Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum Baldur Freyr

Tilsvör

Tusku-faðir: Baldur Freyr, ekki fara inn á skónum. Við vorum að skúra og það er blautt úti. Bolta-sonur: Æi, ég er kominn inn. Labba bara til baka. Moppan stendur hvort sem er þarna við hliðina. Getið þið ekki bara skúrað aftur? Þið eruð ung og frísk. Snjall drengur. Klykkir út með gullhömrum. Skák og mát. Ég skúra bara aftur.

Það er hugurinn sem gildir

Um síðustu helgi vorum við fjölskyldan að þvælast upp í IKEA í Gentofte. Þegar við göngum út úr fokheldum innganginum og út í snjókrapann stendur þar heimilislaus maður að selja Hus forbi. Og hann var alveg orginal; rámur, skakkur, hertur og vegalaus Klaus. Auðvitað keyptum við blað af honum og Baldur Freyr spurði mikið út í heimilisleysið. Af hverju yrði maður heimilislaus og hvernig það kæmi til. Við foreldrarnir lögðum til útlistanir á því hvaða hremmingar gætu leitt til þessara örlaga. Hmmm. Baldur Freyr var hugsi og fannst þetta augljóslega vond örlög. "Heyrðu mamma og pabbi þegar ég verð ríkur, svona eins og onkel Joakim, þá ætla ég að gefa þeim heimilislausu svona eins og .. og eina milljón eða eitthvað svoleiðis. Þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggur." Æi, en fallega hugsað hjá þér Baldur. "Já, og svo þarf maður ekki að borga skatt." Hlátur. Mát. Hvaðan kemur þessi vísidómur? Jú, við búum í skattpíndasta ríki jarðar. Þetta hlýtur bara að leka inn með blandaða s...

Spark

Stór dagur rann upp í dag og langþráður hjá Baldri Frey: hann byrjaði að æfa fótbolta hérna hinu megin götunnar. Það er sko ekkert smá flott að geta sagt að maður æfi með BSV 5 (hópur fimm). Enda hefur Baldur vart getað beðið eftir að byrja síðan við fengum fréttirnar um inntöku af laaanga biðlistanum nú um páskana. Baldur kom einmitt fram hér í gærkvöldi svolítið ringlaður og úfinn, hélt að núna væri þetta loksins komið: fótbolti í dag. En við feðgar brunuðum niður á vallarsvæði í dag og dressuðums í Barcelonahaminn við gáminn (vorum ekki búnir að græja fataskiptin), ég náði að skakklappast í réttan hóp og var settur í markið um leið af hinum vörpulega Mads. Sem betur fer voru þetta bara þrír strákar þannig að þetta skyndinámskeið mitt í þáttöku í dönskum drengjafótboltaæfinahefðum fór rólega af stað. Baldur Freyr tók þetta allt saman af mestu alvöru, mjög einbeittur að drepa, rekja og skjóta. Skýtur fast og er mikið stoltur af því að vera eitruð vinstrifótarskytta. Mads þjálfari sagð...

5 metrar, Kalaha og pressa

Heitasta æðið hér um slóðir er fjölbreytilegt eftir áhugasviðum og sérsviðum heimilismeðlima. Það sem Baldur er hvað mest upptekinn að núna er að taka nokkur vel valin hopp af fimm metra brettinu hérna hinu megin við götuna . Þetta byrjuðum við að fikra okkur áfram með sl. sunnudag og þörfin eftir frekari hoppum varð svo knýjandi að fara varð í laugina eftir skóla í vikunni, sem er nú ekki alvanalegt. Þegar Ásta er ekki að göndlast með hamsturinn sinn er Kalaha kúluspilið í miklum metum. Á hverju kvöldi velur hún eitt spil fram yfir lestur bókar. Og ég verð að segja að hún er nokkuð slungin litla lúsin, er oft með lærvísleg plön í gangi. Gamla settið er ekki eins ævintýralegt í dillum sínum, en Philips safapressan kemur þó sterk inn sem skemmtileg viðbót við blandarann.

Umbrot

Hrúga af sultu á glóðvolgu ítalska speltbrauðinu. Baldur Freyr lét öll tilmæli um hófsemi í sultumokstri sem vind um eyru þjóta, haugurinn bar þess merki. Svo var bitið í. Og sjá, hér losnaði loksins þessi hægri framtönn sem hafði dinglað svo lengi framan í okkur. Þá eru þðr dottnar fimm vinkonurnar og tvær holur bíða þess að verða fylltar. Ásta Lísa er líka að taka ýmis skref áfram. Núna í dag var ekki lengur málið að vera með ermakúta í sundinu. Ég myndi álykta að þetta komi til eftir að við feðginin höfðum verið að prófa að synda án kúta í barnalauginni . Það kom ekki til mála að taka kútana einu sinni með út að sundlaugarbakka. Í staðinn fengum við okkur bara frauðplastskút á bakið og busluðumst með hann á bakinu milli heita pottsins og barnalaugarinnar. Hún er að verða bara nokkuð brött í buslinu stelpurófan. Hef engar áhyggjur af ákveðninni né þrjóskustuðlinum, það er allt til staðar....

