A Short History ....

{mosimage}
A Short History of Nearly Everything
, Bill Bryson, Maí 2003.

Þessa lánaði Jónas mér fyrsta daginn minn í Danmörku þegar ég heimsótti fjölskylduna í nýju heimkynnunum í Hróarskeldu og sótti jafnframt lyklana að slotinu. Komst nú ekki strax í að lesa hana þar sem reyfarinn Void Moon hélt mér í heljargreipum enn um sinn.


Mér tókst loksins að klára bókina, en það tók mig hátt í 10 mánuði frá því að ég fékk hana lánaða þar til ég skilaði henni í dag.

Þetta er merkilega góð bók að því leyti að Bill tekst hið hálfómögulega: að gera sögu alheimsins frá upphafi til nútímans áhugaverða í lesningu. Bókin nær því að vera samhangandi og samt þannig að hægt er að grípa í hana með mis löngum hléum. Langar upptalningar af samhangandi keðjum vísindamanna og uppgötvara ná alveg að halda athyglinni þrátt fyrir þurrleg fyrir heit umfjöllunarefnisins.

Kláruð 5. júlí 2006

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað