Fara í aðalinnihald

Fjölgun...

Nú eru spennandi tímar. Fjölgun á heimilinu er í nánd og allir núverandi heimilsmenn eru orðnir spenntir og þetta er rætt nánast upp á dag hér út frá margvíslegum vinklum. Í dag hreyfðum við svo við uppröðunni inn í barnaherbergi til að vera klár í tíma þegar dagurinn kemur. Krakkarnir eru sérstaklega spenntir yfir þessu öllu saman. Og við líka.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Oh þið eruð alltaf svo duló....ég giska á hamstur í þetta skipti :o)
Nafnlaus sagði…
Ég ætlaði að fara að óska ykkur til hamingju með nýtt barn, en hamstra athugasemdin fyllti mig efasemdum.

Ég giska því á gullfisk og óska ykkur til hamingju með hann :-)
Þetta er án efa köttur. Hanna er búin að fara í meðferð við ofnæminu og Kattholt þeirra Dana var heimsótt til að sækja litla krúttið.

Eða kannski Au-pair...

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0