Fara í aðalinnihald

Dagur 2 (2.júlí 2003)

Veðrið:
Þurrt og hlýtt fyrir utan hressilegan skúr í miðdaginn
Meðal efnis:
  • Ikea ferð - sýnishorn í dönskum trylling
  • Regnskógur heimsóttur
  • Tikka masala og bað

Baldur var fljótur að átta sig á tímamismuninum og stillti sig strax á danska tímann. Fjölskyldan fór því á fætur upp úr kl 8 að venju. Hinn gríðarvinsæli róló var heimsóttur um morguninn en svo snæddum við hádegisverð úti á verönd áður en haldið var í IKEA leiðangur til Árósa.

Sólin skein í heiði við komuna til Árósa og það var hlýtt og gott á bílastæðinu. Danir hafa náð einhverju æðra stiigi við útfærslu ranghala IKEA-verslana því það var ekki nóg með að það að við þyrftum að fara alla hringavitleysuna, án möguleika á styttri leið, heldur hafa þeir kosið að hafa lönguvietleysuna á 2 hægðum. Kaupleiðangurinn lukkaðist þó dæmalaust vel og kom litala fjölskyldan skælbrosandi út í sólina með nýja barnastólinn hans Baldurs ásamt viskustykkjum sem hafði skort tilfinnalega í híbýlunum í Ebeltofte. Vegna einmuna sólarblíðu og hungurs hjá litla herranum var ákveðið að tylla sér niður fyrir utan í sólinni.

Froðufellir
Alltaf hefur maður haft þá mynd af Dönum að þeir séu svo "ligeglad" og afslappaðir. Þetta virðist þó ekki vera algilt og þessu virðast þó vera undantekningar. Sem við stitjum í sólarbrlíðunni og horfum á fólkið fara inn og út úr IKEA, verðum við bitni að alerum tryllingi hjá einum miðaldra Dana. Ung kona með kerru í eftirdragi hafði tekið aðeins of þrönga beygju á bíl sínum og var því talsvert inn á vegahelmingi froðufellandi miðaldra dana. Froðufellirinn hafði stuttu áður hrakið burt gangandi konur fyrir fram an bíl sinn með viðeigandi flautukonstert, hreyfingum og stýriskýlingum. Ekki varð hann hressari við að sjá þessa konu sem virtist ætla að gera fyrirhugaða beygju hans heldur erfiða. Eftir að flaut og hreyfingar virtust ekki hreyfa við konunni í bílnum, vatt hann sér út öskrandi og benti mjög ákveðið á hvítmálaða beygjupíluna á malbikunu. Þannig vildi hann gera ungu konunni ljósan óskorðanann beygju rétt sinn. Unga konan hristi bara höfuðið yfir þessum látum. Á meðan hafði hin skynsemi vædda kona freyðisins þokað sér um sæti þannig að nú sat hún við stýrið og gerði sig líklega til að aka bílnum áfram og koma þeim úr þessum vandræðalegu aðstæðum sem dró nú að sér athygli sífellt fleiri sem úti sátu. Þegar tryllingslegir tilburðir froðufellisins virtust ekki ætla að hafa tilætluð áhrif á ungu kerru-konuna, strunsaði hann að bílnum sínum. Þar reif hann upp hurðina og öskraði eitthvað í líkingu við "færðu þig!" á konuna sína sem var ekki nógu fljót að bregðast við og var henni því skotið snaggaralega með hintmiðuðum mjaðmahnykk yfir í farþegasætið. Froðufellirinn settist sjálfur undir stýri og spólaði burt með tilþrifum.

Regnskógar
Þá var kominn tími til að heimskækja
regnskógana í Randers. Það mátti með sanni segja að regnskógurinn bæri nafn með rentu því um leið og við eygðum sýningarsvæðið skall á þetta líka rosalega úrhelli að fjölskyldan mátti dúsa inn í bíl á bílastæðinu og maula nestið á meðan skýfallið lyki sér af. Þegar það var orðið ferðafært á ný voru regnskógar 3ja heimsálfa heimsóttir inn í sérhönnuðum glerhvelfingunum. Mjög margt merkilegt bar fyrir auga en loftslaginu var ekki auðvelt að venjast: 27°C og yfir 90% raki sem er haldið stöðugu með öflugri veðurtölvu. Eftir rakamettaða samveru með hinum ýmsustu dýrum regnskógana þótti ekki annað hægt en að kæla fjölskylduna niður með kúluís. Við kvöddum regskógana með bros á vör og snæddum hvítlauksleginn N-Evrópskan kjúkling með tikka-masala sósu í smáhýsinu okkar um kvöldið. Rakamettun regnskóganna var skoluð af fjölskyldunni í baðhúsi tjaldsvæðisins fyrir svefninn.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var