Á vegum úti - D2: England, Brighton

Það er rólegur morguninn hjá okkur og við tökum okkur hægt og rólega til fyrir ferð til Brighton. Sultarkvein ser slökkt á McMoney bráðlega eftir komuna til strandbæjarins. Apótek: sólgleraugu og verkjapillur. Þá er hersingin klár á ströndina.

Niðurbrennd bryggjan er látin standa ósnortin. Það er ósk um að láta þennan minnisvarða fornfrægra tíma standa og svo er hún víst mikið notuð í kvikmyndum. Steinaströndin er barasta fín og mógrænar öldur svala okkur í hitanum. Baldur Freyr og Ásta Lísa skríkja af fögnuði í ölduganginum. Líka ég. Við hoppum og buslum dágóða stund en leigjum svo stóla. Svona röndótta erki-strandstóla sem krefst ákveðins líkamslags til að forma hann eftir stólnum. Kryppa væri æskilegt lag á stólnum í þessi húsgögn. Hér er dormað og dúllað sér nokkra stund. Tökum svo strandlabb gegnum búllurnar og markaðina á leiðinni heim að bíl. Langvarandi sjokk í bílastæðahúsinu þegar við sjáum reikninginn fyrir þessum ca 5 klst. Tölum ekki meira um það...

Sainsburys skreppur á heimleiðinni þar sem við kaupum í síðbúinn kvöldmat. Ég varð heldur kvöldsvæfinn í þetta sinnið og trítlaði inn með börnunum í háttinn fyrir ellefu. Það er nú einu sinni frí, maður verður að nota hvíldartímann sinn vel, hah?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað