þriðjudagur, 24. apríl 2007

Furðulegt háttarlag hunds um nótt

{mosimage}
Mark Haddon, 2004.

Frábærlega vel skrifuð bók sem á allt það hrós skilið sem ausið hefur verið á hana.

sunnudagur, 15. apríl 2007

Hús- og littekja

Það eru sennilega fáir sem ekki hafa heyrt af hústökukúltúr þeim sem tíðkast í Danaveldi. Nægir að nefna Ungdomshuset og Kristjaníu, en nú á síðustu mánuðum hefur í báðum tilfellum verið bundinn formlegur endir á hústökuna. Því miður þarf ekki að líta sér fjær til að upplifa áhrif hústekju, við erum svo að segja í hringiðunni.

Að littekjunni er það að frétta að heiðskíran og sólríkan himininn höfum við haft brosandi yfir höfðum okkar að undanförnu. Um helgina var svo loksins orðið stuttermahæft og er afrakstur 8 tíma útiveru í dýragarðinum og Valbyparken beinlínis rauðglóandi á örmum mínum og andliti í kvöld. Hanna er með afar smekklegan, rauðan prestkraga; svona hálsmálslaga.

Hústaka. Við bíðum enn eftir að "Mustafa" láti finna sig og mæti á fógetafund til að ræða ólögmæta dvöl hans í húsinu sem við bíðum enn eftir síðan 1. mars. Merkilegt hvað eymingjum skal takast að láta reka á reiðanum í réttarkerfinu. Á meðan erum við hálfgerðir hússníklar í fullhúsgagnaðri (og fataðri) íbúð Kelds sem af algerri góðmennsku sinni leyfir okkur að leigja eins og þurfa þykir. Vonandi tekur þetta enda sem fyrst og við bíðum nú eftir næstu fundaratlögu í maí. Þá getum við vonandi fengið allt dótið okkar til baka sem hýrist nú í kjallararými búslóðargeymslunnar upp í Hörsholm. Ekkert minna en flugeldasýning og grillveisla mun duga til að fagna þeim degi sem við flytjum inn.

þriðjudagur, 10. apríl 2007

Á ný

Ég er komin í kvennatölu á ný... með öllu sem því fylgir

Red mig - - - - -

þriðjudagur, 3. apríl 2007

Djamm og aftur djamm

Vitið þið að eftir því sem ég eldist þá finnst mér skemmtilegra að djamma. Ég held að það sé vegna þess að nú orðið gerist það svo sjaldan. En um helgina var farið á eitt ansi gott djamm, black russian og dansað upp á borðum.


Peta frænka mætti á svæðið, í sinni árlegu ferð til Køben (sjá færslu frá því fyrir ca. ári) og þá fengum við Dagný stelpuorlof og Nukka fékk hefðbundið orlof. Við fórum á fatamarkað í KB hallen þar sem merkjavara er seld á slikk og svo farið heim til mín, skotið upp einu alvöru stelpupartýi og farið svo í bæinn. Ákváðum að fara beint á Dubliner því þar er live musik og dansað upp á borðum. Peta gerði gott betur og rauk upp á svið og söng með hljómsveitinni ásamt hinum sænska mjaðmahnykkjara Tomas. Svo þegar nóg var komið var Dagný dregin af dansgólfinu af vinkonu sinni og enduðu þær kvöldið á Dubliner í slagsmálum þar sem dyraverðirnir stóðu og hlógu. Þá var fátt eftir en að fá sér að borða og að sjálfsögðu var Maccinn fyrir valinu og svo þegar við vorum á leið í taxa þurftum við að sjálfsöggðu að lenda í klónum á sjálfumglöðum Dana en hann fékk að heyra. Dagný - alltaf töff þó svo að hún hafi ekki kunnað að reikna þetta kvöldið ;-) Eina sem ég saknaði frá kvöldinu í ljósi kvöldsins fyrir ári, var að sjá hana frænku mína taka eina munnsveiflu ;-) En algert snilldarkvöld verð ég að segja og ég er farin að hlakka til að ári....

Við familían erum á leið í bústað með familíunni í Sluseholmen á fimmtudaginn. Veðurspáin lítur svo ljómandi vel út að það er kominn fiðringur.....

Ég vona kæru vinir að þið eigið góða páska og munið að vera góð hvert við annað!

Kys og kram
Hanna