Fara í aðalinnihald

Á vegum úti - D7: Brussel 2

Draumamorgunmatur og algerlega eftir höfði og óskum Baldurs Freys og Jens Inga: nutellabrauð úr tröllaukinni krukku sem var vandlega valin úr ódýru búðinni. Allir mettir og ferðaklárir um hádegisbil en þá tölti hersingin niður í metró, nema Rakel greyið sem var farin í vinnuna að hafa eftirlit með EFTA/EB lagabákninu.

Fyrsta stopp var hinn stórmerki kínaverski súpermarkaður sem eftir lýsinum Andrésar átti bara heima í ævintýrum. En það reyndist dagsatt ævintýr og enginn skortur á úrvali og valkostum. Eiginlega áskorun að ná að takmarka sig í innkaupum. Þegar maður hélt að allt væri skoðað kom í ljós að við vorum bara í ytri helmingi búðarinnar. Fórum út klyfjuð af kryddum, tei ofl gúrmei.

Við röltum um miðbæinn en fljótlega fór sultarkórinn að verða æ háværari þannig að við förum að tillögu Andrésar inn í þrönga veitingahúsagötu út frá stóratorgi. Þar erum við tilvalin fórnarlömb innkastara túristastaðanna og er lofað gulli og grænum skógum. En þjónninn á erfitt með að fela vonbrigðin þegar við pöntum ekki stóra sjávarréttaplattann eða kjúklingadiskinn. Bara pizzur og annað léttmeti sem er barn - og ofnæmisvænt.

Við heimsækjum litla pissukarlinn sem er klæddur upp í napóleongalla. Magnað að auðkennistákn bæjarins skuli ekki vera betur frágengið; það eru bara svona snúrulufsur lafandi hist og pist aftan úr drengnum. Ætli það sé ekki kvöldlýsingarperur. Eða þvagrásin sjálf?

Í Belgíu er gert mikið af súkkulaðikonfekti. Og okkur þótti skylda ein og vel passandi að versla eins og eina öskju til að kvitta fyrir gestrisnina á næsta fyrirhugaða stoppi, í Tilburg. Það var um og yfir 30 stig þennan daginn þannig að það virtist vera staðalbúnaður að fá álfóðraða og rennda axlartösku með í kaupunum. Hún kom sér svo vel sem nestistaska fyrir kælivörur síðar

Það er óumflýalegt þrumuveður í aðsigi og við drífum okkur upp á metro stöð. Enda er ungviðið búið að fá nóg af bæjarlífinu og langar heim í badminton og leik. Við skiptum liði og karlar fara í innkaupaferð á meðan restin af genginu flýtir sér heim í kapphlaupi við úrhellið sem nálgast óðum. Það fer að blása hressilega og það þyrlast upp rykið af götunum og fyllir augu okkar. En við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af því, demban hellist á okkur og hreinsar allt ryk á núll einum. Regnið dynur á þakinu og læðist inn um lofttúðurnar þar sem ég engist um í valkvíða við risavaxið kjötborðið, sem er í raun kjötlager. Við Andrés náum að sigta út nokkur góð stykki og leggjum inn pöntun. Innkaupin ganga bara nokkuð vel fyrir sig og við hlaupum við fót heim í rigningunni með kassana í fanginu. Ég spóla bara í nýju sandölunum mínum sem voru greinilega ekki hannaðir fyrir votgöngur.

Veðurguðirnir eru miskunsamir og rífa ský og regn burt svo við getum slegið upp grillveislu. Eftir spá hins reynda innkaupameistara Andrés þá kemur óvænt innihald upp úr kjötbréfunum miðað við það sem maður taldi sig krossa við á hinum franskmælandi pöntunarlista. En það kemur ekki í veg fyrir fjögurra kjöttegunda hlaðborð með grænmeti, kartöflum og tófúpylsum. Ljúf kvöldstund fylgir með mat, drykk, spjalli og ögn af plötukynningum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var