Fara í aðalinnihald

Groundhog Day

Bill Murray sagði:

Stundum líður mér eins og ég sé með í Groundhog Day. Vona bara að ég vakni ekki einn daginn með Andie McDowell mér við hlið. Það sem veldur því að mér líður svona er veðrið ...

 



og veðurspáin sem yfirleitt er sú sama; "klar himmel med masser af sol, svag vind fra øst og temperatur mellem 15 - 18 grader". Veðrið hefur verið nánast eins þessa daga sem ég hef verið. Það sem hefur verið hvað breytilegast er hitastigið, sem tekur þó ekki miklar dýfur. Ég veit ekki hvort ég eigi að hafa samviskubit þegar ég veit að heima í Hafnarfirði var snjór og frost í morgun. En hitt veit ég að ég ætla að létta á samvisku minni hér eftir smá.

Við mæðgurnar fórum í hjólatúr áðan og nutum veðurblíðunnar (enn og aftur, ætlar hún ekki að hætta að þusa um þetta... L) og náttúrunnar. Við hjóluðum upp Attemosevejen, skoðuðum íslensku hestana og hjóluðum svo um í skóginum. Hjá hestunum hefur verið sett upp skilti þar sem fólk er beðið um að gefa hestunum ekki annað en gras sem hægt er að rífa upp fyrir utan girðinguna. Ein ástæðan sé sú að hestar séu með viðkvæman maga og þola því ekkert of vel nýtt/nýlegt brauð. Önnur sé sú að íslenskum hestum hættir til að verða of feitir og því séu þeir á skika þar sem ekki of mikið gras sé. Við höfum einu sinni farið að gefa hestunum brauð svo að ég tek þetta til mín og það verður ekki gert aftur.

En það er þetta með samviskubitið. Munið þegar ég sagði að Roskilde ferðinni hafi verið frestað af gleðilegum ástæðum. Málið er að þetta er í raun ekkert sem snýr að okkur, heldur Sandeep og konu hans. Frúin er ófrísk og er á því viðkvæma stigi að þola ekki lykt og langa samverustundir með fólki og því var ákveðið að fresta þessu. Sorrý að ég skuli ekki hafa neitt skemmtilegt í surprise. Ég vona bara að ég geti komið með e-ð slíkt fljótlega. Reyndar er ein sem mörg okkar þekkjum að fara að gifta sig og það kom algerlega aftan að mér! En það er alltaf gaman svo að ég segi bara INNILEGA TIL HAMINGJU!!

Jæja nú nenni ég ekki að skrifa meira. Ég vona að þið eigið góðan dag, með sól í hjarta og sól í sinni.
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr