Fara í aðalinnihald

Fargo - Dagur 1

Þá var komið að því að skella sér til Fargo. Skemmtileg tilviljun að hin ódauðlega mynd Cohen bræðra hafði einmitt verið á dagskrá kvöldið áður á TV film. Ég tók lestina frá Klampenborg niður á Kastrup upp úr hálf eitt. DSB bara nokkurn vegin á áætlun, til hamingju!


Innritunarröðin var ekki svo slæm, en alveg sá ég fyrir að fjórmenningarnir á undan mér væru svona vesen fólk. Miðaldra ráðvilltar kerlingar með körlunum sínum. Frúin var með allt of þunga tösku, meira segja fyrir economy extra! Þá var byrjað að tína upp drasl bara þar sem hún stóð, jæja hvað skal maður þurfa að bíða lengi eftir að þetta rugl leysist. Á hinu innritunarborðinu voru tveir félagar að stefna hraðbyri í seinni afmælisdaginn sinn. Eitthvað droll á þeim.

Hugsanir mínar voru lesnar og röskur SAS starfsmaður kallaði á mig inn á næsta checkin borð og græjaði innritunina á 5 mínútum, gluggasætið klárt og hægt að strunsa upp í öryggishlið. Ég sá að það var sennilega hægt að fara í gegnum SAS hraðbrautina á Economy Extra miðanum og svo reyndist vera. Var kominn í gegn á 7 mínútum.

Hitti John inni á vappinu og við fórum út að hliði 40 að bíða eftir innritun. Loks kom að því og ég tyllti mér niður með Dynamics AX doðrantinn og þrælaði mér strax af stað í lesturinn, sjáandi fyrir mér kvikmyndasýningu á eftir sem gulrótarverðlaun. Lesa í 2 tíma og fá svo 1-2 góðar kvikmyndir í þessu nýja og endurbætta skemmtikerfi SAS manna. Frá árinu 2007 er Nú er hægt að sækja og sjá kvikmyndirnar eftir þörfum og vild. Stoppa og taka teygju og pissustopp og allt. Það eru svo sannarlega framfarir frá því ég flaug síðast til Redmond. En öllum framförum geta fylgt vaxtaverkir og mér til mikilla vonbrigða tilkynnti yfir flugfreyjan skömmu eftir flugtakið að kvikmyndasýningahluti skemmtikerfisins væri bilaður, því miður. Ojojojoj, nú fauk gulrótin sem dögg fyrir sólu. Bara vinna, ekkert fjör og um níu tímar í háloftunum framundan. Svo hafði ég í þokkabót nú óvart vistað word skjölin á rangt snið á fartölvuna þannig að ekki var hægt að lesa um skýrslu notendarannsóknanna. Bara einn vistaður póstræfill og jú MapPoint sem hægt var að skoða hvar hótelið er og svona.

Þannig að farið var í smá fornleifagröft. Gat skoðað ansi magnaðar hreyfimyndir af gríslingunum og alveg ótrúlegt að sjá Ástu Lísu skríða á rassinum með snuddu í munni og mállausa með Baldur stóra bróðir að drösla henni inn og út af baðherberginu í hestaleik. Ómetanlegt.

Það er samt ekki hægt að kvarta yfir dúlleríinu í fóðurdeildinni hér. Búið að fá smá fyrir mat snakk, kjötbollur með mús og trönuberjum, kaka og kaffi á eftir, sífellt verið að bera í mann vatn og safa og nú rétt í þessu kom sælgætismoli og ítalskur ís. Nammi namm. Svolítið huggulegra á Economy Extra. Hvernig ætli lífið sé þarna hinu megin við tjaldið á Business Class?

Hitamollan skall á okkur á Chicagoflugvelli við komuna um 18 að staðartíma. Þessi flugvöllur er ekkert smávægis flæmi og allt á kafi í flugvélum að koma og fara. Vængirnir snerta nánast hvor annann þegar vélarnar mætast á leið sinni til og frá flugbrautunum.

Erillinn átti eftir að sýna sína verri hlið þegar fluginu okkar til Fargo var frestað í sífellu og flutt milli hliða a.m.k. fjórum sinnum. Við máttum bíða í 3 tíma umfram áætlaðan flugtíma og við virtumst ekki vera eina flugið sem var í þeirri stöðu. Bara stórmerkilegt að heyra innritunarmanninn á hliði 12 reyna að selja farþegunum það að þetta væri alveg að koma. Flugvélin komin, bara eftir að fá áhöfnina, hún er bara rétt ókomin frá Newark. Reglulega ómuðu tilboð flugfélaganna um að gefa eftir sæti sitt fyrir frá fría gistingu, uppihald í Chicago og flugmiða til að bjarga yfirbókunum.

Það voru þokkalega rauðeygðir og steiktir tvímenningar sem innrituðu sig inn á Fairfield Inn hótelið um eitt eftir miðnætti á staðartíma (átta að morgni í Danmörku). Orðið bara ágætt eftir tæplega sólarhringsvöku 19 tíma þvæling.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var