Fara í aðalinnihald

Komið...

Jæja þá er það yfirstaðið. Tveir nýjir einstaklingar kúra inni í hálminum í marglitu plastbúrunum sínum. Spennustiginu er aflétt um 3,37 og núna er áskorunin að leyfa litlu hnoðrunum að venjast nýjum heimkynnum þar sem skrækar barnsraddir og stór augu eru sífellt að kíkja í heimsókn.

Já, fjölskyldan hefur stækkað við sig svo um nemur tveimur dverghömstrum. Kolla átti kollgátuna en Maggi fær viðbragðsverðlaunin fyrir andstutt símtal í hádeginu í dag. Hva, er kominn bangsi í ofninn? Nei, ekki var það svo... að sinni....eða...kannski?!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju með fjölgunina :o)
Unknown sagði…
Stampe (Baldurs) og Ida (Ástu Lísu). Það hafa nú verið þokkalegar tilfæringarnar um helgina. Reyna að fá þá til fylgislags við sig að klappa. Erfitt að skilja að þessir litlu loðnu boltar eru bara með heila á við baun sem er ekki að meðtaka beiðnir eða skipanir um að koma út úr húsunum og vera svolítið skemmtilegir í leik. Verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast allt saman.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0