Fara í aðalinnihald

Sól sól skín á mig

Hér er rigning, úrhellisrigning og mér finnst það ekkert svakalega gaman í ljósi þess að vera bíllaus. Það er kannski að maður láti bara senda sér Lancerinn þar sem hann selst ekki heima. Er ekki annars e-r sem vantar góðan bíl? Ef svo er þá erum við með einn svoleiðis. Annars er nú dáldið mikil gleði í kotinu .....

 


Málið er nefnilega að í þessari viku eru aðeins tveir vinnudagar hjá Fuzzy og við því í 5 daga fríi! HÚRRA HÚRRA :-) Einn dagur verður nýttur í að taka teppið af svefnherbergisgólfinu og hreinsa gólffjalirnar sem eru undir. Við ætlum svo að fara í bæjarferð en það höfum við eiginlega bara ekki gert síðan við komum. Svo ætlum við að athuga með dýragarð og sund, síðan er opinn dagur í Naturskolen á laugardaginn og kannski athuga með að kíkja e-t í heimsókn. Vill e-r taka á móti okkur?? Þannig að það verður nóg að gera og vonandi gaman. Við vorum e-ð að spá í að leigja bíl og etv. fara yfir til Sverige til hennar Mariu eða yfir til Jótlands. En það að leigja bíl, kaupa kannski gistingu og annað sem fellur til var bara aðeins út fyrir fjárhagsrammann svo að það býður betri tíma.

Dagný, Hjörtur og Kolbeinn Hrafn komu í heimsókn á sunnudaginn og mikið var það gaman. Við byrjuðum á hádegismat, fórum svo í risastóran göngutúr, þar sem skoðaðar voru hluti af villum Søllerød og skógurinn genginn þver og endilangur og að þessu loknu var farið heim í kaffi og eplaskífur. Ekki slæmt það. Það var mikið spjallað og höfum sett stefnuna á Lalandia á næsta ári. Þangað held ég að sé gaman að fara. Þið getið kíkt á síðuna www.lalandia.dk.

Ég hef endanlega gert mér grein fyrir því að eitt af áhugamálum mínum er að versla. Þó ekki þessi hefðbundna verslun þar sem hver fata- og dótaverslun er þrædd fram og aftur. Mér finnst miklu skemmtilegra að versla í matvöruverslunum og gæti ég alveg þrætt þær fram og aftur endalaust! Heima elska ég Fjarðarkaup en það var líka eiginlega eina búðin. Hér eru svo margar sem gaman er að versla í, s.s. Iso (sem er ein af uppáhaldsbúðunum mínum), Kvickly, Irma Føtex og Super Bedst. Svo er ein búð sem ég versla mikið í en af þeirri einu ástæðu að þar er ódýrt og það er Nettó. Þar má þó oft finna hið besta dót! Er það ekki Sibbý? En allavegna þetta finnst mér gaman. Það er þó einn hængur á þessum verslunarferðum mínum og það er að börnin fylgja mér yfirleitt og því er oftast spænt í gegn, eins og ég lýst hér í e-i færslunni, og lítið hægt að njóta. En ég nýt elsku barnanna og því mun minn tími til verslunar koma. Ég held að Fuzzy finnist alveg ágætt að ég þurfi að fara hratt yfir, því að með því móti eyði ég færri krónum ;-)

Jæja ætli ég láti ekki staðar numið, það er fullt af hugsunum í kollinum um hvað ég gæti nú skrifað en hef litla eirð í mér að sitja við. Ég vona að það breytist fljótlega.

Ástarkveðjur til ykkar um allan geim.
Kys og knus
Hanna

p.s. þið megið gjarnan kvitta - ég hef svo gaman að því

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.