Fara í aðalinnihald

Jan 2006, Baldur Freyr

DSCF5959 
transpixel

Stór strákur fær stórt rúm, er á kafi í flugvélum og byssum.


  • Flugvéladellan er lífseig. Allt verður að flugvélum, heimasmíðaða legóflugvélin samt alltaf vinsælust. Alltaf sama módelið smíðað eftir kúnstarinnar reglum þrátt fyrir að burðarvirkið sé frekar lasburða. En allar tilraunir til að styrkja flugvélaskrokkinn mæta hörðum mótmælum, þrátt fyrir að betrum bætur myndu koma í veg fyrir það að flugvélin væri alltaf að detta í sundur (sérstaklega í baðferðunum)
  • Pappírsskutlur verða nokkuð vinsælt innlegg í flugvéladelluna en háar kröfur á útfærslur og módel gera foreldrum erfitt fyrir og leita þarf á náðir internetsins í leit að uppskriftum.
  • Baðferðirnar styttast aðeins, eru núna bara svona rúmur hálftími enda er litla systir með fyrstu 10 mínúturnar eða svo.
  • Siðmenntun nær hærra stigi á salerninu þegar beðið er um bók til að lesa á meðan tefla á við páfann. Ekki barnabók, heldur svona bók með stöfum.
  • Stóri strákurinn fær nýtt stórt rúm sem var orðið tímabært. Rosalega stoltur ungur maður fer að sofa í rúminu með bláum tjaldhimni sem er rosalega spennandi. Í kjölfarið fær hann stærri sæng með mótorhjólaköllum á sem er ekki síður spennandi og öllum tilraunum til að setja sængurver utan um sængina er hafnað.
  • Byssuæði gengur í garð. Allt getur verið byssa og klipptar eru út nokkrar úr pappa sem falla vel í kramið. Skjóta allt og alla eins og fylgir þessum aldri.
  • Danskan kemur alltaf meira og meira. Frasar blandast inn í málið heima fyrir.
  • Það má ekki segja "dommi". Orðið dommi er fúkyrði sem kemur frá leikskólanum og er sennilega einhver afleiða af vera "dum". Foreldrarnir þurfa ítrekað að þetta orð sé ekki "í boði" og er Baldur fullkomlega meðvitaður um það. Enda segir hann ítrekað "það má ekki segja dommi" og getur þá fengið að segja orðið um leið. Sniðugt, ekki satt?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...