Fjölgun...

Nú eru spennandi tímar. Fjölgun á heimilinu er í nánd og allir núverandi heimilsmenn eru orðnir spenntir og þetta er rætt nánast upp á dag hér út frá margvíslegum vinklum. Í dag hreyfðum við svo við uppröðunni inn í barnaherbergi til að vera klár í tíma þegar dagurinn kemur. Krakkarnir eru sérstaklega spenntir yfir þessu öllu saman. Og við líka.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Oh þið eruð alltaf svo duló....ég giska á hamstur í þetta skipti :o)
Nafnlaus sagði…
Ég ætlaði að fara að óska ykkur til hamingju með nýtt barn, en hamstra athugasemdin fyllti mig efasemdum.

Ég giska því á gullfisk og óska ykkur til hamingju með hann :-)
Þetta er án efa köttur. Hanna er búin að fara í meðferð við ofnæminu og Kattholt þeirra Dana var heimsótt til að sækja litla krúttið.

Eða kannski Au-pair...

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað