Fara í aðalinnihald

Á vegum úti - D2: England, Brighton

Það er rólegur morguninn hjá okkur og við tökum okkur hægt og rólega til fyrir ferð til Brighton. Sultarkvein ser slökkt á McMoney bráðlega eftir komuna til strandbæjarins. Apótek: sólgleraugu og verkjapillur. Þá er hersingin klár á ströndina.

Niðurbrennd bryggjan er látin standa ósnortin. Það er ósk um að láta þennan minnisvarða fornfrægra tíma standa og svo er hún víst mikið notuð í kvikmyndum. Steinaströndin er barasta fín og mógrænar öldur svala okkur í hitanum. Baldur Freyr og Ásta Lísa skríkja af fögnuði í ölduganginum. Líka ég. Við hoppum og buslum dágóða stund en leigjum svo stóla. Svona röndótta erki-strandstóla sem krefst ákveðins líkamslags til að forma hann eftir stólnum. Kryppa væri æskilegt lag á stólnum í þessi húsgögn. Hér er dormað og dúllað sér nokkra stund. Tökum svo strandlabb gegnum búllurnar og markaðina á leiðinni heim að bíl. Langvarandi sjokk í bílastæðahúsinu þegar við sjáum reikninginn fyrir þessum ca 5 klst. Tölum ekki meira um það...

Sainsburys skreppur á heimleiðinni þar sem við kaupum í síðbúinn kvöldmat. Ég varð heldur kvöldsvæfinn í þetta sinnið og trítlaði inn með börnunum í háttinn fyrir ellefu. Það er nú einu sinni frí, maður verður að nota hvíldartímann sinn vel, hah?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr