Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur í flokknum heimskupör

Sýnishorn

Já það er ýmislegt í gangi þessa dagana og vert að gefa smá sýnishorn inn í atburðarás og hugsanaganginn hér í fjölskyldunni. Í gær tókst okkur að fara í Sirkusinn á réttum tíma og réttum degi. Þetta var svakalega flott sýning sem var hátt í 3 tíma með hléi. Óhætt að segja að maður fái nú sitthvað fyrir aurinn þar. Í einu af hinu mögnuðu jafnvægisatriðum voru kínverjar að leika listir sínar. Þá segir Baldur: "vá hvað kínafólk er duglegt" Ásta átti líka eina góða línu í sundlauginni í dag. Þar sem við sátum í barnabuslinu að lokinni sundferðinni og náðum upp hita, var hún með hárgreiðsluleik á mér. Það var verið að hella vatni og móta strýið á alla kanta. Svo byrjaði hún að móta hanakamb og varð að orði: "... gera svona hanakamb svo þú verðir ligesom (eins og) unglingar... " Svo átti ég eitt augnablik uppi á Nærum Torv í gær, sem setti andlegt jafnvægi fjölskyldulífsins í smá limbo. Við stöndum við hjólin, nýkomin á torgið í þeim megintilgangi að sækja miðana á...

Alger sirkus

Ég og krakkarnir fórum á Kung-Fu panda um daginn. Eins og við var að búast var þetta frábær skemmtun frá DreamWorks verksmiðjunni með mátulega blöndu gríns, boðskaps og vísidóms. Þar á meðal var spekin að trúa að sjálfan sig. Það finnst mér alveg 150 DKK virði að fá það innprentað í heilabörk barnanna með hjálp bíómyndarinnar og bland í poka. Í dag fór ég að efast um burði mína til að ljúka einföldu verkefni: sækja miðana í sirkussýninguna í dag uppi á Nærumvænge torv . Samkvæmt mínum áttavita er það á túninu hjá SuperBest og ég hafði orð á því í dag við Hönnu að ég hefði ekki séð nein ummerki um eitt stykki sirkus á túninu þarna þar sem ég hjólaði yfir brúnna í morgun. Hanna sagði að þeir sæjust kannski ekki frá brúnni, ég tók það gott og gilt enda hafði ég fulla körfu að bókum að framanverðu og svo Ástu Lísu með dúkkuna í fanginu í barnastólnum. Til þess að vera tímanlega í þessu ákváðum við að ég færi á stúfana núna áðan að ná í miðana, svo við hefðum nú nægan tíma til að komast af...