru miklir mátar og taka upp hjá hvor öðrum á nýjustu plötum sínum.

Bloc Party

Þessir koma ferskir inn, kraftmikið og gott rokk. Engar hjólauppfinningar hér en mun fremur vel útfærður kokkteill af hinum og þessum snilldarstraumum. Mæli með þessum. http://www.blocparty.com