Sýnishorn

Já það er ýmislegt í gangi þessa dagana og vert að gefa smá sýnishorn inn í atburðarás og hugsanaganginn hér í fjölskyldunni. Í gær tókst okkur að fara í Sirkusinn á réttum tíma og réttum degi. Þetta var svakalega flott sýning sem var hátt í 3 tíma með hléi. Óhætt að segja að maður fái nú sitthvað fyrir aurinn þar. Í einu af hinu mögnuðu jafnvægisatriðum voru kínverjar að leika listir sínar. Þá segir Baldur: "vá hvað kínafólk er duglegt" Ásta átti líka eina góða línu í sundlauginni í dag. Þar sem við sátum í barnabuslinu að lokinni sundferðinni og náðum upp hita, var hún með hárgreiðsluleik á mér. Það var verið að hella vatni og móta strýið á alla kanta. Svo byrjaði hún að móta hanakamb og varð að orði: "... gera svona hanakamb svo þú verðir ligesom (eins og) unglingar... " Svo átti ég eitt augnablik uppi á Nærum Torv í gær, sem setti andlegt jafnvægi fjölskyldulífsins í smá limbo. Við stöndum við hjólin, nýkomin á torgið í þeim megintilgangi að sækja miðana á...

Tímamót

Það var stór dagur hérna þann 3. Júní en þá varð Baldur Freyr 6 ára. Við héldum upp á afmælið þann 1. júní á dásamlegum sumar-sunnudegi. Á útisvæðinu við leiksvæðið var stillt upp bekkjum í skugganum til að kökukremið færi nú ekki flæðandi um allar jarðir vegna stingandi sólar. Þetta var frábært afmæli þar sem Baldur Freyr var svo sáttur við sitt. Hann fékk fótbolta, barcelonabúning (sem hann fer bara úr yfir hánóttina til að þvo), hjólabretti, bók, geisladisk, fótboltaskó ofl. Svo var bara hlaupið um og leikið í boltaleikjum aðallega þó. Kærar þakkir fyrir okkur! Við það að verða 6 ára fylgir að nú er komið að grunnskólastarti. Baldur Freyr er mjög spenntur fyrir því og telur niður dagana. Við erum búin að fá bekkjalistann þar sem hann er núna sem sagt formlega kominn í 0.A. Og það segir hann hverjum sem vill (og ekki vill) heyra. Á laugardaginn er svo prufudagur þar sem krakkarnir fá að koma, sjá og prufa að sitja í kennslustund með bekknum sínum. Mjög spennandi, fyrir alla nota bene...

Júlí-Agúst 2006, BFF

Pabbi sagði: Strandagæji í sólríku sumrinu Sumarfrí til Svíðþjóðar og Marielyst fjölskyldumót Erfitt að trappa sig niður úr hinu ljúfa sumarfríi, fyrsti leikskóladagur eftir sumarfrí tekinn með trukki Gerist stranddýrkandi í sólarbrælunni. Förum oft út að Vedbæk að kæla okkur við sjóinn. Fyrst er nú farið varlega en svo einn daginn: ég vil fá ermakútana. Svo er bara synt og synt út í sjónum þar sem áður var eingöngu farið hangandi á foreldrunum. Fitulagið skortið þó áþreifanlega og farið er að skjálfa fljótlega eftir nokkrar dýfur. Verður voðalega viðkvæmur fyrir því þegar bíllinn þarf að fara í viðgerð. Ekki hrifinn af því að skilja þurfi hann eftir þar og má vart minnast á það meir. Sumarfrí í Svíþjóð. Gist á farfuglaheimili, nokkuð spennandi og hlaupið út um allt. Kojur prófaðar all ítarlega. Góða lífið í sumarfríinu venst fljótt og biður oft og iðurlega um ís. Enda verður það orðið staðalneysla að fá 2 stk á dag, kvölds og morgna. Siglir á kanó á Öresjoe í Svíþjóð og vara nokkuð br...

Maí 2006, Baldur Freyr

Fannar Logi er kærastinn hans Baldurs. Loksins fær maður bíl! Leikur sér á dönsku. Er sem fyrr mikið að spekúlera. Kærustur/kærastar er hugak sem spáð er í. Pabbi: hvað heitir kærastan þín? Þetta spinnst upp úr samtali við Dagný þar sem hann er að slá aðeins saman því að Dagný og Hjörtur eru kærustupar, en jafnframt vinir. Ályktun: "Fannar Logi er kærastinn minn" Fær mannréttindabrot sitt leiðrétt þegar bíll er keyptur inn í fjölskylduna. Loksins! Og mikið er minn maður stoltur, alveg að rifna og leyfir hverjum sem vill að heyra og sjá að þarna standi nú nýi bíllinn hans. Er mikið í því að ögra og reyna á þanþol foreldranna. Getur verið á stundum alveg fram úr hófi óskammfeilinn. Hráka-, fruss- og rassatímabilið í fullum gangi. Það finnst lús á ný og það þarf að fara í kemba-sápa-kemba ferlið aftur. Stendur sig eins og hetja greyið í þessu óþverra verki Sólarvarnarsmurning breyta morgunstundum í hálfgerða martröð þegar það brestur á með brakandi blíðu og 25 gráðu hita í 10 da...

Jan 2006, Baldur Freyr

  Stór strákur fær stórt rúm, er á kafi í flugvélum og byssum. Flugvéladellan er lífseig. Allt verður að flugvélum, heimasmíðaða legóflugvélin samt alltaf vinsælust. Alltaf sama módelið smíðað eftir kúnstarinnar reglum þrátt fyrir að burðarvirkið sé frekar lasburða. En allar tilraunir til að styrkja flugvélaskrokkinn mæta hörðum mótmælum, þrátt fyrir að betrum bætur myndu koma í veg fyrir það að flugvélin væri alltaf að detta í sundur (sérstaklega í baðferðunum) Pappírsskutlur verða nokkuð vinsælt innlegg í flugvéladelluna en háar kröfur á útfærslur og módel gera foreldrum erfitt fyrir og leita þarf á náðir internetsins í leit að uppskriftum. Baðferðirnar styttast aðeins, eru núna bara svona rúmur hálftími enda er litla systir með fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Siðmenntun nær hærra stigi á salerninu þegar beðið er um bók til að lesa á meðan tefla á við páfann. Ekki barnabók, heldur svona bók með stöfum. Stóri strákurinn fær nýtt stórt rúm sem var orðið tímabært. Rosalega stoltur ungur m...

Október 2005, Baldur Freyr

Margt gerðist hjá Baldri í október. Hann byrjaði í nýjum leikskóla, fór að kúka í klósett, fór á kanó í fyrsta skipti ofl... Byrjar í Engevang Syd (leik)skólanum þann 3. október. Gengur nokkuð vel í aðlögunni. Klárar fyrstu vikuna ágætlega með smá niðursveiflu eftir hádegi á föstudeginum, þegar þrekið hefur sennilega verið búið. Er annars ánægður með að vera með öðrum krökkum að leika. Einn íslenskur strákur er líka þarna: Garðar (Gæi). Morgnarnir eru oftast erfiðir, lítill í sér og grætur. Hundaleikur tekinn í gagnið: binda hundinn (pabba/mömmu) og skilja eftir fastan við kommóðu eða önnur húsgögn. Er hrifinn af köttum. Latibær uppgötvast á Norskri stöð (tv 2). Mjög vinsælt og tekið upp á spólu. Farinn að horfa á meiri flóru af teiknimyndum og barnaefni, enda úrvalið mjög mikið í stöðvaflórunni. Fer að sofaupp í hjá foreldrunum. "Þú átt að sofa bara í þínu rúmi", "Nei, stundum þarf að sofa í þessu rúmi. Stundum er það bara svoleiðis.". Mát. Frasar: "Þannig er ...

September 2005, Baldur Freyr

Hvað var að gerast í september hjá Baldri Frey? Það var nú ansi margt, flutti m.a. til Danmerkur. Það helsta: Hættir í leikskólanum sínum, Hjalla. Er að fara í skóla (að eigin sögn), ekki leikskóla Hestaleikurinn sívinsæll. Nánast of vinsæll fyrir farlama foreldrahné sem þurfa að skríða um öll gólf. Hrifinn af hestum, farið reglulega að hestagirðingunni við Attemosvej og svo hesthúsasvæðinu við Skodsborgvej. Passa sig að fara samt ekki of nálægt þeim. Er hvað hrifnastur af hestum af öllum dýrum. Hundahræðslan verður mjög slæm eftir uppákomu þann 11. sept þegar "svarti hundurinn" hleypur Baldur Frey uppi og fer ofan á hann. Hundurinn var í ekki í bandi og hélt að það væri leikur í gangi, enda hvolpur. Verður dauðskelkaður og talað um þetta aftur og aftur. Getur hvorki né vill vera nálægt hundum. Alltaf að slá, fær nýja "sláttuvél" (dráttarvél+tæki) sem slær í gegn. Kominn nýr "Guðjón" bóndi í stað þess sem týndist í Hornslet í sumar. Allt víkur fyrir Playm...