{mosimage}
Já gott fólk, í dag kemur út platan The alternative to love með meistaranum Brendan Benson. Ég hef beðið þessa með töluverðri óþreyju og spennu hvernig til tækist að fylgja eftir snilldarstykkinu Lapalco. Við Jack White erum samhljóma um að þetta sé einn af okkar uppháhalds lagasmiðum. En Jack og Benson eru miklir mátar og taka upp hjá hvor öðrum á nýjustu plötum sínum.
Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...
Ummæli