Komið...

Jæja þá er það yfirstaðið. Tveir nýjir einstaklingar kúra inni í hálminum í marglitu plastbúrunum sínum. Spennustiginu er aflétt um 3,37 og núna er áskorunin að leyfa litlu hnoðrunum að venjast nýjum heimkynnum þar sem skrækar barnsraddir og stór augu eru sífellt að kíkja í heimsókn.

Já, fjölskyldan hefur stækkað við sig svo um nemur tveimur dverghömstrum. Kolla átti kollgátuna en Maggi fær viðbragðsverðlaunin fyrir andstutt símtal í hádeginu í dag. Hva, er kominn bangsi í ofninn? Nei, ekki var það svo... að sinni....eða...kannski?!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju með fjölgunina :o)
Finnur sagði…
Stampe (Baldurs) og Ida (Ástu Lísu). Það hafa nú verið þokkalegar tilfæringarnar um helgina. Reyna að fá þá til fylgislags við sig að klappa. Erfitt að skilja að þessir litlu loðnu boltar eru bara með heila á við baun sem er ekki að meðtaka beiðnir eða skipanir um að koma út úr húsunum og vera svolítið skemmtilegir í leik. Verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast allt saman.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað