Fara í aðalinnihald

Íbúð til leigu

Gleðilegt árið og allt það. Nú er svo komið að íbúð okkar að Suðurbraut 16 í Hafnarfirði verður laus til útleigu í febrúarmánuði. Áhugasamir skulu hafa samband við mig í pósti finnur[at]finnur.com. Fín íbúð á sanngjörnum kjörum, hér eru helstu upplýsingar:
  • Staðsetning: Suðurbraut 16, Hafnarfirði á 4. hæð, rétt við suðurbæjarlaugina
  • Fermetrar: 91 í heildina, 86 íbúð með 5 fm geymslu á jarðhæð
  • Herbergi: 2 svefnherbergi og stofa = 3 herb
  • Svalir: Rúmgóðar (margra grilla) svalir sem snúa út að faxaflóa með útsýni upp á snæfellsjökul
  • Endurbætur: Baðherbergi endurnýjað vorið 2005, blokk múrviðgerð, máluð ofl 2005
Rúmgóð og vel nýtt íbúð sem gott er að búa í. Skjótið póst eða bara hringið ef áhuginn er fyrir hendi.

Ummæli

hvað viltu fá í leigu?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0