Fara í aðalinnihald

Þorláksmessa

Sveinki sagði:
Það er aldrei að vita nema við munum hlusta á hann Bubba í kvöld því að það verður að segjast að okkur vantar svolítið íslensku jólalögin og íslensku stemninguna. En þrátt fyrir það höfum við það stórgott og hlökkum til að halda okkar eigin jól. Ég má nú til að segja ykkur aðeins frá upplifun Baldurs á jólaveininum.

Málið er nefnilega að fyrstu nóttina kom sveinki með mandarínu og piparkökur. Hrifningin var ekki meira en svo að kökurnar voru teknar en mandarínan fékk að liggja í skónum áfram. Sveinki ákvað því að næstu nótt skyldi vera e-ð sem eflaust fengi meiri viðbrögð og viti menn, næsta morgun lá þar einn lítill hlauppoki. Baldur var mikið ánægður og næsta morgun er hann opnaði augun, néri hann saman höndunum, dæsti og sagði nautnalega: "hvað ætli sé í skónum??". Þegar hann sá að ekki var nammipoki, heldur e-ð Batman belti (sem Sveinki hélt að hann yrði svo ánægður með) þá létu viðbrögðin ekki á sér standa. Baldur lagðist í gólfið, grenjaði og skammaðist, sagðist sko ekki vilja sjá þetta og allt var á þennan veg. Mikil vonbrigði. Þessi uppákoma tók dágóða stund og ekki var minn ungi maður hress þennan morguninn. Þegar heim var komið eftir dag í skólanum þá voru þessi mál rætt, annað hvort að skrifa jólasveininum og afþakka gjafir eða þá taka þakklátur á móti þeim gjöfum sem berast. Baldur komst að þeirri niðurstöðu að betra væri að þiggja en neita og hefur þetta sveinkamál gengið vel eftir þessa uppákomu. Í kvöld mun Sveinki verða svo heppinn að fá kanelsnúð að launum fyrir allar fallegu gjafirnar.

Ég hef þetta ekki lengra í bili. Ungi maðurinn kallar ítrekað á mig og vill fá athygli.

Ástarkveðjur og hátíðarkveðjur
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.