Bandaríkjaför - Dagur 4

DSCF5864

Síðasti námskeiðsdagurinn, bæjarferð og út að borða.


Síðasti dagur námskeiðs. Frekar laust í reipum og óstrúktúrað. Svolítið fálm í myrkri.

Company store á eftir, keypti bakpoka fyrir Ana ásamt eitthvað smátterí fyrir mig og Sandeep

Svo niður í bæ í smá verslunarrölt. Röltum fram og til baka og sáum m.a. Markaðinn. Fórum inn í Macys, hittum Bjorn og Nuria þar. Náði að versla á krakkana, var í vafa og vandræðum með Hönnu. Var að reyna að sigta út hatt fyrir Nelly, en rann út á tíma.

Fórum að borða á P.H Chang bistro. Sem var fínt. Frekar samt sætt allt saman. Hægt að krydda upp með sósunum. Frekar vinsæll staður myndi ég halda, töluvert rennsli.

Fékk mér bjóra: Mac and Jack, Pyramid "Hvítbjór", Honey Ale eitthvað. Great wall of chockolate kaka sem við skiptum með okkur 3. Risavaxin kaka, heldur betur.

Komnir heim um 23, sofnaði upp í rúmi í öllum fötunum eins og fyrri daginn.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað