September 2005, Ásta Lísa

Prakkarinn með púkaglottið

Hvað gerðist í september hjá Ástu Lísu. Fyrst og fremst ber að nefna flutninga til Danmerkur en annað sem nefna má er:


  • Fer að skríða á rassinum um öll gólf. Byrjaði í því þann 31. ágúst, 2 dögum eftir 10 mánaða skoðun.
  • Rífur í allar hurðar og skúffur. Espist öll upp við að sagt sé eitthvað eins og "Ertu í hurðinni?" eða "Ertu komin í skúffurnar?". Þá ískrar í dömunni og þá er gaman, gaman að ögra svolítið.
  • Hundasjúk, það breytist ekki þegar flutt er í hundalandið Danmörku. Verður alveg spinnigal þegar hundur birtist. Gildir líka um dúfur og flest dýr raunar.
  • Borðar mikið til sjálf, farin að halda sjálf á stútkönnu og drekka úr henni. Drekkur loksins úr pela (vatn á nóttunni).
  • Alveg óð í hvers kyns kjötálegg. Hakkar léttilega í sig nánast heilu bréfin af reyktum hamborgarahrygg o.þ.h.
  • "Vill líka fá". Er orðin meðvituð um það sem aðrir (sérstaklega Baldur bróðir) eru að fá og vill þá líka. Lætur sko alveg í sér heyra með það!
  • Myndbandstækið: djöflast í því og hreinsar reglulega úr spóluhillunum. Gildir það sama með hurðar og skúffur: espist bara upp við að verið sé að banna.
  • Blæs kúlur með munnvatninu með því að opna og loka munninum á víxl með tilheyrandi "maa maa" hljóðum.
  • Færir sig úr tveimur yfir í einn lúr á dag

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað