Fara í aðalinnihald

Er ég á Íslandi??

Íslending sagði:

Já það var einmitt stóra spurningin sem leitaði á okkur í dag er við lögðum leið okkar til Kaupmannahafnar en skýringin kom fljótt í ljós.

 


Við vorum ekki fyrr mætt í pulsuvagninn nærri Vesterport station en íslenskan hljómaði um allt. Og áður en margar mínútur liðu hittum við hana Rósu Lyng. Hún útskýrði fyrir okkur alla þessa Íslendingamergð. Haukar voru víst að spila við Århus í handboltanum og Sálin hans Jóns míns er á Vega í kvöld. Það voru víst ansi mörg starfsmannafélög og saumaklúbbar sem sáu sér leik á borði og fylktust til Kongens København. Ég er ekkert að grínast með að það var nánast eins og að vera í miðbæ Rvk, svo margir voru Íslendingarnir. Ég óska því öllum þeim sem leggja leið sína á Vega í kvöld góðrar skemmtunar.

Sibbý - hún Rósa bað fyrir sérlega góðri kveðju til þín!

Við hittum Dagnýju og Kolbein Hrafn á Rådhuspladsen og Hjörtur hitti okkur svo stuttu seinna í Kongens Have. Við eyddum svo deginum með þeim og höfðum það gott. Þeir eru svo frábærir saman Baldur Freyr og Kolbeinn Hrafn, og gaman að fylgjast með samskiptum þeirra.

Það er eitt sem við Finnur verðum að fara að gera betur í skipulagningu. Okkur gengur nefnilega svolítið erfiðlega að láta lestar og strætisvagna passa saman og því endar það ansi oft með því að við þurfum að ganga heim frá Holte. Þannig var það líka í dag og við gengum heim í grenjandi rigningu. Við vorum nánast vot upp að hnjám ;-)

En heim erum við komin og notalegt kvöld framundan. Ég bið fyrir kærri kveðju til ykkar og vona að þið njótið kvöldsins.

Hanna

p.s. ef svo skyldi vilja að engin skrif verði á morgun, þá þjófstarta ég og óska honum Þorláki Lúkasi til hamingju með árin 2. Ástarkossar og knús frá Søllerød.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var