Fara í aðalinnihald

Er barnið komið??

Móðirin sagði:

Netsambandið er ekki upp á sitt besta þessa dagana, dettur inn og út. Pirrandi. Sérstaklega þar sem þetta er sambandið við umheiminn. Ýmislegt er búið að gerast síðan minn heittelskaði skrifaði hér inn síðast.

 


Ásta Lísa er eins og netsambandið, ekki alveg upp á sitt besta. Það er samt ekki hægt að benda á neitt annað en tennurnar en þær eru að koma hver af annarri. Hún er ekki alveg eins kát og hún á að sér að vera og móðursjúk er hún sem aldrei fyrr. Ég fór með hana til dagmömmunnar, Joan í morgun. ÁLF var mjög vör um sig og grét dramatárum þegar mamman dirfðist að fara á klósettið. Henni fannst ég ansi hörð við sig. Á morgun mun ég fara með hana og skilja hana eftir. Ég verð að viðurkenna að ég er með smákvíðahnút í maganum yfir því. En hún hlýtur að læra þetta, er það ekki?

En þar sem bæði börnin eru komin í dagvistun þá get ég víst farið að huga að sjálfri mér. Hvað vil ég? Það er skrýtin spurning en svarið hlýtur að líta dagsins ljós einhvern daginn.

Ekki það að ég hafi ekki nóg að gera. Það þarf að klára að taka teppið af svefnherberginu, það er eflaust 12 - 15 klst. vinna. Það þarf að mála ganginn uppi og snurfusa aðeins. Síðan er tengdó að koma í heimsókn og Íris&Magga líka svo að það verður gaman og nóg að gera. Það þarf að fara með ÁLF til tannlæknis og fara með hana í pencilín-ofnæmispróf. Síðan eru jólin á næsta leiti.

Þannig að ég get alveg látið tímann líða. En þrátt fyrir það þarf ég að svara spurningunni J

Þau ykkar sem stoppuðu við það að fara með ÁLF til tannlæknis þá er það víst þannig hér að foreldrar/börn fá viðtalstíma hjá tannlækni þar sem farið er í gegnum umhirðu tanna hvað varðar heilbrigði, lyfjagjöf, drykkjarvenjur, snuðnotkun o.s.v. Mér líst vel á þetta og hlakka til að sjá hvernig verður.

Hvað titilinn varðar þá er ég að spá í hvort e-ð sé farið að gerast hjá henni vinkonu minni. Er það nokkuð?? Allt í rólegheitum ennþá?? Eins og við töluðum um í símann þá getur verið ansi pirrandi að fá sömu spurningarnar aftur og aftur og aftur og ..... og ég ætla því ekki að hringja/skrifa til þess að spyrja. En mikið væri ég til í annað samtal eins og um daginn. Það var skemmtilegt. Það fór fram með aðstoð Skype-sins.

Jæja ætli ég láti ekki staðar numið. Kaffiþörfin gerir vart við sig, eins og áður. Kannski að ég taki eina Sudoku með bollanum!!

ÁSTUkveðjur frá Søllerød yfir allan heiminn.
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.