Fara í aðalinnihald

Fargo - Dagur 2

Það var ekki upp á marga fiska næturhvíldin, ef það mætti kalla það sem svo. Líkamsklukkan eitthvað bjöguð og ræsti mig fram að pissa eins og einu stykki syndaflóði tveim tímum eftir að ég sofnaði þrátt fyrir samviskusamlegt fyrir-nóttina-piss. Mætti halda að maður væri bara óléttur?


Í dagsbirtunni sést enn betur hversu rosa flatt og rúðustrikuð Fargo er, eða það sem ég hef séð af borginni. Breiðar og hornrétt stræti og götur ná ekki að þekja mikið af sléttunum hér. Sjaldan séð eins mikið magn af matsölustöðum og verslunum samankomið á einum stað. Merkilega margir að fá sér McDonalds í morgunmat í bílalúgunni hérna á staðum við hliðina í morgun. Það var meira að segja ein konan sem kom inn í morgunverðasalinn með Mc poka með sér. Glætan maður hefði lyst á svoleiðis brasi fyrir hádegi.

Fundum Microsoft hérna ekki langt frá úti á sléttunni. Ég þurfti að fylla reglulega á kaffi og kólabirgðirnar við hliðina á mér í kennslustofunni til að halda meðvitundarstiginu fyrir ofan núllið. En þetta hafðist nú allt saman þrátt fyrir að ég og John neyttum ýmissa sleggjuaðferða við að fá uppsetninguna á Axapta í gegn, sem var eitt verkefnanna. Ég sat svolítið áfram til að fylgja eftir nokkrum málum og skaut póstum út í geim og kom á fundi með nokkrum heimamönnum á föstudaginn.

Ég lagðist svo upp í rúm á hótelherberginu í klukkutíma til að aðeins að reyna að komast upp fyrir núllið í meðvitundarstiginu. Stillti klukkuna og tók smá hring á þessum 50+ rásum og sá þar frétt um hörmulegt gengi á flugvöllum með tilliti til þess að vera á tíma. Júnímánuður sl. var víst sá alversti í áraraðir og það fer víst ekki batnandi. Chicago flugvöllur kom víst alverst út úr þessu með rétt um 55% fluga á áætlun. Hljómar alveg kunnulega.

Eitthvað fór klukkustillingin úr skorðum því ég rankaði við mér við það að John bankaði á dyrnar hjá mér um hálf sjö. Við fórum á einn indverskan veitingastað, The Indian Passage. John var eitthvað slæmur í maganum og borðaði nánast ekkert af sínum mat. Mér leið ekki sem best heldur og borðaði jú eitthvað en ekki mikið. Þjónustustúlkan gat ekki orða bundist: "what happened"? Við gáfum skýringarnar en John bjargaði ærunni með því að biðja um að taka matinn með út úr húsi. Held að hann ætli að fara beint í rúmið, skil það vel.

Uppi á herbergi nýtti ég mér hina inniföldu nettengingu til að skrifa niður og setja á netið þessa dagbókarbrot. Ennþá frekar ómögulegur í maganum, á í mestu erfiðleikum með að finna sjónvarpsstöð sem er ekki að hella yfir mann fitulöðrandi matarauglýsingum. Hef dottið niður á Survivor Man á Discovery sem hefur nánast engan mat fyrir augunum, enda er hann alltaf hálf allslaus í eyðilendum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var