Fara í aðalinnihald

Jóla og áramótamyndirnar


Var að skella inn nokkrum myndum frá jólum og áramótum okkar heima á Íslandi. Hér kennir ýmissa grasa: heimsóknir til vina- og frændfólks, jólin, áramót, mannfagnaðir ofl.
Posted by Picasa

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Flottar myndir, gaman að sjá ykkur í fyrra - þótt glær hafi verið

Kv
Maggi Sæla
Nafnlaus sagði…
Hrist voru stél og bruðin mél
í firði á samkundu vorri
er von til að þrykkt verði aftur á sel,
áður en rennur upp þorri?

Pib ;-)
Já mikið ósköp var þetta nú vel heppnuð kvöldstund í firðinum og á ensku kránni. Ef það á að verða þorrafjör, þá verðum við að treysta á ykkur að halda uppi stuðinu.
Nafnlaus sagði…
"þorri" rímaði bara svo vel við, vissi reyndar að þetta væri útópískt ;-) Mér skilst einmitt að mágkona þín sé æst í að hósta eitt slíkt blót núna, hún á víst allt til alls frá því í haust, hrærði þá í slátur og pæklaði súrt í tunnu... Getur ekki klikkað ;-)
Harpa Guðfinns sagði…
Gaman að þessum myndum. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég sé ekki betur en að Ásta Lísa sé "mini me" af mömmu sinni.... he he!
Best þótti mér þó myndin af Sveini og Finni í einhversskonar magadanspilsum og sveiflu. Sé að við höfum misst af miklu að mæta ekki í fjörðinn....
Verðum í bandi!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast...

Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni.

Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr litl…

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…