Fara í aðalinnihald

Fargo - Dagur 2

Það var ekki upp á marga fiska næturhvíldin, ef það mætti kalla það sem svo. Líkamsklukkan eitthvað bjöguð og ræsti mig fram að pissa eins og einu stykki syndaflóði tveim tímum eftir að ég sofnaði þrátt fyrir samviskusamlegt fyrir-nóttina-piss. Mætti halda að maður væri bara óléttur?


Í dagsbirtunni sést enn betur hversu rosa flatt og rúðustrikuð Fargo er, eða það sem ég hef séð af borginni. Breiðar og hornrétt stræti og götur ná ekki að þekja mikið af sléttunum hér. Sjaldan séð eins mikið magn af matsölustöðum og verslunum samankomið á einum stað. Merkilega margir að fá sér McDonalds í morgunmat í bílalúgunni hérna á staðum við hliðina í morgun. Það var meira að segja ein konan sem kom inn í morgunverðasalinn með Mc poka með sér. Glætan maður hefði lyst á svoleiðis brasi fyrir hádegi.

Fundum Microsoft hérna ekki langt frá úti á sléttunni. Ég þurfti að fylla reglulega á kaffi og kólabirgðirnar við hliðina á mér í kennslustofunni til að halda meðvitundarstiginu fyrir ofan núllið. En þetta hafðist nú allt saman þrátt fyrir að ég og John neyttum ýmissa sleggjuaðferða við að fá uppsetninguna á Axapta í gegn, sem var eitt verkefnanna. Ég sat svolítið áfram til að fylgja eftir nokkrum málum og skaut póstum út í geim og kom á fundi með nokkrum heimamönnum á föstudaginn.

Ég lagðist svo upp í rúm á hótelherberginu í klukkutíma til að aðeins að reyna að komast upp fyrir núllið í meðvitundarstiginu. Stillti klukkuna og tók smá hring á þessum 50+ rásum og sá þar frétt um hörmulegt gengi á flugvöllum með tilliti til þess að vera á tíma. Júnímánuður sl. var víst sá alversti í áraraðir og það fer víst ekki batnandi. Chicago flugvöllur kom víst alverst út úr þessu með rétt um 55% fluga á áætlun. Hljómar alveg kunnulega.

Eitthvað fór klukkustillingin úr skorðum því ég rankaði við mér við það að John bankaði á dyrnar hjá mér um hálf sjö. Við fórum á einn indverskan veitingastað, The Indian Passage. John var eitthvað slæmur í maganum og borðaði nánast ekkert af sínum mat. Mér leið ekki sem best heldur og borðaði jú eitthvað en ekki mikið. Þjónustustúlkan gat ekki orða bundist: "what happened"? Við gáfum skýringarnar en John bjargaði ærunni með því að biðja um að taka matinn með út úr húsi. Held að hann ætli að fara beint í rúmið, skil það vel.

Uppi á herbergi nýtti ég mér hina inniföldu nettengingu til að skrifa niður og setja á netið þessa dagbókarbrot. Ennþá frekar ómögulegur í maganum, á í mestu erfiðleikum með að finna sjónvarpsstöð sem er ekki að hella yfir mann fitulöðrandi matarauglýsingum. Hef dottið niður á Survivor Man á Discovery sem hefur nánast engan mat fyrir augunum, enda er hann alltaf hálf allslaus í eyðilendum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr